Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 19
ÚR BÁTNUM HORFÐU ÞEIR Á „HQRNET“ VERÐA ELDINUM SMÁM SAMAN AÐ BRÁÐ. UM ÁTTA LEYTIÐ FÉLL MEGINSIGLAN MEÐ ÖLUM SÍNUM RÁM. ....Eldur og sultur á opnu hafi Þrjátíu og einn maður og einn hani héldu af stað í þrem bátum frá hinu brennandi skipi: tveim sextán feta gaflkænum og lang- bátnum, sem lak mjög, enda þótt troðið hefði verið í gatið á botn- inum. Allir voru bátarnir alltof hlaðnir. „Við skulum halda okkur í grennd við skipið“, kallaði Mit- chell skipstjóri. „Reykjarstrókur- inn sést úr hundrað mílna fjarlægð. Ef við höfum heppnina með okkur, er ekki að vita nema við sjáumst frá einhverju skipi áður en myrkva tekur“. Þó að menn hans vissu, að það mætti kallast einstök heppni, vakti það með þeim von og kjark. Úr bátunum horfðu þeir á ,,Hornet“ verða eldinum smám sam- an að bráð. Um áttaleytið féll meg- insiglan með öllum sínum rám, eins og höggvið tré í skógi, og innan skamms féllu hinar siglurnar á sama -hátt. Blakkan olíureykinn bar hátt við bláheiðan himinn, en ekki urðu neinar sprengingar, þegar eldurinn komst í steinolíubirgðir skipsins. Það hækkaði stöðugt á sjó, að sama skapi og farmurinn brann í lestunum, öldungis eins og þegar það var affermt við hafnar- bakka. Þennan dag allan héldu bátarnir sig í nokkur hundruð metra fjar- Jægð frá skipinu og eins alla nótt- ina. Þegar dimma tók, varð bjarm- inn af eldunum um borð svo sterk- ur, að menn urðu að skyggja hönd fyrir auga, þegar þeir horfðu þang- að, og skýin uppi yfir voru glórauð á jaðra en gullnum glömpum sló á kinnunga bátanna og árablöðin. Kulkkan fimm að morgni seig byrðingur „Hornet“ hægt og rólega í kaf, og eftir það sá'st hvorki bjarmi né reykur. Þögn sló á bátshafnirnar — þar með var úti sú von, að eldsbjarm- inn og reykurinn kallaði skip að til björgunar. Rödd skipstjórans rauf þögnina, þróttmikil og skip- andi. „Við eigum langa siglingu fyrir höndum. Hardy fyrsti stýri- maður tekur stjórn um borð í ann- arri gaflkænunni, John Paar, ann- ar stýrimaður tekur stjórn um borð í hinni. Þar eð John Thomas, þriðji stýrimaður, hefur ekki aldur til að hafa slíka stjórn með höndum, verð- ur hann með mér um borð í lang- bátnum. Hver okkar um sig tekur með sér áttavita og siglingartöflur. Þá vil ég að bátamir verði allir tengdir löngum festum, til þess að öruggt sé að þá reki ekki hvern frá öðrum. Langbáturinn fer fyrstur. Hafa ekki allir heyrt og skilið skipun mína?“ „Hver verður stefnan, skip- stjóri?“ kallaði Hardy. „Við tökum stefnu á Clarioney, en þangað eru um 1.000 mílur norður. Með því móti verðum við stöðugt á siglingaleið þeirra skipa, sem halda til Kaliforníu, og því mjög sennilegt, að okkur verði bjargað. Með því að taka strax upp hóflega skömmtun, ættu vistir og vatn að geta enzt okktir í tíu daga. Þegar við höf- um skipt hvorttveggja jafnt í bátana, höldum við af stað. Um borð í hvorri gaflkænu voru átta menn. Langbáturinn leki var tuttugu og eitt fet á lengd, sex fet á breidd og þrjú á dýpt- ina. Um borð í þeim bát voru þeir fimmtán saman, þar á meðal Fergussonbræður. Sá eldri