Vikan - 07.05.1964, Qupperneq 9
Myndin sýnir Lágafellsbyggðina, sem innan skamms verður orðin að mynuarlegasta hverfi. Nýja byggðin, sem hér er sagt frá, mun
rísa hægra megin við veginn, þegar ekið er norður. Staðurinn er neðan við Lágafellstúnið, beint niður af íbúðarhúsinu, sem sést á
myndinni hægra megin við kirkjuna.
Borgin sfækkar og ný hverfi rfsa í Garðahreppi og
Nýtt
einbýlis
húsa
Nú heyrir brátt til undantekn-
inf um, að menn geti fengið bygg-
ingarlöðir á nesinu milli Elliða-
árósa og Kópavogs. Og þegar
þrjóta nes og láglendi, verður
leitað viðfanga þar sem víðátt-
urnar eru meiri og landið hærra.
Nóg sýnist það vera, undanfarið
í nágrenni Reykjavíkur.
hverfi
við
Láyafell
í fyrra kom stór skriður á ein-
býlishúsabyggingar í Garða-
■ hreppi og í ár verður líklega
byrjað að byggja í Arnamesi,
auk þess sem úthlutað verður
lóðum á talsvert stóru byggingar-
svæði á hæðunum nálægt Árbæ.
Sem ságt; sá tími er þegar kom-
inn að farið er að byggja á þeim
svæðum, sem fyrir skömmu voru
kölluð nágrenni bæjarins. Og þá
er augljóst, að byggðin þróast í
tvær áttir: Annars vegar suður-
úr og samanvið Hafnarfjörð en
hins vegar norður með Vestur-
landsvegi, allt uppí Mosfellsdal.
Vikan hefur komizt á snoðir
um það, að byggingafélag eitt í
Reykjavík hefur keypt allstóra
spildu norðanvert við túnið á
Lágafelli og verður þegar í vor
hafizt handa um framkvæmdir.
Þarna eiga að rísa einbýlishús
og verða sjö byggð til að byrja
með. Þau verða öll eins; teikn-
ingu hefur Kjartan Sveinsson
gert og útvegaði hann Vikunni
góðfúslega teikningu af þeirri
hústýpu, sem hann hefur hugs-
að sér að þarna verði byggð.
Lóðirnar eru óvenjulega stórar á
reykvískan mælikvarða; 1100
fermetrar og verulegt aðdráttar-
afl mun það einnig hafa. að hita-
veita er fyrirhuguð í þetta hverfi.
Byggingaraðstæður eru miög
hagstæðar þarna, fastur melur
undir. Hverfið verður á hægri
hönd við veginn, þegar ekið er
norður, ca. 200 metra frá veg-
inum. Útsýni er afburða fallegt
til Esjunnar og út um sundin, en
í suðvesfri breiðir Reykjavík úr
sér. Úlfarsfell girðir að vísu
nokkuð fyrir suðrið, en ekki
svo að það skerði sólargang í
skammdegi.
Húsin. sem þarna verða byggð,
verða að flatarmáli 136,12 fer-
metrar. og uppfvlla þau skilyrði
Húsnæðismálastjóranar um
stærð. Verður það að teljast vit-
urieg ákvörðun eins og ástandið
er í launamálunum, enda nægir
þessi stærð sem bezt fyrir flest-
allar fjölskyldur: Fjögur svefn-
herbergi, stofa og borðstofa sam-
tals 45 fermetrar, rúmgott eld-
hús með borðkrók og þvottahús
með inngangi úr anddyri og bak-
dyrainngangi að auki. Með
hverju húsi verður og bílskúr.
Þetta hverfi er aðeins byrjun-
in á mikilli byggð við Lágafell,
sem síðan á eftir að renna sam-
an við meginbyggð borgarinnar.
I sambandi við þessi nýju hverfi
í nágrenni bæjarins er fróðlegt
að íhuga þá breytingu, sem orð-
ið hefur á viðhorfum fólks til
þess að eiga heima nokkra kíló-
metra frá miðborginni. Það eru
ekki mörg ár síðan fólki óaði
við að eiga heima inni í Laugar-
nesi hvað þá Kleppsholti. En
eftir því sem Reykjavík fær á
sig fleiri einkenni stórborgar,
breytast skoðanir fólks á þess-
um hlutum. Það kemur líka til
greina, að allflestir eiga nú orð-
ið bíl og það breytir hreint ekki
svo litlu. Hvaða máli skipta fimm
kílómetrar til eða frá, þegar
maður hefur bíl?
Annað atriði í stórborgarþró-
un segir líka til sín: Áður vildu
menn búa þar sem aðeins væri
fimm mínútna gangur niður í
Austurstræti, en þar fyrir utan
vildu þeir eiga sumarbústað til
að hverfa til í tvo eða þrjá mán-
uði á sumri hverju. Nú er hins
vegar svo komið, að það land
wim
g — VIKAN 19. tbl.
við Lágafell, þar sem áður var Kallað langt uppl I svelt
er ekki lengur á boðstólum, sem
freistar manna til sumarbústaða-
bygginga að minnsta kosti hvergi
í nágrenni Reykjavíkur. Þá gera
menn það sama og gert er í nánd
við allar stórborgir heims. Þeir
byggja gott einbýlishús í frið-
sælu hverfi spölkorn utan við
borgina og láta það gegna hlut-
verki íbúðarhúss og sumarbú-
staðar í senn. Venjulega gera
menn þetta með því skilyrði, að
þeir fái rúmgóða lóð og þurfi
ekki að búa svo sem seilingar-
lengd frá næsta nágranna. Því
miður hefur þessu skilyrði ekki
verið fullnægt hingað til og þess
vegna hafa einbýlishúsabygging-
ar ekki freistað manna eins og
annars hefði verið. Samt virðist
vera að fæðast einhver skilning-
ur á þessu og nýja íbúðahverfið
við Lágafell er það fyrsta sem
bendir til þess.
Þeim sem eitt sinn blöskraði
að búa inni í Laugarnesi, finnst
nú mjög sjálfsagt og eðlilegt að
byggja og búa suður í Garða-
hreppi. Sama verður sjálfsagt
uppi á teningnum með Lágafells-
byggðina; þangað er aðeins tíu
mínútna akstur frá Elliðaám, en
munurinn er sá, að vegurinn er
oftast mun betri og greiðfærari
en Hafnarfjarðarvegurinn.
WUR
Þannlg verður grunnllötur húsanna:
timimv
VIKAN 19. tbl. — 0