Vikan


Vikan - 02.04.1964, Page 25

Vikan - 02.04.1964, Page 25
Hardy NOGHR.PIMM le jazz hot. Julian glotti og sagði, að því miður væri hann alltof gamaldags til slíks. Hann leitaði að dökku sólgleraugunum sínum til þess að skýla augunum. Hann var í þröngum síðbuxum og léttri peysu. Hann beið eftir strætisvagnin- um í nokkrar mínútur en þegar enginn vagn kom ákvað hann að ganga. Veðrið var dásamlegt og það var engin ástæða til að koma of snemma til Pimms gamla. Hann kveikti sér í sígar- ettu og lagði af stað niður bratt- ann. Mr. Pimm var að tala í sím- ann þegar Julian kom til Villa Marguerite. Þegar Julian kom inn heyrði hann Mr. Pimm segja: — Jæja þá, Charles. Skilaðu kærri kveðju til Miss Mehaffey. Ég hringi seinna í dag, þegar hún er komin heim. Hann lagði frá sér heymartólið. -— Julian, kæri vinur. — Góðan daginn Mr. Pimm. — Ég var að reyna að ná í Miss Matilda en hún er farin út. Ég sá auðvitað í blöðunum um þennan hroðalega atburð á Grand Cornice og auðvitað verð ég að láta í ljós hluttekningu mína við frænku. Auðvitað verð ég að fara að öllu með gát, því að ég má ekki vita of mikið. Segðu mér nú, segðu mér nú, eru stúlkurnar búnar að jafna sig eftir þetta hræðilega ævintýri í gærkvöldi. — Þær tóku þetta nærri sér, sagði Julian, -—■ en aðeins stutta stund. Nú eru þær hressar og kátar og brosa blítt til bílstjór- ans þeirra, Soames. Að minnsta kosti Annabelle. Matilda frænka baðst meira að segja afsökunar á því hvað hún hefði verió hrana- leg í gærkvöldi, og nú kallar hún mig Julian. — Blessaðar elskurnar, sagði Mr. Pimm. Og Henri, hvernig lízt þeim á Henri? — Ég held að Matildu frænku, Peggy og Augustus Green lítist ekki alltof vel á hann. — Hvað með Annabelle? — Annabelle virðist ætla að ganga í gildruna. — Dásamlegt, dásamlegt, sagði Mr. Pimm. Einmitt það sem ég vonaðist eftir. Nú vil ég fá að vita hvað gerðist eftir að Henri fór frá ykkur í gærkvöldi. Hann þagnaði þegar Eddie kom þjótandi utan úr garðinum. Eddie sagði óðamála: — Mr. Pimm. — Já, já, Eddie, hvað er það? — Það er stór bíll á leiðinni upp hæðina og ég held að hann sé á leiðinni hingað. — Leyfið mér að sjá. Mr. Pimm gekk út á svalirnar. Hann leit niður að innkeyrslunni, og Julian hélt að hann væri að fá slag. — Almáttugur minn, veinaði hann, — almáttugur. Hann þaut inn aftur. — Julian, Julian, upp, upp ,strax. Hann ýtti honum upp stigann. — Hlauptu upp, upp með þig, þig líka, Eddie, strax. Julian sagði: — Hvað er að, hver er það? — Hvað er hún að hugsa? — Hver? — Hvers konar tillitsleysi er þetta? —- Þú ætlar ekki að segja mér að það sé Matilda frænka. — Auðvitað er það Matilda frænka, bjáninn þinn. Flýttu þér nú, flýttu þér burtu. Þeir hlupu upp stigann og Mr. Pimm kallaði á eftir þeim: — Það má ekkert heyrast í ykkur. Hann flýtti sér aftur út á svalirn- ar. Og þarna gjörbreyttist Mr. Pimm í fasi, hann gekk skæl- brosandi út að bílnum til að taka á móti Matildu frænku. — Kæra Miss Matilda, hróp- aði hann. — Það gleður mig að sjá yður. Þér komið mér dásam- lega á óvart. Hann fylgdi henni inn. Julian sagði við Eddie: — Ef Pimmsi fær hana til þess að borðá með sér hádegisverð er hálfur frídagurinn minn farinn til einskis. Eddie glotti og sagði: — Hvaða máli skiptir það? Þú getur ekk- ert sýnt þig í dag, ekki með þetta glóðarauga. Julian sagði með fyrirlitningu: - Ja hérna. Ef þú hefðir ekki verið svona bölvaður ekkisen fantur væri ég ekki með þetta glóðarauga. Hann hló við. — Jæja, það skiptir engu, ég átti þetta skilið. En þú þurftir ekki endilega að slá mig í hnakkann. Eddie sagði áhyggjufullur: — Ég segi það satt Julian, mér