þeirra, Samúel, var 28 ára menntamaður, sem farið hafði í siglingu þessa sér til heilsubót- ar og hressingar, en sá yngri, Henry, var ekki nema átján ára að aldri, harðfrískur unglingur, sem lagt hafði stund á guðfræði- nám við Þrenningarháskólann. Mitchell bauð skipverjum sín- um að sitja á framþóftunum, en lét þá bræður sitja í skut, ásamt sér og þriðja stýrimanni. Þá skipti Mitchell skipstjóri áhöfn bátsins þegar á vaktir, bæði við stýri og segl. Vistum, vatns- ílátum, seglum og öðrum far- angri var komið fyrir í botni bátsins, og tók svo mikið rúm, að þeir, sem á þóftunum sátu, gátu naumasif rétt úr fótunum. Þá skammtaði Mitchell hverj- um manni um borð í bátnum einn lítinn bita af svínakjöti eða hrárri kartöflu og hálfa kexköku þrisvar á dag, og hverjum manni pela af vatni, einu sinni á dag. Fyrst í stað sættu allir sig við hvernig komið var. Þótti Mit- chell skipstjóra sem guðfræði- neminn ungi liti helzt á þessar hrakningar eins og æsilegt ævin- týri, og reyndi þó ekki að koma honum í skilning um hvílík sjálfsblekking það væri. Skip- stjóri gætti þess, að allir hefðu sínu að sinna í sambandi við siglinguna og seglin. Hann lét þá Fergussonbræður, er ekkert kunnu að fara með segl, annast austurinn, og var það þeim nóg- jg _ VIKAN 51. tbl. ur starfi vegna þess hve bátur- inn lak. Fyrstu vikuna mátti heita að rigndi á hverri nóttu. Á daginn var brennandi hiti og raki í lofti. Skipbrotsmenn gátu endurnýjað vatnsbirgðar sínar jafnóðum og á þær gekk, með því að láta regnvatnið safnazt í segldúk; fylltu þeir þannig öll ílát, sem þeir höfðu meðferðis, og jafnvel stígvél sín. En regnið olli þeim þó talsverðum óþægindum, því að þeir urðu gegndrepa á hverri nóttu. Byr var hægur og sér í lagi óstöðugur, svo að kalla mátti að blési úr öllum áttum, en á milli skúranna var yfirleitt lá- deýða. Á daginn var stöðugt sól- skin. Ekki gátu þeir bátsverjar notið hvíldar að gagni, sökum þess hve þröngt var um þá. Á sjöunda degi spurði Sam Fergusson á sinn rólega og yfir- lætislausa hátt hvað þeim mið- aði á siglingunni. „Mér sýnist sem hún sækist seint, og að við séum jafnvel fjær ákvörðunar- staðnum, en þegar hún hófst. Eða er það kannski einungis ímyndun mín, skipstjóri?" Mitchell skipstjóri hafði feng- ið því meira álit á þessum hóg- væra lærdómsmanni, sem hann kynntist honum betur. Þrátt fyrir stöðugan hósta skyldi aldrei heyrast frá honum æðruorð. „Hafið þér aldrei heyrt „kyrra svæðisins" getið, Fergusson?“ spurði hann. „Við eru staddir þar nú. Þetta er ládeyðusvæði, sem nær yfir því sem næst tíu gráuðr báðum megin miðjarðar- línu. Það fer ekki mikið fyrir því á sjókortinu. En þegar við erum komnir út fyrir það belti, komum við á svæði, þar sem staðvindarnri blása. Þangað til, miðar okkur hægt. Við höfum ekki siglt nema um þrjú hundr- uð mílur norður þessa sjö daga“. „Hvernig eru líkurnar fyrir því, að við náum landi?