Vikan - 07.05.1964, Qupperneq 4
MSjelbourne
BEATLES
STRETCH
N YLO N
B UXU R
• SVARTAR
• BRONAR
• ÞRÖNGAR
• STERKAR
Melbourne karlmannabuxur fást í
Herradeild P & O
Austurstræti 14 — Laugavegi 95.
Einkaumboð:
VESTURÁ
Nú eru það sjónvarps-
stjörnur...
Kæri Póstur!
Við erum hérna 2 stelpur sem
langar mjög mikið til að fá ein-
hverjar upplýsingar um sjón-
varpsleikarinn Garry Locwood.
Okkur langar til að vita hvort
hann er giftur, hvað hann er
gamall og hvar hann býr?
Með fyrirfram þökk.
Tvær hrifnar.
------— Hér höfum við það. Ég
er í sjálfu sér ekkert á móti sjón-
varpi, en kemst ekki hjá því að
taka eftir því, að nú er svo að
segja aldrei spurt um dægurlaga-
söngvara eða kvikmyndaleikara
lengur. Nú er bara spurt um sjón-
varpsstjörnur, og skriftin á bréf-
unum er stórgerð og barnaleg.
En það er sama sagan með þetta
fólk: Við getum ekki gefið upp-
lýsingar um það. Þetta bréf flýt-
ur bara með sem sýnishorn um
sjónvarpsmenninguna.
Við brjótum þagnar-
heitið...
Kæra Vika!
Þú hefur oft gefið góð ráð
við allskonar vandamálum, þess
vegna leita ég til þín í vandræð-
um mínum. Ég veit að þú ert
engin upplýsingaþjónusta, en mig
langar til að spyrja þig, hvort
þú getir gefið mér upplýsingar
um Loftskeytaskólann, eða hvert
ég á að snúa mér í sambandi við
hann. Ég veit því miður ekki
hvað skólastjóri hans heitir ann-
ars hefði ég skrifað til hans. Ef
þú mögulega getur látið mér
þetta í té, bið ég þig vinsamlega
að svara mér sem fyrst í póstin-
um. Birta aðeins svarið. Með
kærri kveðju og fyrirfram þökk.
Ein með áhuga.
--------Yfirleitt látum við
svona bréf alveg eiga sig, því
flestum er í lófa lagið að komast
milliliðaliaust að því, hvar hinir
ýmsu skólar eru til húsa og skrifa
þá beint til þeirra, stílað á skóla-
stjóra, þótt bréfriturum sé ekki
kunnugt um viðkomandi nöfn.
En það spyrja svo margir um
Loftskeytaskólann, að við getum
ekki lengur þagað: Ilann er til
húsa að Sölvhólisgötu 11, og skóla-
stjóri hans er Sigurður Þorkels-
son, símaverkfræðingur.
Skammastín bara!...
Kæra Vika!
Ég er 187 cm á hæð og 84 kg
alstrípaður. Fjýrjr aðeihs einu
ári var ég um 90 kg á þyngd, og
mér finnst, að ég sé farinn að
léttast of mikið.
Og það er ekki nema von. Fyr-
ir rúmum tveimur árum kynnt-
ist ég stúlku, sem var einbirni.
Fyrir ári eignuðumst við svo
barn og giftum’ okkur og búum
nú í kjallaranum hjá foreldrum
hennar. Og það væri svo sem
allt í lagi, ef það væri ekki. En
ég og litli strákurinn, við erum
bara aðskotadýr í þessu sam-
félagi og það er eins og að við
eigum engan tilverurétt fram
yfir ísskápinn eða hrærivélina —•
sem ég er reyndar ekki búinn
að borga upp ennþá. Það er allt-
af: Gerðu þetta, gerðu hitt, gefðu
stráknum að éta, skiptu á hon-
um og þessháttar. En þó keyrði
út yfir í dag.
Ég kom heim í mat og fékk
ýsu. Ég er vanur að gefa strákn-
um meðan konan borðar, en í
þetta skipti var konan voða
elskuleg og sagðist skyldi gefa
stráknum að borða. Ég fór að
borða fiskinn og var ósköp
ánægður. Með honum fékk ég
soðin hrísgrjón en þau þykir mér
góð svo ég tók mikið. Þá kom
tengdamamma niður og fór að
tala um hvað konan mín væri
mögur og það væri ljótt af mér
að éta frá henni öll hrísgrjónin,
en hún yrði að gefa stráknum og
maturinn hennar yrði kaldur.
Svo kom hún niður með disk
handa konunni fullan af brauð-
súpu með rjóma og gef henni,
svo hún fitnaði svolítið. Hún fór
að skófla í sig grautinn en sagði
mér að ná mér í súrmjólk inni í
ísskáp og fá mér hana sjálfur.
Ég gerði það. Eins og og mér þyk-
ir brauðsúpa með rjóma góð. Ég
hellti súrmjólkinni á diskinn, en
þá fór strákurinn að rembast, og
konan sagði mér að ná í kopp
handa honum. Ég gerði það og
setti hann á koppinn. Svo fór ég
að éta súrmjólkina, meðan krakk-
inn sat á koppnum. En þegar
konan var búin með brauðsúpuna
og rjómann, sagðist hún ætla að
skreppa upp til mömmu og fá
sér kaffisopa og ég gæti skeint
krakkann. Hvað gat ég gert? Og
þegar matartíminn var búinn og
ég þurfti að fara, var ennþá eftir
Mjóstræti 6 — Sími 21555