Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 33
— Þetta er afskaplega við- kvæmt umræöuefni. lig held þaS sé bezt við sleppum þvi. Ég get þó sagt þér að okkur fannst ekki allt vera þar eins og við höfðum húizt við, þótt ýmislegt hafi ver- ið býsna vel gert. En mistökin hafa verið óþarflega mörg að manni finnst. — í hverju hafa þau verið fólg- in? — Ég geri ráð fyrir, að fólk, seni hefur sótt Þjóðleikliúsið að staðaldri og fylgzt sæmilega vel með starfsemi þess, geti gert það upp við sjálft sig, hvað því hefur fundizt gott og hvað lakara, að minnsta kosti i öllum þeim hluta stanfsins, seni birtist út á við. Ég veit þess vegna ekiki, hvort ég á að fj'ölyrða um það. Enda sæti það sízt á mér, sem ætti að bera blak af þessari stofnun og ann henni mjög, að fara að undir- strika mistökin. Þú verður að at- liuga, að ég sat i þjóðleikliúsráði í ellefu ár. Það væri miklu nær að tala um það, sem vel hefur ver- ið gert. Ég verð þó að játa, að á siðustu tíu árum Leikfélags Reykjavikur í Iðnó, áður en Þjóð- leikhúsið tók til starfa, var leik- ritavalið betra en stundum hefur verið í okkar kæra Þjóðleikhúsi, hvað svo sem þvi hefur valdið. Mér var það ljóst strax i upphafi, að það yrði erfitt viðfangsefni að leggja grundvöll að fyrsta at- vinnuleikhúsi á íslandi. Af þvi var enginn einn maður öfunds- verður, þótt að þvi stæðu auk þeiss bæði leikarar og leikhúsráð. Maður bjóst við meiri framförum og rneiri þroska og meiri skiln- ingi hjá stjórn Þjóðleikhússins, eftir því sem árin liðu. En það ihefur því miður ekki orðið sem skyldi. — Og nú ert þú farinn frá Þjóðleikhúsinu? — Já, það er nú einu sinni i lögiun hér á íslandi, að sjötugur maður skuli ekki vera fastráðinn starfsmaður hjá þvi opinbera. En það verð ég að segja, að mér fannst ég ekki ganga yfir neina markalínu, þegar óg varð sjötug- ur, og ég get ekki fundið, að ég hafi neitt minni starfsorku nú en áður — nema síður sé. Það virð- ast 'fleiri vera sömu skoðunar, því ég hef eiginlega aldrei haft meira að gera en siðan ég fór yfir þetta svo kallaða aldurstak- mark, enda þótt Þjóðleikhúsið hafi ekki séð hjá sér þörf til að leita mikið til mín. Þetta voru ■góð ár, ,sem ég starfaði við Þjóð- leiklhisið, og ég fékk þar mörg og góð hlutverk. Annars veit ég ekki hvort við eigum að fara svo náið út i það hér, þetta er allt rakið í bókinni, og ég get ekki verið að endursegja hana. Þetta er heljar- mikil skræða, og þar er minn 'ferill rakinn að miklu leyti, frá því ég livarf á unga aldri úr föðurliúsum á vit þessa undarlega fyrirbæris, sem við köllum líf. — Er þessi bók gefin út í ein- hverju sérstöku tilefni? — Ekld get ég nú sagt það. Það atvikaðisl á þá leið, að ég kynntist i fyrravetur ungum blaðamanni, sem þá skrifaði um leiksýningar i eitt dagblaðanna. Við nánari kynningu kom svo i ljós, að hann hal'ði mikinn áhuga á þvi að fá að vita eitthvað um minn langa starfsferil. Við fórmn svo að spjalla saman, og eftir nokkra yfirvegun komst ég að þeirri niöurstöðu, að hér bæri vel 1 veiði. Eg hafði nefnilega oft verið eggjaður á að skrifa endur- minningar minar, þótt ekki væri nema i stórum dráttum. Þetta hafði legið nokkuð þungt á mér um lirið og dregizt ár frá ári af ýmsiun sökum, og þó lyrst og 'fremst vegna tímaskorts. Auk þess kveið ég fyrir þvi að fara