Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 50

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 50
HOMG KBK Heildsölubirgdir: Öfmí 11400 EGGERT KRISTJANSSON & CO HF vinna hjörtu þeirra og fjársjóði, þá verðum við að sætta okkur við svolítið hnjask. Láttu nú ekki svona. Vertu nú góði drengur- inn. Við skulum reyna að gleyma þessu. Julian var í rauninni fjárans sama um höfuðhöggið; það var ekkert við því að segja. Þó var einhvern veginn eins og hann langaði til þess að rífast við Mr. Pimm um eitthvað. En það var hann, hann gat alveg eins gefið þetta upp á bátinn; það var ekki hægt að vera reiður við Pimmsa, að minnsta kosti ekki meira en í eina eða tvær mínútur. Hann tók við vínglasinu af Eddie. — Svona, sagði Mr. Pimm. — Ef þú sérð hvernig Henri og rós- unum hans vegnar í dag, þá sérðu að þetta hefur allt verið vel þess virði. En nú skaltu flýta þér áður en Augustus Green eða tófan hún Peggy Browning sér okkur saman. Julian flýtti sér niður hæðina, ekki alls kostar ánægður með lífið. Hann kallaði í leigubíl og lét aka sér niður Qui St. Pierre, niður að veitingahúsinu þar sem allir þekktu hann. Vinur hans, þjónninn, kom að borðinu hans og sagði: — Ah, þetta var gam- an. Monsieur ætlar að vera hérna í svo sem klukkutíma og sötra einn smábolla, er það ekki? Julian gretti sig framan í hann og pantaði café fine. Hann kveikti sér í sígarettu. Hann var í eitthvað undarlega þungu skapi. Hvað átti hann að gera þennan bannsettan föstudag — það var mikið vandamál. Hann tók eftir því að bláa og hvíta skonnortan var farin úr skipalæginu. Það var þarna, sem hann áttí að vera, hugsaði hann, um borð í skonn- ortu á leið til Costa Brava eða Rapallo eða Mallorca, eða bara á leið eitthvað út í buskann. Hon- um varð hugsað til mannsins brúnleita og hinna þriggja. Hvert skyldu þeir vera farnir? Herman hafði látið binda skonnortuna við bryggju hjá St. Raphael. Stern og hinir tveir höfðust við í litlu húsi í hliðar- götu í Nice. Stern benti á fyrirsagnirnar í blaðinu og sagði: -—- Við erum búnir að fá samkeppni. Fabio, grannvaxni, ungi mað- urinn sagði: —- En þeir viðvan- ingar. Þarna kemur einhver ná- ungi að í bíl, þeir hlaupa strax í burtu. Stern sagði: — Þetta fyrirtæki er búið að kosta mig mikið og ég ætla mér að sjá hagnað af því. Við eigum enn 10 dága eftir. Kannski ættum við ekki að biða svona lengi. — Ég get sagt ykkur það að ég er enginn viðvaningur. Við hreyfum okkur ekki meðan það er tunglskin. Stern sneri sér að þriðja manninum. — Denzel, sagði hann, — hvað vitum við meira um Villa Florentina? — Það sem ég sagði þér. Engir lífverðir, bara þjónar og tveir bílstjórar. — Þú sagðir að annar væri nýr. — Hann heitir Soames eða eitthvað svoleiðis. — Hvaðan veiztu allt þetta? Denzel yppti öxlum. —- Flutn- ingamenn. Maður sem keyrir bíl frá þvottahúsi. Það er talað mik- ið um fólk eins og þau, og ég er búinn að veiða þetta upp úr mönnum út um hvippinn og hvappinn. Stern sagði, eins og hann væri að hugsa upphátt: — Ferreri-inn má ekki sjást á daginn. Við meg- qm aðeins nota hann á kvöldin og á nóttunni. En það er allt í lagi. Við getum leigt eins marga smábíla og við viljum, nýjan bíl á hverjum degi. Denzel sagði: — Til hvers? — Til þess að skerast í leik- inn, sagði Stern, — ef keppi- nautarnir reyna aftur. Eftir kvöldið í gær ætti Mam‘selle Mehaffey ekki að ferðast um án lífvarðar. Og frá deginum í dag hefur hún lífvörð, þótt hún viti það ekki sjálf. — Hver á það að vera? — Þú, Denzel. Fabio eða þú. Peggy ók hægt eftir Quai St. Pierre. Hún var að leita að bíla- stæði. Eftir svolitla leit tókst henni að finna stæði. Þegar hún var að stíga út úr bílnum, kom hún auga á Julian, þarna sem hann sat og horfði út á sjóinn. Þrna var hann þá, hugsaði hún. Þetta hefði hún átt að vita, hún hlaut að rekast á hann. Það var eitthvað raunalegt við hann, jafnvel þótt hann sneri við henni baki. Ekki svo að skilja að hún hefði nokkrar áhyggjur af því; hann var sennilega að bíða eftir þessari hálfnöktu, rauðhærðu selpugæru. Þetta var svo greini- legt: Maðurinn var að springa úr sjálfsánægju. Hún þekkti þessa manntegund. Þeir héldu að þeir þyrftu ekki annað en að lyfta augabrúninni og þá myndu konurnar falla í yfirlið. Og þetta atvik í gær, þegar hún hélt kjöt- sneiðinni upp að auganu á hon- um — nei, hann hafði ekki séð hana, það ætti að láta hann eiga sig. En þessi maður, sem hafði verið að angra hana niðri við ströndina, nú gæfist henni kannske tækifæri til þess að fá að vita meira um það. Ekki svo að skilja að hún færi nálægt Julian af nokkurri annarri ástæðu; það skyldi hann vita. Hún hikaði andartak, síðan gekk hún yfir að veitingahúsinu. Julian hafði verið niðursokk- inn í hugsanir sínar síðustu 10 mínúturnar, og þegar Peggy snerti öxl hans, brá honum svo, að hann stökk á fætur. — Jæja, sagði hann, — Peggy, ég átti ekki von á því að sjá þig. Hann bauð henni sæti. Peggy settist og sagði: — Ég vona að þú fáir eitthvað út úr frídeginum þínum. — Þakka þér fyrir, ég er í sæluvímu. Framhald í næsta blaði. 5Q — VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.