Vikan


Vikan - 02.04.1964, Page 13

Vikan - 02.04.1964, Page 13
kassa og rétti þetta hæglátlega niður af bílnum. Hún átti að- eins svefnpoka og tösku. Hún tók við því og setti það niður skammt frá bílnum. Svo gekk hún inn í kjarrið fyrir sunnan götuslóðann, en kom fljótlega aftur og settist á svefnpokann sinn. Hún opnaði töskuna og tók upp harðfisk og kók og fékk sér snæðing. Hann velti segl- inu saman í sívalning og batt það við fremstu þverslána á toppgrindinni, ofan á varahjól- in. Svo hoppaði hann ofan af bílnum og gekk upp í kjarrið norðan við melinn. Honum var orðin þörf á að vera út af fyr- ir sig. Hún sat enn á pokanum og reykti, þegar hann kom aftur. Hann tók pokann sinn úr skott- inu og gekk í áttina að bíldyr- unum. Það var komin stór fjalla- könguló inn í ytri felguna á aft- urhjólunum hægra megin. Hann sparkaði í dekkið, svo hún datt. Honum var illa við köngulær. — Sefur þú í bílnum? spurði stúlkan, og það var nótt í rödd hennar. — Já. — Er pláss fyrir fleiri? Hann leit á hana með sem- ingi. Hann hafði fengið nóg af því að leyfa kvenfólki að sofa í bílnum. Það var þeim sjaldn- ast nóg. — Ertu ekki með fólkinu? — Jú og nei. Eg er ný og þekki það ekkert. — Ætlaðirðu að sofa bara í pokanum? — Mér var sagt, að okkur yrði séð fyrir tjöldum, en svo sýnist mér enginn þekkja mig. Var þetta gamla trixið? Að láta vorkenna sér? Hún leit ekki út fyrir það. Henni virtist svo sem sama, þótt hún lægi úti. Enda væsti varla um hana í þessu veðri. Af hverju sneri hún sér ekki til samferðafólksins? Var henni kannski illa við brennivín? — Ef þér er sama þótt sætin nái ekki saman, máttu sofa f bílnum f nótt fyrir mér, sagði hann. — Ég sef f aftasta sætinu. Framhald á bls. 40.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.