að rifa upp gömul og gróin sár liðins tíma og lifa upp aítur mfna baráttu við sjálfan mig og aðra. Með þvi að fela þessmn unga manni að skrifa bókina slapp ég við erfitt starf, jafnframt því sem ég þóttist viss um, að hann gæti skrifað þessa sögu betur en ég, af því að hann var ungur og þvi ekki beinlínis flæktur inn i at- burði þessara ára. Að öllu þessu athuguðu bjóst ég við, að endur- minningum mínum væri vel borg- ið i höndum hans. Og svo dró hann hingað segulbandstæki upp á hvern dag og lét mig tala i heila tvo klukkutíma á hverjum einasta morgni í þrjá mánuði. Ég er nú ekkert óvanur þvi að tala, en það verð ég að segja, að aðra eins þolraun hef ég aldrei komizt í, hvorki fyrr né siðar. Þar var ekkert undanfæri. Hann tróð sér inn í hverja smugu i hugarheimi mínum og fékk aldrei að vita nóg, þótt hann togaði út úr mér meira en ég hélt, að ég myndi nokkurn tíma segja nokkrum manni. Allt var það þó sagt með góðum vilja að lokum, og ástæðan fyrir þvi var sú, að ég treysti manninum. Ég held líka, að samstarf olvikar hafi þjónað sannleikanum, þótt hann sé manni ekki ævinlega sársaukalaus. Því þegar slík bók er slkrifuð um listamann, verður mynd hans umifram allt að vera sönn. ELDUR OG SULTUR í OPNU HAFI. Framhald af bls. 19. ég get ekki skipað svo fyrir þvert ofan í tilmæli þeirra um borð í hinum bátnum“. Þennan sama dag handsömuðu þeir um borð í báti annars stýrimanns þrjár hafsúlur, og vörpuðu einni þeirra yfir í langbátinn. f birtingu daginn eftir gerð- ist sá atburður, sem kom öllum í uppnám. Henry Fergusson kall- aði allt í einu, að hann sæi segl við hafsbrún. Það var ekki um að villast, segl hófust og hnigu á öldunum allfjarri. Mitchell skipstjóri skipaði að bátarnir skyidu leysa sig úr festum og sigla í áttina þangað, allt hvað af tæki. Það lá við sjálft að báts- verjar slepptu sér af fögnuði. Þeir hlóu og mösuðu og hnypptu hver í annan. „Það litur út fyrir að þetta sé lítið skip“, mælti Sam Fergus- son lágt, stundarfjoröungi siðar. „Já, litil fleyta það“, tók Mit- chell skipstjóri undir við hann. Þegar biliö hafði enn stytzt, kom í ijós hve kaldhæðnislega þeir voru blekktir. Frá fleytu þeirri var ekki neinnar björg- unar að vænta, þar eð þetta reyndist vera gaflkæna sú, er fyrsti stýrimaður réði fyrir. Fögnuðunnni fjaraði fljótt út. Bátsverjar sátu sem steini lostn- ir og störðu hver á annan. Þetta urðu öllum þung vonbrigði. Nú er tími til kominn að allir sigli lausir“, sagði skpistjóri að lokum. „Því aðeins eru einhverj- ar líkur til fyirr því, að við ná- um til Clarioneyjar. Á meðan við siglum í festum, erum við hver öðrum einungis til tafar og traíala". En Paar annar stýrimaður hreyfði tafarlaust mótmælum enn sem fyrr. „Fyrirgefðu, skip- stjóri, en mínir menn eru því allir algerlega mótfallnir. Við skulum sigla í festum framvegis sem hingað til, og láta eitt yfir báða ganga. Ég vil að minnsta kosti ekki taka þá ábyrgð á mig . . .