Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 16

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 16
JQ — VIKAN 19. tbl. Blacklock er nýorð- inn skipstjóri á 25.000 lesta farþegaskipinu „Góðvon“, sem á að leggja af stað frá Liv- erpool eftir klukku- tíma, og það er mjög áríðandi að sú áætl- un haldist, og Black- lock vill allt til þess vinna, ekki sízt vegna þess að for- seti skipafélagsins, Caldarstone lávarður er farþegi um borð. En grunur leikur á að brytarnir um borð muni gera verk- fall og einn þeirra, Swann, fór í óleyfi í land til að ræða við formann samtaka þeirra, McTeague. Áhafnarstjóri skips- ins, Martin, er gamall keppinautur Blacklocks, og grunt er á því góða milli þeirra. BLacklock skipstjóri skipar hon- um að gefa Swann viðvörun, þegar hann kemur aftur um borð. Calderstone lávarður kemur í heimsókn til skip- stjóra í íbúð hans um borð, og fær þar upplýsingar um verkfallshættuna hjá skip- stjóra og trúnaðarmanni brytanna, Tom Itenshaw. Að því loknu kemur Mart- in áhafnarstjóri inn og til- kynnir að Swann hafi kom- ið um borð, og hann hafi lækkað hann í stöðu, — gert hann að bryta hjá undirmönnum. Calderstone lávarður rauf þögnina. „Hvernig brást Swann við því?“ spurði hann. „Hann tók sér það ákaf- lega nærri“, svaraði Mart- in, og kenndi einskonar feginleika í röddinni. „Þeg- ar ég sá viðbrögð hans, þá sá ég ekki eftir því, að ég hafði . . . hafði fylgt skip- unum skipstjórans út í æs- ar. Fyrst hélt hann því fram, að ég hefði ekki vald til að breyta þannig við hann; því næst lýsti hann yfir því, að hann mundi hafa skipanir mínar að engu. Loks sagði hann eitt- hvað á þá leið, að „þessu væri ekki lokið“. Mér býð- ur svo í grun, herra, að hann hafi kallað félaga sína saman til mótmæla- fundar“. Skipstjóra brá við. „Þakka yður fyrir. Þetta nægir í bili“, sagði hann. Þegar Martin var farinn, lét Calderstone lávarður móðann mása, en Black- lock skipstjóri veitti orð- um hans litla athygli, svo reiður var hann, Martin hefði varla getað farið aðra leið öruggari til að hleypa öllu í bál og brand. Og þar að auki hafði honum tekizt að láta það líta þann- ig út, að hann hefði ein- göngu framkvæmt boð skipstjórans, sem af ein- hverri heimskulegri þrá- kelni hefði bitið sig í það, að ströngustu refsiákvæð- um skyldi fylgt út í æsar, hvað sem það kostaði. Með öðrum orðum — málinu hafði verið hleypt í strand eins rækilega og hugsazt gat, á allra síðustu stundu. Calderstone lávarði var litið á úrið sitt. „Við höf- um ekki nema rúmlega klukkustund til stefnu“, sagði hann. „Við megum ekki bíða eftir því að Swann og hans fylgjarar ákveði hvort að þeir eigi að gera alvöru úr þeirri hótun sinni að ganga í land, eða ekki. Við verðum taf- arlaust að taka frumkvæð- ið . . .“ Hann leit á Black- lock skipstjóra. Afskiptasemi og eftir- rekstur, hugsaði Blacklock skipstjóri með sér, ég er búnin að fá meir en nóg af þessum sífelldu afskiptum og eftirrekstri . . . „Ég held, að úr því sem komið er, sé það fyllilega réttlætanlegt, að við . . .“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.