Vikan


Vikan - 02.04.1964, Page 14

Vikan - 02.04.1964, Page 14
Blaðað I liusateiknincgum Það má segja, að menn hafi ekki þurft að bíða vorsins í þetta skipti til þess að geta hafið byggingaframkvæmdir. Byggingar virðast hafa gengið sinn vanagang, líkt og sumar væri, í allan vet- ur. Það er ef til vill fremur af venju en nauðsyn, að margir byrja að byggja á vorin. Ef að líkum lætur, þá liggja þeir núna á kafi í teikningum, annaðhvort búnir að taka ákvörðun eða hálfvolg- ir og finnst margt koma til greina. Nú viljum við reyna að hjálpa uppá sakirnar með smávegis innleggi í málið. Við höfum verið að fletta bókum, sem danskar teiknistofur sendu frá sér á síð- asia ári með svokölluðum „týpuhúsum'1. Þetta eru fremur ein- föld hús í sniðum og ættu að geta verið ódýr miðað við ýmislegt annað. Að vísu er hér um misjafnlega stór hús að ræða og veru- legur munur á því minnsta og því stærsta. Einbýlishús á einni hæð eftir arkitektana Erik Andersen og Preben Hanberg. Þeir kalla þetta „vinkiltýpu" og segja, a8 húsið henti vel fyrir fjölskyldu með þrjú börn. Stofan í þessu húsi ætti að geta orðið framúrskarandi skemmti- leg og veldur þar form hennar. Hluta hennar er hægt að loka af, ef þörf þykir á og þar gæti orðið prýðilegt vinnuherbergi. Takið eftir, hvernig arininn er byggður inn í miðju stofunnar til aðskilnaðar ó milli dagstofu og borðstofu. Sumum þykir það galli, að koma beint inn í borðstofu úr forstofunni, en hér er þó borðstofan mjög rúmgóð. Kyndingarklefi er í kjallara. Lítið salerni er út af fyrir sig ó við hlið eldhússins ó svefnher- bergjaganginum. Það er nauðsynlegt þar sem baðherbergi og þvottahús er sameinað í eitt. Utveggurinn vinstra megin er framlengdur í fullri hæð og myndast við það skjólgóður krókur við húsið. Á útlitsmyndinni sést, að byggt hefur verið bílskýli hægra megin við innganginn ó teikningunni. Svona skýli kosta aðeins brot að bílskúrsverði, eru að sumu leyti jafnvel talin fara betur með bíla, en eru af einhverjum óstæðum ekki leyfð í Reykjavík. mmm| l§iB| '- ^ :;í. fiiii *gjji inngangur Lítið en snoturt einbýlishús eftir arkitektinn Karl Bisgaard. Það er með þessu þokkalega, klassiska þaklagi og takið eftir því, að þakið nær vel út fyrir á alla kanta. Það fer oftast vel þegar þessi þakhalli er viðhafður. Til þess að búa til skjólgott horn — hlutur sem Danir virðast hugsa meira um en við — þá er bilskúrinn byggður hornrétt við húsið. Þetta er svokallað „splitievel-hús", það er að segja: hluti þess er byggður ofan á kjallara, en hluti þess mitt á milli hæðanna, svo gengið er hálfa hæð niður og hálfa hæð upp. Skipulagið virðist prýðilegt. í kjallara er rúmgóð geymsla, þvottahús og kyndiklefi. 14 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.