Vikan - 07.05.1964, Qupperneq 12
SMÁSAGA
EFTIR
PATFRANK
Þetta var þriðja nóttin
í röð, sem Judy Quale
vaknaði við martröð eigin-
manns síns. Hann bylti sér
til, skalf og nötraði og
tautaði eitthvað á kín-
versku, ellegar kóreönsku.
Svo rétti hann allt í einu
út höndina og Judy fékk
svo harðan skell á lærið,
að henni þótti öruggara að
færa sig fjær honum í
rekjunni. Loks fór hann að
tauta á ensku og bar svo
ótt á, að hún gat ekki
greint nema setningabrot á
stangli: „Tímaspurning
fyrst og fremst . . . þeir
hafa ekki nóg hráefni í
Sinkiang . . . bölvað fyrir
okkur, en þó ekki eins og
Han heldur . . . þetta var
tilraun í Gobieeyðimörk-
inni . . . ef Melaniu tekzt
. . . Melania, Melania, að-
eins í eitt skipti enn, Mell-
ania . . . þeim duga sex
. . . útreikningur þeirra
stenzt . . .“
Hver vöðvi í líkama hans
var harðspenntur, eins og
hann vildi slíta af sér viðj-
ar. Hún tók skelfd í öxl
honum og reyndi að hrista
hann til og smárn saman
komst hann til vökuvitund-
ar eins og undanfarnar næt-
ur; loks settist hann upp,
barmur hans bifaðist af
mæði og svitadropar stóðu
á enni hans. Hann opnaði
augun, varp þungt öndinni,
slakaði á. Martröð enn einu
sinni“, sagði hann.
„Ég held það svari því.
Þú barðir mig í lærið“.
„Mér þykir fyrir þessu,
vina mín“, sagði hann.
„Klukkan er orðin fimm.
Ég gerði réttast að fara á
fætur“.
„Vitleysa. Þú þarfnast
svefns eins og aðrir menn.
Og þú heldur það ekki út
til lengdar að sofa ekki
nema fjórar stundir á sól-
arhring, eins og þú hefur
gert síðastliðna viku“.
„Ég verð að vera kominn
í skrifstofuna í tæka tíð
til að fylgjast með því,
sem kann að hafa borizt í
nótt, og hafa lokið þeirri
búningi framkvæmda, geti
þær upplýsingar valdið
dauða annarra. Segðu fyrst
og fremst það, sem þeir
þegar vita, eða geta getið
sér til, og sem minnst fram
yfir það“.
„Mig hefur eflaust verið
að dreyma þessa fyrstu
kjarnorkutilraun Kín-
verja“, sagði hann.
„Ég hef séð þess getið í
blaðafréttum, að Kínverj-
ar ynnu að því að gera
kjarnorkusprengju, en ég
hef ekki séð neitt minnzt
á neinar tilraunir“.
„Þeir hafa ekki tilkynnt
neitt um hana, og við ekki
heldur, en hún hefur þeg-
ar verið gerð. Fyrir fimm
mánuðum síðan inni í
Gobieeyðimörkinni, í lofti.
Fyrst héldum við að Rúss-
ar væru að gera leynitil-
raun með gagnskeyti í eld-
flaugastöðvum sínum í
grennd við Aralvatn.
Seinna komumst við að
raun um að það höfðu ver-
ir þeir kínversku. Ertu nú
morgunverðinn í rúmið,
egg og steikt flesk, brauð-
súpu og kaffi. Hvemig lízt
þér á það?“
„Það verður yndislegt.
En þessa stundina er það
einungis kaffið, sem mig
langar í“.
Hann bar henni kaffið
og þegar hún hafði bragð-
að á því, sagði hún kæru-
leysislega, eins og fyrir
hendingu: „Segðu mér eitt,
vinur minn — hver er Mel-
anía?“
Hann kipptist við svo
hart, að kaffið skvettist úr
bollanum, út á undirskál-
ina. .
„Gættu að bollanum.
Segðu mér einungis eins og
er. Fallegt kvenmannsnafn,
Melania“.
athugun klukkan tíu“.
