Vikan - 02.04.1964, Page 47
komst hún út úr hellinum og
síðan alla leið upp á yfirborðið.
Hún varð að segja Slater frá
þessu — og lögreglunni. Hún
varð að segja alla söguna. Þá
mundi dauði Joe frænda skýr-
ast og þá kæmi í ljós, að þar
hafði verið framið morð.
Hún kom upp í turninn og lok-
aði steinlúgunni á eftir sér. Hurð-
in stóð opin eins og hún hafði
skilið við hana. Hún gekk út,
setti slána fyrir dyrnar og gekk
fram hjá turninum að stígnum,
þar sem Joe frændi hafði mætt
örlögum sínum. Paul hafði drep-
ið hann. En hvernig? Paul hafði
farið inn til borgarinnar þetta
kvöld. Hann hafði fjarvistarsönn-
un. En á einhvern hátt hafði hann
ýtt Joe frænda út í opinn dauð-
ann, jafn örugglega og hann
hefði sjálfur verið viðstaddur.
Marian leit á stengurnar og
keðjuna, sem myndaði þarna
grindverk. En ef síðustu hlekk-
ina í keðjunni hefði nú vantað
þetta þakudimma kvöld? Mari-
an gat séð það fyrir sér: Joe
frændi, nærsýnn og gleraugna-
laus, að fikra sig meðfram keðj-
unni þar til hann kom að enda
hennar, en þá átti að beygja inn
á klöppina. í þess stað hafði
hann fallið út fyrir brúnina og
niður í myrkan sjóinn. Paul
hafði ef til vill komið seint heim,
læðzt upp að stígnum og fest aft-
ur síðustu hlekkina . . .
Marian beitti sjálfa sig valdi
til þess að halda áfram. Þessi
mynd, sem stóð svo ljóslifandi
fyrir henni, gerði henni erfiðara
um heimgönguna. Þegar hún var
hálfnuð með stíginn, stanzaði
hún og horfði niður. Svo beit
hún á jaxlinn og horfði beint
fram. En það, sem hún kom auga
á þar, kom henni til að taka
andköf af skelfingu.
Við enda stígsins stóð maður
og beið eftir hennij. Laglegur
maður með bros á vörum. Hann
stóð þarna og hallaði sér upp
að berginu með hendur í vösum,
eins og honum lægi ekkert á.
Hann var nógu nærri henni til
þess að geta kallað til hennar,
en hann sagði ekki orð. Hann
beið. Eftir henni. Paul beið eft-
ir því, að ljúka því verki, sem
hann hafði hafið daginn áður.
Höfuð hennar virtist vera að
springa af óttaslegnum ráðagerð-
um. Ef hún sneri við, mundi hann
elta hana út í turninn, og það
sem þar gæti komið fyrir var
of hræðilegt til þess að geta
látið sér detta það í hug. Héldi
hún hins vegar áfram, mundi
hann koma á móti henni og ýta
henni fram af brúninni. Það yrði
auðvelt fyrir hann. Enginn var
þarna nálægur. Þó var betra að
ganga áfram en snúa við.
Hún átti eftir aðeins nokkra
metra til hans, þegar hún stanz-
aði og reyndi að jafna sig. Nú
gat hún séð augu hans — þau
voru hörð og illileg þrátt fyrir
brosið. Hann sagði enn ekkert.
Var hann að bíða eftir því, að
hún beygði inn á klöppina, ætlaði
hann að hrinda henni þar niður?
Þá sá hún einhverja hreyfingu
í nánd. Andlit kom í ljós við
hlið garðsins. Gamalt, veðurbar-
ið andlit. Henni fannst að enginn
engill gæti verið fallegri en
Adams, gamli garðyrkjumaður-
inn var nú í hennar augum. Hún
kom ekki upp nokkru orði, en
lyfti handleggnum og veifaði til
hans.