“ „Þetta er einungis ykkur fyrir beztu, Paar. Þið verðið mun ör- uggari, ef þig siglið einir“, svar- aði Mitchell skipstjóri og reyndi að koma fyrir hann vitinu, „Þú getur ekki sleppt okkur úr festum án okkar samþykkis". Paar sat fastur við sinn keip. „Eða öllu heldur — þú tekur okkur um borð í langbátinn, og þar með er allur vandinn leyst- ur. Þá getur báturinn haldið réttri stefnu". Svipurinn á andliti skipstjór- ans sýndi ljóslega hve hann tók sér þetta nærri. „Því miður, Paar, en ég get ekki, samvizku minnar vegna, stofnað lífi bæði okkar og ykkar þannig í beinan voða, Þú hlýtur að sjá það, að hver þessara þriggja báta um sig, er þegar pfferrndur. Þú ert reyndur maður í siglingum, og þinn bátur er traustarj pg fer betur í sjó en langbáturinn. Ef við siglum samtengdír, eips pg við höfum gert, er þar með Úti- lokað að við náum ákvörðunar- stað. Ef við siglum lausir, eru að minnsta kosti nokkrar líkur fyrir því. Við skulum því taka þann kostinn, sem skárri er. Nú skiptum við jafnt með okkur vistum og vatni, leysum okkur úr festum og setjum upp segl“. „f öllum guðanna bænum, sýndu að þú sért karlmenni, Paar“, varð fyrsta stýrimanni að orði. Varir Paars titruðu. Hann tók við sínum hluta af vistunum, sem Mitchell skipstjóri rétti yfir i bátinn til hans. Þegar bátarnir tóku að fjarlægjast hvor ann- an, bað annar stýrimaður þess enn, að þeir yrðu tengdir fest- um sem áður, en bilið lengdist óðum og innan stundar voru þeir komnir úr kallfæri. Um hádegið var bátur annars stýrimanns horfinn sjónum hinna. Um kvöldið tókst þeim í bát Mitchells skipstjóra að handsama hafsúlu. Allar vistabirgðirnar um borð voru þá: þrír fjórðu- hlutar af flesksíðu, slatti af rús- ínum, hálf karfa af kexi og kex- molum, þrjár dósir af niðursoðn- um ostrum og um sextíu lítrar af vatni. Skipstjóri hlutaði sund- ur súluna og skipti á milli báts- verja, innyflum og öllu. Siglingarhraðinn hafði aukizt mjög eftir að þeir komu inn á staðvindasvæðið. En nú brá svo við að veiðigæfan brást Joe portúgalska, og gilti einu hvort heldur hann beitti hvítum dul- um eða rauðum á öngla sína; hann beitti jafnvel glóandi beltis- sylgju, og kom allt í sama stað niður. Stöðugt reyndist erfiðara að halda bátnum í horfi, og Mit- chell skipstjóri reit í dagbók sína: „Bátsverjar gerast mátt- farnir og syfjaðir". Á tuttugasta degi las Sam Fergusson úr bænabók sinni, bæði morguns og kvölds og jafn- vel þeir af bátsverjum, sem hrjúfastir voru í framkomu og kaldlyndastir, . tóku ofan og hlýddu lestrinum með lotningu. Eftir það las Sam Fergusson bæn kvölds og morguns. Stpfminn herti með degi hverjum og §jó þyngdi að sama skapi, Á tuftuggsta pg Öðrum degi var komið ofgarpk og þýS- ingarlaust að reyna að halda réttri stefnu; það var nógu erfitt að verja bátinn áföllum. Mit- chell sat sjláfur undir stýri og sneið fjallháar öldurnar, en sæ- drifið rauk um bátsverja, sem urðu að sitja, aumir og sárir, hver á sinni þóftu, og gátu ekki hreyft sig neitt sér til hvíldar. Peter Schmidt frá Amsterdam hafði fengið opna gratrarígerð í mjöðm, og Anatona Passaic frá Góðvonarhöfða var lítt betur farinn. Tveir menn jusu bátinn jafnt og þétt. Eftir tvo sólarhringa tók nokk- Uð ap draga úr storminum. Nokkrir fjlugfiskar lentu um borð í bátnum pg voru etnir hráir samstundis. Að morgni sunnu- dagsins söng Sam Fergussoi} messu, en var svo máttfajdnn, að hann varð að taka sér lang- ar hvíldar öðru hverju, og hafði ekki lokið messunni fyrr en und- ir hádegi. Þann dag sá fyrst til sólar eft- ir að hvessa tók fyrir alvöru. Mitchell skipstjóri tók upp sext- VIKAN 51.—52. tbL —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.