Vikan


Vikan - 02.04.1964, Side 12

Vikan - 02.04.1964, Side 12
HREINAR LÍNUR Hann sat ó stéttinni utan við Hvol og það var sumarkvöld í kringum hann. Á hlaðinu voru tveir langferðabílar og fólkið úr þeim inni að drekka kaffi. Hann var þreyttur og hlakkaði tii að geta farið að sofa. Toggi kom innan úr húsinu og settist við hlið hans. — — Hún bað að heilsa þér, þessi sem reyndi að dobbla þig í Borgarfirðinum um síð- ustu helgi. — Jæja. Toggi sleit upp stró við stéttarbrúnina og flísaði það í sundur. — Af hverju er allt kvenfólk svona vitlaust í þig? — Þær eru bara vitlausar yfirleitt. — Af hverju ríðurðu þó ekki á vaðið? — Æ, haltu kjafti. — Þú ert þreyttur. — Já. — Hvernig á líka annað að vera. Djöflast í prentsmiðjunni alla vikuna og keyrir svo um helgar. Hvernig gengur með íbúðina? — Það fer kannski að þokast. — Hvað segir konan, þegar þú ert alltaf að vinna? — Hún veit við þurfum þess. Fólkið var að tínast út. Toggi þurrkaði gras- grænkuna af fingrum sér á steinstéttina og stóð upp. — Verðum við samferða austurúr? — Það vil ég gjarnan. — Hvernig er Fordinn núna? — Ágætur, greyið. Hann gekk að Fordinum og settist undir stýri. Hann setti fótinn milli stafs og hurðar, svo fólkið ætti greiðan inngang, um leið og það kæmi. Hann lagði hendurnar efst á stýrishjólið og hvíldi ennið á þeim. Það var gott að loka augunum. Hann var allt í einu kominn aftur niður í prentsmiðju. Hann stóð við borðið undir lang- veggnum og var að stinga niður í. Fyrir aftan sig heyrði hann hringlið í stöfunum, sem hrísl- uðust niður um magasfnið á setjaravélinni, sá fyrir sér endalausa blýspaltana f skipinu á borðinu og fann prentsmiðjulyktina: Eins og stækju af heitu, röku neftóbaki. Allt í einu var hann kominn að afþrykkingapressunni með langan spalta milli handanna. Hann hélt þétt um endana með þremur fingrum hvorrar hand- ar, þumalfingrum annars vegar, vísifingrum og löngutöngum hins vegar, og hélt spaltanum fast saman. [ sama bili gekk einhver á hann, og Ijósglitrandi blýlínurnar hrundu í gólfið. — Ji, guð, fyrirgefðu! Hann hrökk upp. Það var sú í stretsbuxun- um. Hún stóð í tröppunni og teygði sig undir fæturna á honum til þess að ná f eitthvað. Hún seildist langt og lagði kinnina á lærið á honum á meðan. Andlitið vissi upp og að honum. Lagleg. Ávalt andlit. Kannski full þykk efri vör. Blá augu með glampa. Ljóst hár. — Svafstu? spurði andlitið. — Það er víst. — Guð, ég er svo mikill klaufi. — Hvað ertu að gera? — Ég rak veskið mitt í þig og það opnaðist og allt fór út um allt. Spaltinn, sem fór í svíl. Fátt gremur prent- arann meira, né krefst þolinmæði hans f rík- ara mæli. Taska, sem opnast. Kvenlegur varn- ingur út um allt. Undir fætur bílstjórans. Stúlka með glampa í augum. Föstudagskvöld. Laugar- dagur. Hálfur sunnudagur. Slæmur fyrirboði. — Fyrirgefðu, ég þarf að komast út, sagði hann. Hún rýmdi illa til fyrir honum, svo hann fann hita hennar um leið og hann fór út. Ilm- vatnslykt, sem luktist um hann. Hann fór inn á klósett, þvoði sér í framan og greiddi sér. Hann fór ekki út í bílinn aftur, fyrr en hann var viss um, að allir væru komnir í sætin. Toggi var farinn að flauta. Það var frekjuleg flautan á Reónum. Hann settist aftur undir stýri og leit í spegil- inn. Stúlkan var áðan í næst aftasta sæti hægra megin úti við gluggann. Hún var þar ekki núna. Búin að færa sig. — Allir komnir? kallaði hann. — Ekki ég , svaraði einn. Allir hlógu. Guð á himnum, hugsaði bílstjórinn. Hvenær