Hann opnaði hliðið og kallaði:
-— Ég kom til að litast um eftir
yður, ungfrú. Mér fannst þér
vera svo lengi í burtu. En ég
vissi ekki að þér væruð hér,
herra Paul . . . Hann gekk til
þeirra. — Þér hefðuð ekki átt
að fara út á stíginn, sagði hann
ásakandi. — það er of hættulegt
fyrir kvenfólk, er það ekki, herra
Paul?
— Ég geri ekki ráð fyrir, að
hún geri það oftar. Paul rétti
henni höndina um leið og hún
kom upp á klöppina. Hann var
fölur og bros hans var þvingað.
Höndin var rök, og Marian lang-
aði mest til að draga að sér hönd-
ina.
— Langar þig ekki í drykk?
spurði hann, þegar þau komu
inn í húsið.
Hún kinkaði kolli og hann
hellti konjaki í glös fyrir þau
bæði. Hún tók eftir því að hönd
hans titraði, og að hennar hönd
skalf líka þegar hún tók við
glasinu. Hún neyddi sjálfa sig
til að líta framan í hann. Það
var hræðilegt að horfast í augu
við morðingja. Hún tæmdi glas-
ið, setti það frá sér og sneri sér
að dyrunum.
— Hvert ætlarðu?
•—• Upp á herbergið mitt. Mér
er illt í höfðinu.
Það var satt. Henni fannst sem
verið væri að berja þar með ótal
hömrum.
Hún gekk þreytulega upp stig-
ann, læsti herberginu á eftir sér
og kastaði sér á rúmið. Hún lá
og hugsaði um allt sem hún hafði
séð og upplifað þennan eftirmið-
dag. Hún var hrædd og áhyggju-
full. Hvert mundi næsta skref
hans verða? Hvað átti hún að
gera? Hvað sem hún gerði, mundi
það vekja athygli hans. Hvernig
átti hún að ná í Alan? Loks sofn-
aði hún örmagna af þreytu.
Það var orðið dimmt, þegar
hún vaknaði. Hún settist upp í
rúminu og fálmaði eftir slökkv-
aranum á náttborðslampanum.
Herbergið var eins og það átti að
sér. Hún stóð upp og athugaði
dyrnar. Þær voru enn læstar.
Hún leit á úrið sitt, en það hafði
stanzað klukkan hálf fimm. Hún
vissi ekki hve lengi hún hafði
sofið, en hún var sjálfri sér reið
fyrir að sofna. Allt varð erfiðara
eftir að myrkrið var skollið á
og nú hafði hún að öllum líkind-
um enga möguleika til að ná í
Alan Chard eða Slater mála-
færslumann. Það lék engin vafi
á því, að Paul vissi að hún gerði
sér ljóst hvað hann ætlaðist fyr-
ir. Kannski beið hann núna
skammt frá dyrum hennar til
þess að fylgjast með hverri hreyf-
ingu hennar ...
Henni datt í hug bjallan á
arinnhillunni, sem notuð var til
að hringja á þjónustufólkið með,
og hún studdi á hana, lengi og
fast. En enginn kom. Allt var
kyrrt og þögult. Hafði honum ef
til vill hugkvæmzt að skera á
leiðslurnar? Eða átti Amy frí
í kvöld?
Þögnin fór að þvinga hana.
Það var eins og hún væri alein
í húsinu. Tíminn leið og hún
heyrði ekki einu sinni fótatak
eða daufa hljómlist frá útvarp-
inu. Hvað sem var — allt var
betra en þessi hræðilega bið.
Hún gekk aftur að dyrunum
og stóð þar og hlustaði meðan
hún reyndi að taka í sig hug-
rekki og opna hurðina. En þegar
hún hugsaði sér þann möguleika,
að þá stæði hún augliti til aug-
litis við Paul, gafst hún upp.
Hún læddist að glugganum og
reyndi að muna hvernig allt var
fyrir utan gluggann hennar. Hún
mundi, hve hissa hún hafði orð-
ið, þegar bröndótti kötturinn
VIKAN 14. tbl.
47