Vikan


Vikan - 02.04.1964, Síða 44

Vikan - 02.04.1964, Síða 44
SIMAR: 15300 13125 13126 ÆGISGATA 4 & 7 * 1 1 Blikksmíðavörur Þakjárn, þakrennur og rör Þakgluggar, þakkjölur og ventlar Járnvörur til húsbygginga Rafmagnshandverkfæri og úrval af öðrum verkfærum Innréttingar fyrir verzlanir og birgðageymslur Yfir 80 ára reynsla melnum hjá bílunum, en hún var ekki þar. Bara unglingsstrákur, sem sagði honum að maturinn væri löngu til. Það voru allir búnir að borða nema hann. Sumt af fólkinu lá við matartjaldið og lét sólina baka sig. Hvítir skrokkar af þeirri gerðinni, sem manni finnst að muni ekki rétta sig aftur, ef það væri potað í þá með einum fingri. Konurnar af léttasta skeiði, búnar að rjóða á sig sólolíu milli buxna og brjósta- haldara og mændu ögrandi á sól- ina. Hann fékk svið og harðfisk og kaffi. Það var ein af olíubornu konunum, sem rétti honum matinn. Þegar hann var saddur, spurði kon- an. — Hvar er stúlkan? — Ég veit það ekki. — Var hún ekki í bílnum í nótt? — Hún var farin, þegar ég vakn- aði. AA — VIKAN 14. tbl. — Við vorum búnar að bióða henni að vera í tjaldinu hjá okkur. — Jæja. Ætli ég gæti fengið að hita mér rakvatn hérna? — Ég skal hita það fyrir þig. Hann fékk henni gulu vatnsfölsk- una og lagðist á bakið, meðan hún hleypti upp á vatninu í sótugri grýtu á bláu gastæki. Þegar vatnið gránaði af litlum bólum, sem mynd- uðust á botninum og eyddust á yfirborðinu, þakkaði hann fyrir. Svo hellti hann því aftur á gulu plastflöskuna og vafði utan um hana vasaklútnum sínum og fór niður í bíl að raka sig. Þegar hann var búinn að raka sig, tíndi hann flöskurnar af gólfinu í bílnum og setti þær í poka. Svo sópaði hann bílinn og burstaði af sætunum og strauk rykið af gluggunum. Hann nennti ekki fram á Aura til þess að þvo. Þess í stað tók hann úlp- una sína og hélt á henni með sér upp í Hamraskóg. Hann fór ekki venjulegu leiðina, skáhallt upp brekkuna og upp eftir gilinu, þar sem skógræktarvegurinn liggur, heldur beint upp yfir fellið og yfir melinn og kom að skóginum, þar sem hann byrjar í flöt, sem hallar aðeins í suður, hrútaberjalyngið blómstrar í grasinu milli trjáa, fífla og blágresis, og randaflugan er stærri en freyjukarmella. Hann gekk eftir flötinni meðfram girð- ingunni, þangað til hann kom þang- að sem hún endar sem barð yfir ofurlítilli sandbrekku, sem liggur niður að kyrrlátum, svölum læk. Þar breiddi hann úlpuna sína á jörðina og lagðist á hana. Hann vonaði, að það kæmu ekki kóngu- lær. Þegar hann vaknaði, voru skugg- arnir orðnir langir og skýrir. Það var ekki lengur eins hlýtt. Klukk- an var að verða átta. Honum leið vel. Hann var léttur á sér og fannst hann vera hvíldur. Það var hroll- ur í honum, svo hann fór í úlpuna og gekk niður í dal. Við matartjaldið voru allir komn- ir í föt og karlarnir voru rauðir í framan. Konurnar voru rauðar og glansandi. — Hvar er stúlkan? spurði sú, sem sá um matinn. — Ég veit það ekki. —■ Var hún ekki með þér? — Nei. — Þá verðum við að fara að leita að henni. Hún hefur ekki sézt í allan dag. — Hún hefur kannski hitt ein- hvern. — Það er sama. Hún er með okk- ur og við verðum að vita um hana. Þetta var röggsamleg kona og það vottaði fyrir því að grátt hár henn- ar væri blátt. Hún var með skær- málaðar varir. Hann hugsaði, að þetta væri leiðinleg kerling. Stelp- an hefði auðvitað hitt Togga eða einhvern álíka. Þegar hann hafði lokið snæð- ingi, voru allir farnir að leita að stúlkunni. Hann gekk niður á mel- inn og hitti Togga. — Veizt þú um stelpuna? spurði hann. — Hvaða stelpu? spurði Toggi. — í stretsbuxunum. — Jæja vinur, það er svona hljóð í þér núna. — Nei. Hún hefur ekki sézt í allan dag. Fólkið er orðið hrætt um hana og farið að leita. Ég hélt kannski, að þú hefðir náð í hana. — Nei, því er andskotans ver. Þá hefði hún ekki farið langt. Hann fór inn í bílinn til þess að láta af sér úlpuna og fara í peysu, áður en hann færi líka að leita. — Mikið þú kemur, sagði stúlk- an. Það lá við að honum brygði. Hún lá í tveimur sætum og var að lesa pokketbók. Hún var aftur komin í stretsbuxurnar og grænu peysuna með vöffuunm. — Það er verið að leita að þér, sagði hann. — Ég hef verið að leita að þér, sagði hún. — Ég var vís ,sagði hann. — Ég líka, sagði hún. — Fólkið segir að þú hafir ekki einu sinni borðað. — Ég er með nesti sjáif. Af hverju komstu ekki fyrr? — Ég svaf. — Ætlarðu þá að vera skemmti- legur í nótt? — Láttu fólkið vita, að þú sért ekki týnd. — Komdu þá með mér. — Ég ætla upp á Valahnjúk. Þú gefur komið á eftir mér ef þú vilt. Hann fór út án þess að fara úr úlpunni og gekk niður melinn í áttina að slóðinni upp að skóg- ræktarkofanum. Hann fór slóðina á enda og gegnum kjarrið, þangað til hann kom að lækjarfarvegin- um, sem liggur áfram upp gilið austan við Húsadalinn. Hann fylgdi farveginum dálitla stund en fór svo up úr honum og upp í Alfakirkju. Hann renndi upp rennilásnum á úlpunni, stakk höndunum í vas- ana og starði lengi á dropana, sem féllu ofan úr berginu. Það var svalt þarna og gott að hugsa. Það var orðið mjög áliðið, þeg- ar hann kom aftur heim að matar- tjaldinu. Bílarnir að sunnan voru flestir komnir, og í Húsadal voru hróp, sköll, hlátrar og læti. Hann hitti konuna sem sá um matinn og spurði: — Skilaði stelpan sér? — Já. — Það var gott. Góða nótt. — Góða nótt. Þegar hann kom niður eftir tók hann poka og tösku stúlkunnar út úr bílnum. Toggi var að gantast við stelpur á barðinu fyrir austan bílana. — Má hún liggja í bílnum hjá þér? — Gvuvelkomið. Því fleiri, því betra. — Ég ætla fram á Aura. — Þú ert fífl. Þú átt ekki skilið PIERPONT UR «<««««««« N V GERÐ <<«<<< «-« «;«« <0 VATNSÞÉTT <] HÖGGVARiN <í SAFÍRSLÍPAÐ GLAS <1 ÓBROTLEG FJÖÐUR <-«-««««« ««- GEFIÐ FERMINGARBARNINU PIERPONT ÚR GARÐAR OLAFSSON, úrsmiður Lækjartorgi — Sími 10081

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.