Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 40
HOMG Súputeningar Spaghetti Makharónur kaldir Búðingar En bátsverjar voru svo mátt- farnir, að þeir gátu ekki einu sinni komið árum í keipa. Þeir yngstu af þeim, Henry Fergus- son og Jim Cox, reyndu af öll- um mætti, en allt kom fyrir ekki; þeir misstu tökin á hlumm- unum og bátinn rak stöðugt nær brimgarðinum. Aðrir bátsverjar horfðu á, svo sljóir, að þeir virt- ust ekki skilja hvað í húfi var, eða að það kæmi þeim ekki við. Þá sá allt í einu á dökka kolla upp úr freyðandi briminu. í næstu andrá sáust vöðvastæltir og hörundsdökkir eyjarskeggjar á sundi við borðstokkinn. Þeir sveifluðu sér um borð, þrifu ár- arnar og reru bátnum á svip- stundu út úr briminu, sneru sér síðan brosandi að bátsverjum og heilsuðu þeim ástúðlega með handabandi, hverjum fyrir sig. Síðan lögðust þeir enn á árar, og innan skamms tóku þeir lag- ið og lentu bátnum heilu og höldnu í skoru á milli tveggja kletta. Stundarfjórðungi eftir að þeir klifu um borð, höfðu þeir dregið bátinn upp í fjöruna. Þannig lauk þeirri djörfustu og hetjulegustu siglingu, sem sjó- ferðasagan kann frá að greina. Eftir ólýsanlegt harðræði og hrakningar í fjörutíu og þrjá sólarhringa, hafði Mitchell skip- stjóra tekizt að standa við heit sitt við bátsverja og koma þeim öllum á land. En svo máttfarn- ir voru þeir, að eyjarskeggjar urðu að bera þá síðasta spöl- inn. Skipstjórinn, sem veitt hafði þeim þrek og kjark, missti all- an mátt um leið og ábyrgðinni var létt af herðum hans. Hann lá rúmfastur í fulla viku, og það var ekki fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum, að hann var aftur orðinn eins og hann átti að sér. Mark Twain, sem þá var fréttaritari fyrir „Sacramento Union“, ræddi við skipbrots- mennina i Honolu’.u, og varð þetta fræg frétt, enda sagði hann sjálfur, að þá fyrst hefði hann vakið á sér athygli svo um mun- aði, og hefði þetta verið „frum- raun s'n i bókmenntaheiminum". Seinna tileinkuðu þeir rithöfund- arnir, Nordoff og Hall, Michell skipstjóra hina sannsögulegu metsölubók sína um afrek Bligh skipstjóra — tileinkuðu hana „minningu Josiah Mitchell skip- stjóra á Hornet“. Ekki lifði Mitchell það að sjá þá tileinkun, eða neinn af báts- verjum hans. Aldrei fréttist neitt af gaflkænunum tveim, eða þeim, sem þar voru um borð. Sam Fergusson dó nokkrum mánuð- um eftir að hann kom í land. Henry bróðir hans varð prestur við biskkupakirkjuna og síðar prófessor í guðfræði við Þrenn- ingarháskólann; hann lézt árið 1917. Mitchell skipstjóri lét aft- ur í haf, hógvær og fáskiptinn, og var i förum í tiu ár, eða unz hann lézt, árið 1876. Þá hafði sagan af hinu fræki- lega afreki hans fallið í gleymsku en rithöfundurinn ungi, sem fyrstur varð til að segja öllum umheimi af því, gerðist þá víð- kunnasti rithöfundur Bandaríkj- anna. Mark Twain hafði komizt þannig að orði: „Þetta er furðu- legt afrek, enda var skipstjórinn hinn merkilegasti og mikilhæf- asti maður — annars hefði ekki heldur neinn orðið til frásagn- ar“. ★ ÞRIGGJA KOSTA VÖL. FRAMHALD AF BLS. 23. sneiða hjá Simoni næstu dag- ana. Hún var talsvert með Gerry, og það likaði bæði Meg og Jock mæta vel. Þau voru rómantísk að upplagi, og gátu ekki hugsað sér neitt betra en að eingast Clare fyrir tengdadóttur. Og Clare var hrifin af alúðinni, sem andaði til hennar frá þeim, og þau vildu eiga hana sem tengdadóttur. En hún var alls ekki neitt hrifin af Gerry — þar var ekki um annað en kunningsskap að ræða. Henni leið vel þarna á bænum og fannst dásamlega fallegt þar. Og henni þótti vænna og vænna um Faith — en ekkert gat breytt ákvörðun hennar um að fara. Hitt var annað mál, að hana langaði til að heimsækja þau við og við. En óvissan um fram- tíðina gerði hana eirðarlausa. Henni fannst á sér, að óveður væri í aðsigi og hún sárkveið fyrir opinberunarveizlu Faith og Simons. Hamdenshjónin voru venju fremur gestrisin í þetta sinn, og fjöldi gesta, fjær og nær, kom í trúlofunargildið. Allir sam- glöddust fjölskyldunni og sér- staklega Faith, að hafa fengið svona góðan og kunnan mann, sem allir dáðust að og báru virð- ingu fyrir. Faith var í undurfallegum kjól úr rauðbláu grisjusilki, og allir dáðust að hve auðvelt hún átti með að þekkja fólkið á málrómn- um einum. Fólkinu fannst þetta ótrúlegt, um manneskju sem var steinblind. Simon kom að Clare við véit- ingaborðið. Hún var þar og hafði gát á að engan vantaði neitt. — Þetta er nú meiri viðhöfn- in, sagði hann. — Faith segir mér, að það sért þú, sem hafir búið til þessar humarposteikur. Þær eru ævintýralegar góðar! Clare gramdist með sjálfri sér, að geta ekki haft taum- hald á hugsunum sínum og til- SLYSATRYGGINGAR - ÁBYRGÐARTRYGGINGAR - GLERTRYGGINGAR — VIKAN 51.—52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.