Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 6
Sr. Jóhann Hannessnn ppófessor I. TÍÐINDALAUST ÚR ÞJÓRSÁRDAL. Það var sólbjartur hvítasunnumorgunn, ekki í Þjórsárdal, heldur á Þingvöllum. Þá var enn tíðindalaust úr Þjórsárdal. Drengur þrettán til fjórtán ára gamall lá í grasinu og svaf. Annar drengur á svipuðum aldri gekk við hlið mér og ýtti við hinum sofandi. En sá síðarnefndi hreyfðist ekki. Hann var dauðadrukkinn. En nú var orðið hlýtt, enda skein sólin í heiði. Við breiðum úlpu piltsins yfir hann og látum hann liggja. Munum hann síðar, því fyrir ligg- ur að líta til margra annarra, gæta að á hve mörgum stöðum hefir verið brotizt inn, hve margir kunna að vera meiddir — eða matar- lausir, af því að aðrir hafa stolið frá þeim öllum vistum úr tjöld- um yfir nóttina. Þessi drengur á fermingaraldri sendir enga ákæru á neinn. Hann hefir verið blekktur og unir sér í blekkingunni, sættir sig við hana og lætur blekkjast á ný. EN DRENGURINN ER SJÁLFUR ÁKÆRA. Hann er afvegaleiddur, einhver hefir valdið því að hann liggur hér í þessu ástandi. Sá hinn sami sem varð þess valdandi að hann ligg- ur hér dauðadrukkinn, hefir hneykslað hann. Og betra væri þeim manni, að stór kvarnarsteinn væri hengdur um háls honum og honum væri sökkt í sjávardjúp. Þótt hann hafi e.t.v. grætt nokkr- ar krónur á piltinum, þá duga þær lítt þar niðri í því djúpi, sem bíður afvegaleiðendanna. Þjóðfélag hins afvegaleidda drengs verður einnig að greiða sín syndagjöld. Svo kann að fara að blóð drengsins komi yfir það — í slysi, í sjálfsmorði, í glæp, sem auðvelt var að komast hjá með betri siðum og betra uppeldi. II. HVITASUNNUNÓTTIN. Sú hátíð kirkju vorrar, sem kennd er við hina hvítu sól, var áður hátíðleg haldin — og er víða enn — sem hátíð Heilags Anda og fæðingardagur kristinnar kirkju. En á Þingvöllum voru næturnar fremur hátíð illra anda en Heilags Anda. Að vísu lagaðist þetta ástand nokkuð hin síðari ár, og var aukinni lögregluhjálp að þakka, en ekki neinni siðabót meðal þjóðarinnar. Algengustu afbrotin á hinum björtu vornóttum voru innbrot og þjófnaðir. Frá friðsömum og spökum unglingum var stolið mat, föt- um og myndavélum. Að því er næst varð komizt, var hér að verki fólk, sem hafði bíla til umráða og stal frá þeim, sem fátækari voru og hélt síðan á brott. Eitt sinn gistu Þingvelli sjö skólabörn á barnaskólaaldri, friðsöm og prúð. Til öryggis spurðum við þau hvort þau þekktu nokkra full- orðna, sem þau gætu snúið sér til ef eitthvað kæmi fyrir. „Ekki nema tvo pilta þarna í tjaldinu", svöruðu þau. Gengum við síðan til piltanna, og sáum að þeir voru vel birgir að áfengi. Báðum þá að leyfa okkur að geyma áfengið, nema lítið eitt, sem þeir þyrftu sjálfir að nota þá um kvöldið. Féllust þeir á það — sennilega helzt fyrir kurteislega framkomu lögreglumannanna. Bar nú ekkert til tíðinda fyrr en næsta dag. Voru skólabörnin öll ódrukkin um morg- uninn, er ég leit til þeirra, og leið þeim vel. Um hádegið kom ann- ar pilturinn að sækja aðra flöskuna, sem við geymdum, og var hon- um afhent hún. Var hann eitthvað kenndur, en hinn rólegasti. Leið nú tíminn og um háttatíma kom hann að sækja hina flöskuna. En þá voru öll börnin farin heim til sín, heil á húfi. Þá sagði annar pilturinn, sem áfengið átti: „Gott var að þú skyldir geyma fyrir okkur áfengið, því að öllu hinu, sem við höfðum, var stolið frá okkur um nóttina". Ef dæma skyldi eftir framferði manna sumar vornætur, eins og