þyk- ir fyrir þessu. Ég ætlaði alls ekki að slá þig, en Mr. Pimm sagði.. . Eddie snarþagnaði. — Hvað, sagði Juiian eftir and- artaks þögn, — sagði Mr. Pimm? Eddie sagði: — Við skulum bara gleyma því. — Svona, svona. — Jæja, ég segi það satt, að ég ætlaði ekki að slá þig í haus- inn. En Mr. Pimm sagði að það yrði víst að gera það til þess að vekja ekki grunsemdir. Bara smáhögg til þess að sannfæra Annabelle. Julian sagði hátt: — Ætlarðu að segja mér, að Pimmsi hafi sagt þér að lemja mig í hausinn? — Svona, ekki svona hátt, Julian, það heyrist í þér. — Mér er fjandans sama. — Vertu rólegur. — Fyrir tvö pence mundi ég fara niður og bera Pimmsa á borð fyrir Matildu frænku með epli í munninum. Og þig líka. Henri, Carlo, Danielle, Pimmsa ykkur öll. — Matilda frænka sagði: — Ég hefði átt að tala við yður strax, ég veit það, Mr. Pimm. En ég var komin af stað þegar mér datt í hug að líta til yðar. Ég vona sannarlega að þér fyrir- gefið mér. — Fyrirgefa yður? Kæra Miss Matilda, ég er miður mín af ánægju. — Auðvitað vitið þér þegar, hvað kom fyrir í gærkvöldi. — Ég las það í blaðinu, það var þess vegna sem ég reyndi að hringja í yður. Kæra Miss Mat- ilda, sagði Mr. Pimm, — þegar ég sá fyrirsagnirnar í morgun, brá mér illilega, ég trúði ekki mínum eigin augum. Árásar- menn! Á Grand Corniche um há- nótt. Þessi heimur fer alltaf sí- versnandi. Matilda frænka sagði: — En ég er hrædd um að þér hafið ekki lesið alla söguna í morgun- blöðunum. — Almáttugur. Ég vona að Annabelle frænka yðar hafi ekki meiðzt. — Nei, til allrar hamingju meiddist hún ekki. — Hvílík miskunnsemi for- sjónarinnar. — Ef til vill Mr. Pimm. En ég er ekki viss. Mér finnst eitthvað gruggugt við allt sem kom fyrir í gærkvöldi. Gruggugt, Miss Matilda? Já, ég er næstum viss. — Guð minn góður. En kæra Miss Matilda, hvað eigið þér við? -—■ Maðurinn sem kom til bjargar Annabelle. — Almáttugur. Bíðum við, blöðin sögðu að það hefði verið einhver Henri. — — Hann sagðist heita Griine- íwald. Hann var hjá okkur í klukkutíma í gærkvöldi. — Einmitt já? Og það var þá sem þér sáuð í gegnum hann, er það ekki? ■—■ Mr. Pimm, við erum sann- færð um að hann er einn af þorpurunum. Enn einn ósvífinn æv^ntýramaður, sem ætlar að krækja í Annabelle. Mr. Pimm var skelfingu lost- inn. — En sú hneisa, sagði hann. —■ Þá hljóta þessir þorparar í gærkvöldi að hafa verið félagar hans. Þetta var bara sýningar- leikur, svo að honum gæfist tæki- færi til þess að kynnast frænku yðar. — Það var einmitt það sem okkur datt í hug. Mr. Pimm hristi höfuðið, full- ur aðdáunar og skelfingar í senn. — Að nota svona glæpamenn til þess að vinna hjarta ungrar stúlku. Hvaða þorparabrögðum taka þeir ekki upp á? En þér létuð þó ekki blekkjast af þess- um þorpara. — Hafið þér nokkurn tíma heyrt um slíkt áður? — Kæra Miss Matilda, sagði Mr. Pimm, — það er fjarri mér að ætla að auka á kvíða yðar, en ég er hræddur um að ég hafi heyrt um slíkt áður. — Þá er ég ekki í nokkrum vafa lengur. — En ég sem hélt að þér væruð alls ekki í neinum vafa. — Ég vildi hafa allan varann á — Matilda frænka leit upp í loftið. — Afsakið Mr. Pimm, en mér finnst ég heyra einhver und- arleg hljóð uppi á lofti. Mr. Pimm bandaði frá sér hendinni. — ítalski kokkurinn minn og ráðskonan. — Þau eru alltaf að rífast. Þér kannizt við þetta suðræna skap. — Ó, já. Jæja, eins og ég segi þá er ég ekki í neinum vafa lengur. Mér þætti gaman að fá að heyra, hvað þér álítið bezt að taka til bragðs gagnvart þess- um Henri Grunewald. — Mér þykir mjög vænt um Framhald á bls. 49. VIKAN 14. tbL 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.