„Það vildi ég, Cal, að þú
gleymdir skrifstofunni, þó
ekki væri nema andartak,
og gæfir þér tíma tili að
vera maður. Ég vildi óska
að við værum komin aftur
heim til Kaliforníu; þú
brast það þó ekki svona
utan á þér þar, að þú værir
vofa“.
Calvin Quale dr. phil.,
var yfirmaður sérstakrar
deildar, kínversku skrifstof-
unnar, í aðalstöðvum upp-
lýsingaþjónustunnar; það
var mikilvæg og vandasöm
staða, sem hann var öllum
betur fallinn til að gegna.
En bæði í Washington og
annarstaðar ganga starfs-
menn upplýsingaþjónust-
unnar, það er að segja ef
vitað er að þeir séu starfs-
menn hennar undir nafn-
inu „vofur“, og hann spurði
ósköp blátt áfram: „Getum
við, vofumar, þá ekki verið
eins og venjulegir menn?“
„Ég er ekki svo viss um
það. Undanfarnar vikur
hefurðu alls ekki verið
eins og venjulegur maður,
að minnsta kosti ekki eins
og venjulegur eiginmaður.
Þú hefur komið fram við
mig eins og ég væri raf-
eindaknúin gervimatselja,
sem einnig mætti stilla
þannig, að hún ræsti hí-
býlin“.
„Ég veit að ég hef van-
rækt þig herfilega að und-
anförnu; það hlýtur allt að
breytast áður en langt um
líður og þá færi ég þér
Og allt í einu varð hon-
um ljóst uppnám hennar,
gremja og áhyggjur. Það
verður alltaf spurning hve
mikið maður getur sagt
konu sinni þegar þannig
stendur á. „Það vill svo
til“, sagði Cal, „Melania er
dulmálsheiti á leynifram-
kvæmdum, sem þú getur
ekki fengið að vita um nán-
ar ‘. Þetta var satt, svo
langt sem það náði, en ekki
allur sannleikurinn að vísu.
„Segðu mér annað, Cal
— þegar talað er um kjarn-
orkuvopn, er þá ekki átt
við sprengjur?“
„Kjarnorkuvopn geta
bæði verið venjuliegar
kjarnorkusprengjur og
vetnissprengjur kjarna-
oddar á eldflaugum, jarð-
sprengjur, kjarnatundur-
skeyti, djúpsprengjur, jafn-
vel kjarnasprengikúlur.
Hvers vegna spyrðu?“
„Hvað um þessar kjarn-
orkusprengjur í Shang-
hai?“
„Judy — hvað á maður
að gera við þig?“
Hann minntist ráðlegg-
inga gráhærða leyniþjón-
ustuforingjans í Seous: „Ef
þeir taka þig til fanga,
skaltu segja þeim eins og
nægir til þess að þú verð-
ir ekki beittur pyndingum,
því að ef þessir fantar fara
að pynta þig, getur hæg-
lega farið svo að þú segir
allt sem þú veizt, og gildir
einu hve staðfastan þú
heldur þig. Skýrðu aldrei
frá áætlunum eða undir-
ánægð?“
„Fullkomlega".
„Þú gætir þess að minn-
ast ekki á þetta við neinn“,
sagði hann hróðugur yfir
því, að hún skyldi ekki
spyrja hann nánar um
hvað væri að gerast í
Shanghai.
í steypibaðinu gafst hon-
um ákjósanlegt tóm til
hugleiðinga. Maður getur
jafnvel talað við sjálfan
sig í steypibaði, án þess
að þurfa nokkuð að óttast.
Honum varð hugsað um
Melaníu, sem hét þó ekki
því nafni, heldur var það
dulmálsheiti, sem notað
var í deildinni um starf
hennar. Mai Sinling hét
hún réttu nafni, og þa®
voru ekki nema fimm
Bandaríkjamenn, sem vissu
hvaða starfa hún hafði
með höndum. Upplýsingar
hennar voru geymdar í
tveim stálskápum, og var
öðrum komið fyrir í neðan-
jarðarhvelfingu undir hin-
um nýju aðalstöðvum upp-
lýsingaþjónustunnar í Virg-
12
VIKAN 19. tbl.