þær voru á Þingvöllum fyrir nokkrum árum, þá morar hið íslenzka þjóðfélag af þjófum. Rithöfundar vorir og listamenn ættu að gera sér þetta Ijóst. Lúsin er nú. út dauð (að mestu), en þjófar komnir í hennar stað. EINNIG í ÞESSU ER FÓLGIN ÁKÆRA Á HENDUR OSS, ekki sízt á hendur uppalendum, sem lengi hafa barizt gegn „boðum og bönnum“. Þótt sú siðgæðiskennsla, sem styðst við þá aðferð að kenna siði með boðum og bönnum, sé hvorki fullnægjandi né risti djúpt, þá er hún samt ómissandi eins langt og hún nær. Ný boð og bönn bætast við. Eftir að ég kom hingað í borgina, er á götunni komið boðorð með grænu letri: GANGIÐ. Og bann með rauðu letri: BÍÐIÐ. — Það verða að teljast svik, lífshættuleg svik við unglingana að kenna þeim að fyrirlíta boð og bönn. Að fyrirlíta boð og bönn er einfaldlega að fyrirlíta annarra manna rétt, sjálfan náungann. Hins vegar ber ekki að fiölga boðum og bönnum umfram nauðsyn. Gildir einnig hér „rakhnífur Occams": Entia non sunt multiplicanda praeter neccessitatem. En líka orð Sókratesar: Lög- unum ber mér að hlýða og verja mál mitt. III. HVERJIR EIGA SÖKINA? Hér um bil undantekningalaust er æskulýðurinn góður viðskiptis, ef hann er ódrukkinn. Hann er fús til að láta sér segjast í því, sem sanngjarnt er. Hins vegar veit hann ekki mikið um hina víðu ver- öld handan hafanna, og þekkir ekki þau öfl, sem eru að leggja hann undir sig og gera að féþúfu. Og fyrr en varir er æskulýður- inn orðinn að fullorðnu fólki og farinn að stjórna heiminum með þeim, sem eldri eru. Meðal íslenzkrar æsku er úrvalskjarni af svo góðu og vel gerðu fólki að undrum sætir. En mikill fjöldi er sef- næmur og tilleiðanlegur, sættir sig við skvaldrið í menningunni og leggur trúnað á ýmsar sérkennilegar íslenzkar vitleysur og bíð- ur tjón af. f þeim löndum sem ég hef séð — og þau eru ekki svo fá — er hvergi löggð jafn mikil vinna á börn og unglinga og á voru landi. En þessi vinna skiptist ekki jafnt. Of mikið er á suma lagt, of lítið á aðra. Ég hef spurt ungt fólk — bæði einstaklinga og hópa — um það hverjir eigi sökina á því ófremdarástandi, sem er að finna hér og þar meðal yngri kynslóðarinnar, þar með er átt við fólk á aldrinum frá sextán árum til tuttugu og eins árs. Röð hinna „seku“ er hér: 1) Uppalendur. 2) Foreldrar. 3) Prestar. 4) Forráðamenn bæja og ríkis. 5) Unglingarnir sjálfir. Sumir bæta hér einnig lögreglunni við, ásaka hana fyrir að láta hina ,,verstu“ sleppa, en hafa aftur á móti hendur í hári annarra, sem ekki verða taldir til hinna „verstu“. Meðal hins þroskaða æskulýðs eru sumir, sem benda á „slæman félagsskap“ og „klíkur“. Sumir ungir kunningjar mínir gátu nefnt slíkar klíkur með nafni, en ekki hæfir að fara út í það mál hér. IV. HERJIR ERU UPPALENDUR? Mörgum er þetta hugtak alls ekki ljóst. Þegar um er að ræða uppeldi einstaklinganna, þá verða að jafnaði foreldrarnir (móðirin) að teljast í fyrstu röð. En þegar um er aS ræSa þjóðaruppeldi, þá verða uppalendur æði margir. — Þetta má sjá í skýrslum frá stór- um heildum. Kínverjar og Gyðingar hafa fyrir sitt leyti minnst af unglinga-afbrotum að segja, jafnvel þótt þeir búi í framandi landi, svo sem Bandaríkjunum. Þeir sem vilja vita orsakirnar, verða að lesa um þetta. Kennarar eru í voru þjóðfélagi fremur fræðarar en uppalendur. Undantekningarlítið er æskulýðurinn góður viðskiptis, sig við skvaldrið í menningunni og leggja trúnað á sér g — VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.