skyldi maður fá eitthvert frumlegt svar við þessari spurningu? — Þá skiljum við þig eftir, sagði hann og neyddi sig til að brosa í speglinum, um leið og hann ók út af hlaðinu og jók ferðina jafn hratt og bíllinn hafði afl til. Toggi var kominn vel af stað. Það var hlegið lágt og kitlandi við hliðina á honum. Hann leit snöggt til hliðar. Fram að þessu hafði enginn verið í framsætinu og það var gott. — Ertu alltaf svona skapgóður? spurði stúlk- an í stretsbuxunum. Að ofan var hún í grænni, loðinni peysu, með hvítu mynstri yfir brjóstin. Það voru mörg vöff, sem héngu saman að ofan. Það var eitthvað við þessa stúlku, sem laðaði hann og hrinti honum frá í senn. — Skapgóður? spurði hann. — Að taka svona fíflasvörum vel. — Það er ekki skapgæzka. Það er starf. Hún hætti að brosa, en horfði samt áfram á hann. Hann fann augnaráðið og hugsaði: Skyldu geta komið göt á hausinn á manni, ef það er horft á mann, þegar maður ekki vill? — Af hverju ertu svona þreyttur? spurði stúlk- an. — Er ég þreyttur? — Þú svafst áðan. — Ég var að vinna. — Þú ert ekki bara bílstjóri. — Af hverju ekki? — Ég sé það á þér. Af hverju fær maður ekki að vera f friði? — Hvað er ég þá? — Þú ert í háskólanum. — Hvað? Hún hló. Þetta leit svo vel út áðan. Enginn frammi í. Þá er svo gott að aka. Enginn til að trufla mann. Hægt að hugsa um hvað, sem manni sýnist. Um íbúðina, sem hann var að innrétta. Um konuna og strákinn. Um hvaða tæki við, þegar náminu væri lokið. Um allt. — Ertu giftur eða bara trúlofaður? — Giftur. Hún hélt áfram að spyrja og mala, og hann hélt áfram að svara aðeins litlu. Hún var ekki sem verst. Hún malaði þannig, að maður þurfti ekki að hlusta á það, til að geta anzað. Hann gat hvort sem er ekki mikið hugsað fyrir sig núna, þegar Merkurbæirnir voru að baki og vegurinn aðeins slóð, sem rann yfir hér og þar. Toggi var vel á undan, stundum sást ekk- ert til hans annað en mökkurinn sem reis und- an bílnum. Hann var farinn að aka með Ijós- um. Það yrði farið á skemmsta vaðið með að tjalda í Mörkinni í kvöld. Þeir fóru yfir Krossá uppi undir Merkurrana. Þar voru þrjú pör í fólksbíl og biðu eftir þvf að verða sótt. Þau voru í samfloti við stráka á vípon. Þeir voru komnir yfir. Pörin sögðu bílstjórunum, hvar strákarnir hefðu farið yfir á víponinum og það hefði ekki verið djúpt. Samt óð Toggi til vonar og vara. Það var satt. Það var ekki mjög djúpt. Meðan hann óð, tók hinn bílstjórinn viftureimina af Fordinum og breiddi segl framan á vatnskassahlífina. Hann batt það ekki, heldur festi það með því að leggja húddið ofan á það. Vatnið myndi halda því að. Stúlkan var sezt að fyrir fullt og allt í fram- sætinu. Hún talaði ekki við hitt fólkið í bfln- um og það ekki við hana. Það var eins og það hefði verið settur skilveggur í bflinn aftan við bílstjórasætið. Flöskurnar, sem gengu um bílinn fyrir aftan þennan skilvegg, komu aldrei fram fyrir. Það var margt fólk uppfrá. Fjórir jeppar og einn vfpon stóðu fremst f Húsadalnum og fáein tjöld höfðu verið reist undir kjarrinu nyrzt. Bfl- stjórarnir lögðu bílunum hlið við hlið þar sem melurinn endaði og fóru upp á þak til þess að rétta dótið niður. Sumir voru orðnir nokkuð fullir en enginn mikið. Toggi hafði hátt og gerði að gamni sínu, en hinum bflstjóranum fannst ekki mega hafa hátt í næturhúminu. Hann los- aði þegjandi um svefnpoka, tjöld, töskur og SIGURÐ HREIÐAR TEIKNINGs BALTASAR 12 — VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.