Vikan


Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 27

Vikan - 26.12.1963, Blaðsíða 27
Maður bjóst við meiri framförum og meiri þroska og meiri skilningi hjá stjórn Þjóðleikhússins, eftir því sem árin liðu. Auk þess kveið ég fyrir því að fara að rifja upp gömui og groin sár liðins tíma. lega mikið á sér á kostnaö meðleikara sinna. Ég hef ek,ki farið varhlnta af því um ævina að vera sakaður um slíkan þjófnað. Úr hóíi keyrði þó, þegar „Sem yðtir þóknast“ var sýnt hér á ár.unum. Þá lék ég einstaklega hæglátan og elskulegan mann, svartklædd- an frá hvirfli til ilja. Einn gagnrýnandinn komst þá svo að orði, að Haraldur Björnsson, hefði verið svart- ur og ljótur eins og nýgenginn út úr sjávarhömrum og sífellt að reyna að stela sviðinu. Það vantaði svo sem ekki elskulegheitin. En upp úr þessari klausu suðum við höfundur bókarinnar titilinn: Sá svarti senuþjófur. Mér þykir þetla ekki svo vitlaust nafn. Ég þoli nefnilega ekki fólk, sem tekur sig hátiðlega. — Og hefurðu ])á aldrei stolið sviðinu frá mótleik- urum þíniun? — Þetta er nú hálfgerð samvizkuspurning. Bf ég á að svara henni hreinskilnislega, þá held ég, að það sé afar erfitt að stela sviðinu frá vönum leikara. Og íslenzkir leikarar l)era alltof mikla virðingu fyrir list sinni til að beita þvílíkum bolabrögðum. Enda veit ég ekki hyernig það færi. Það er ákaflega mikils virði að hafa gott samband við mótleikara sína. Ég er hrædd- ur um, að það yrði ekki þokkalegur heildarsvipur á sýningum, ef hver leikari reyndi að draga að sór at- hygli áhorfenda á kostnað hinna. Hitt er svo annað mál, að maður leikur stundum á móti fólki, sem veld- ur ekki hlutverkum sinum. í áhrifamiklum atriðum er slíkt ákaflega erfitt og þreytandi. Þá eru raunar ekki nerna tveir kost- ir fyrir höndum, Annar er sá að vera sama rolan og hinn leikarinn. Ég hef alltaf valið hinn kostinn að reyna að bjarga þvi, sem bjargað verður, ef þess er þá kostur að bjarga einhverju yfirleitt. Það getur vel verið, að einhverjum finnist þetta senuþjófnaður. —- Hvcrnig stóð annars á þvi, að þú fórst að verða leikari? — Ætli ég hafi nokkra viðhlýtandi skýringu á því. Ég man, að fólki fannst þetta mesta feigðarflan hjá manni á fertugsaldri að vera að rifa sig upp með rótum frá góðri stöðu með konu og tvö börn til að setjast á skólabekk í útlöndum. Og ætla svo að læra að verða leikari. Eins og nokkur ifæri að læra þess háttar. Ég veit ekki, kannski hefur þetta verið rétt hjá þvi. Það var að minsta kosti engin uppörvun fyrir mann að fá þvílífcar hrakspár. En ég var bú- inn að taka mína ákvörðun, og henni varð ekki þokað. Þú spyrð, hvernig Framhald á hls. 31. EGÞOU EKKIFOLK SEMTEKUR SIG HATIÐ- LEGA VIKAN 51.—52. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.