“ spurði Sam Fergusson enn. „Til Galapagóseyja er meir en 1.000 mílna sigling austur. Þá kemur Suður-Ameríka. Mexikó liggur í norðaustur og er álíka langt þangað. Það virðist ekki löng sigling á sjókortinu. En þeg- ar við losnum úr þessari ládeyðu, bera norðaustur-staðvindarnir okkur beina leið frá þessum löndum. Við siglum nú í stefnu dálítið fyrir norðan Clarion og nokkrar aðrar eyjar, suður af strönd Kaliforníu. Hins vegar er ég alls ekki viss um að okkur takizt að halda réttri stefnu, þrem bátum, þannig samtengdum, þeg- ar við komum á staðvindasvæð- ið. Helzta vonin er, að við verð- um á leið einhvers seglskips, sem bjargar okkur“. Það var Joe Williams, Portú- galinn, sem fyrstur veitti því at- hygli, að höfrungur lónaði í skugganum af bátnum. Joe portúgalski var fiskimaður mikill og hafði alltaf öngla í fórum sínum. Hann hugsaði sér nú heldur betur til hreyfings, reif pjötlu úr nærskyrtu sinni og beitti önglana og renndi lín- unni út fyrir borðstokkinn. f fyrsta skipti frá því er þessi sigling hófst, vaknaði nokkur eftirvænting meðal bátsverja. Klukkustund leið, án þess línan strengdist. Og síðan önnur klukkustund. Þá þraut bátsverja þolinmæðina, og þeir tóku enn sem fyrr að stara út yfir haf- flötinn í leit að siglingu. Daginn eftir tók Joe portú- galski samt allt, í einu að draga línuna og með bakföllum. „Þeir eru á hjá mér!“ hrópaði hann. Það gljáði á skrokka höfrung- anna, þegar þeir komu upp undir borðstokkinn. Þeim tókst að inn- byrða þann fyrri, og höfðu varla lokið við að binda sporðinn, svo að hann bryti ekki allt og braml- aði, þegar Joe dró hinn að borði, og var sá mun stærri. Þegar höfrungarnir höfðu ver- ið skornir, smíðuðu bátsverjar sér einskonar eldstó úr tómri niðursuðudós, með kveik, snú- inn saman úr tuskum og gegn- dreyptan með smjöri. Hver mað- ur um borð át tvo vel mælda málsverði af höfrungakjöti, þó að það væri snöggsoðið. Joe portugalski bölvaði sér upp á að hann hefði aldrei bragðað betri mat. Veiðigæfan gerði ekki enda- sleppt við Joe, því að hann dró tvo höfrunga til viðbótar daginn eftir og skjaldböku að auki. Enn fengu allir í bátunum tvo máls- verði af höfrungakjöti, og Mit- chell skipstjóri notaði þessa heppni til þess að minnka mat- arskammtinn við þá um helming, svo að vistirnar entust þeim mun lengur, en vatnsskammturinn var óbreyttur. Nú tók veður mjög að spillast. Regnið kom í dembum og vind- urinn í rokum úr öllum áttum. Þess á milli datt á dúnalogn. Næstu fjóra dagana miðaði skip- brotsrnönnum ekki nema fimm mílur nær Clarioneyjum. Nokkr- ir af bátsverjum höfðu fengið á sig sár af þóftusetunum. Ekki hafði tekizt að þurrka föt dög- um saman. Haninn varð þeim eina skemmtiefnið. Hann varð að vísu horaðri og ritjulegri með degi hverjum, en engu að síð- ur kleif hann upp í stefni árla á hverjum morgni, reigði sig og gól hetjulega. Þó að báts- verjar hefðu ekki of mikið sjálf- ir, gáfu þeir hananum alla þá mola, sem til féllu og skírðu hann Ríkharð ljónshjarta. Einu sinni stakk einn bátsverja upp á því, að Ríkharður ljónshjarta væri snúinn úr hálsliðnum og etinn, en sú tillaga var felld með almennri andúð. Enginn af mönnum Mitchell skipstjóra, að Sam Fergusson undanteknum, hafði grun um kvíða og vonleysi hans. Þessi litla skipalest var nú stödd tíu gráður norður af miðjarðarlínu. „Við komum inn á staðvinda- svæðið þegar minnst varir“, sagði skipstjóri, mönnum sínum til hughreystingar. Og Joe hélt áfram að veiða. Hann veiddi fimmta höfrunginn á tólfta degi, en nú var sá hæng- ur á, að smjörið var þrotið, svo að þeir voru tilneyddir að eta kjötið hrátt. Enn minnkaði skip- stjóri matarskammtinn, svo að vistirnar mættu endast lengur, en hver maður fékk pela af vatni þrisvar á dag. Að kvöldi hins fimmtánda dags, þegar bátarnir voru staddir á ellefu gráðum og tólf mínútum norðlægrar breiddar, um það bil 500 mílur suðaustur af Clari- oneyju, sigldu þeir inn á stað- vindasvæðið. Jókst þó sjór að sama skapi og byrinn. Bátarnir þrír kipptu þungt í festarnar alla nóttina. Bar nú stormurinn þá af leið og bar þá því sem næst beint vestur. Undir morguninn gaf Mitchell skipstjóri þeim sem réðu fyrir hinum bátunum tveim skipun um að koma upp að langbátnum. „Vio náum aldrei að Clarion- eyju með þessu móti“, sagði Mit- chell skipstjóri. „Það er því bezt að við leysum festar, því að ekki er útilokað að við getum hald- ið réttri stefnu hver í sínu lagi. Eruð þið því samþykkir?" Paar, annar stýrimaður, var fljótur til svars. „Við viljum heldur hafa samf'.ot við bát þinn, skipstjóri. Ég treysti ekki þessum báti“. „Hann fer þó betur undir segl- um en hinir tveir“, sagði skip- stjóri. „Mennirnir um borð eru því mótfallnir að við verðum leyst- ir úr festum“, mælti Paar enn þrákelnislega. „Þeir álíta að það verði ekki til neins góðs. Ef við höfum samflot, getum við orðið hver öðrum að liði“. „Og þú, Hardy?“ spurði skip- stjóri fyrsta stýrimann. „Ég held það sé rétt að við leysum okkur úr festum. Við gerum það að minnsta kosti“, svaraði Hardy fyrsti stýrimaður. Skipstjórinn kinkaði kolli. „Þá göngum við frá því. En við Paar siglum hins vegar eins og að undanförnu. Nú skulum við því skipta vistum og öðru nauðsyn- legu jafnt á milli bátanna". Hardy fyrsti stýrimaður fékk annað krónómetrið til umráða, og átta af áhöfninni buðust til að verða með honum. Ríkharður ljónshjarta, sem mátti nú varla á fótum standa, var fluttur yfir í bát fyrsta stýrimanns, ófús að því er sýndist. „Guð veri með ykkur“, sagði Sam Fcrgusson, þegar þeir voru leystir úr fest- um. Breikkaði þá óðum bilið á milli hinna tveggja báta, sem enn voru tengdir festum, ann- ars vegar og báts fyrsta stýri- manns hins vegar og loks hvarf sá bátur sjónum hinna. Daginn eftir var sunnudagur. Þann dag handsömuðu háset- arnir í bát annars stýrimanns fugl nokkurn, hafsúlu, er hún settist á stefnið. Þeir í báti skip- stjóra, slátruðu skjaldbökunni og átu hana hráa. Þann átjánda dag siglingarinnar jókst hinn harði reipdráttur milli bátanna tveggja að sama skapi og stormurimi jókst og sjór þyngdist. Undir morguninn hrökk sigla langbáts- ins sundur í snarpri vindhviðu og seglin rifnuðu. Það tók hálf- an daginn að lagfæra sigluna og seglin og koma þeim upp aftur. Skipstjórinn reit í dag- bók sína: „Öll mundi siglingin verða auðveldari, ef festarnar milli bátanna væru leystar, en Framhald á bls. 33. VIKAN 51.—52. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.