Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 07.05.1964, Qupperneq 23

Vikan - 07.05.1964, Qupperneq 23
það ennþá næstum því ómögu- legt að hugsa sér, að nokkur, nokkur, gæti verið svona au- virðilegur. Að þ'iggja leiðsögn mína, að láta taka sig í hina hamingjusömu fjölskyldu okkar, og ræna síðan Annabelle eins og ekkert hefði í skorizt. Henri barði hnefunum í stól- arminn. — í gær, á snekkjunni, sagði hann. — Og alla síðustu viku. Það er — það er — það getur ekki verið. — Og það eru bara peningarn- ir, sannaðu til. Það er það sví- virðilegasta við það. Julian hef- ur hlaupizt á brott með aumingja stúlkunni bara vegna peninganna hennra. Og það voru einmitt þau örlög sem ég var að reyna að forða henni frá, Henri, með því að láta hana giftast þér. Nú skil- irðu ef til vill, hvað ég á við, þegar ég er að reyna að segja þér frá hættum og gildrum sem verða á vegi auðugrar stúlku. — En að stelast á brott með honum að næturlagi. Henri stóð á fætur. —• Ég vildi bara að Soames væri hér núna, sagði hann öskureiður. — Ég myndi rífa hann í tætlur. — Bölvaður þorparinn. Að hugsa sér að slíkt gæti gerzt. Og engan gat grunað, hvað hann ætlaðist fyrir. En sú kænska, —• Ég sá ekki betur, sagði Mr. Pimm. — Hræðilegt, hræðilegt. Henri leit á klukkuna. — Vent- iniglia, sagði hann. Kannski kemst ég þangað nógu snemma. — Það kemur ekki til mála, sagði Mr. Pimm, — það er óhugsandi. Við verðum að horf- ast í augu við staðreyndirnar, þótt sárgrætilegt sé. Til fjandans með allar stað- reyndir. Ég vil hafa hendur í hári Soames. — Það er svo sem gott og blessað, sagði Mr. Pimm, — en við náum ekki Annabelle með slagsmálum einum saman. •—- Jæja þá, ef við getum ekk- ert við þessu gert, hvað í fjand- anum eigum við þá að gera? Mr. Pimm gaut augunum til Henri. Hann stóð hugsi í nokkr- ar mínútur með hönd undir kinn. Síðan leit hann aftur á Henri og sagði í uppgjafartón: — Við verðum að sætta okkur við þetta, kæri vinur, annað er ekki hægt að gera. Og við verðum að vona, Annabelle vegna, að þetta bless- ist nokkurn veginn. Hver veit, sagði hann, eins og hann væri að jafna sig, kannski borgar hún skuldir Julians fyrir okkur, Henri. Jæja þá. Hann virtist þess kominn að ég kynnist henni. Þetta er indælis kona, býr á Crillon. Ég er viss um að hún er þér mjög að skapi. Henri sagði: Augnablik. Ég kom hingað í dag til þess að segja þér . . . — Hún á eftir að heilla þig, Henri, sagði Mr. Pimm, eins og Henri hefði aldrei opnað munn- inn. — Hún missti manninn sinn, veslingurinn, fyrir eitthvað sex eða sjö mánuðum — og hann eftirlét henni myndarlega fulgu. — Heyrðu mig nú, Mr. Pimm, ef þú heldur — en Mr. Pimm var greinilega orðinn eitthvað heyrnardaufur. — Eddie, sittu ekki þarna í horninu eins og steinn, sagði hann. •— Upp með þig. Glas af beau jolais handa Danielle, Henri og mér. Og einn dropa handa sjálfum þér og Carlo. En bara einn dropa, mundu það. Bréfið frá Annabelle kom síð- ar um daginn, og Matilda sýndi Mr. Pimm það. Það hafði verið póstlagt í Ventiniglia einhvern tíma kvöldið áður, og í því stóð: hann, — ég veit sannarlega ekki hvað ég á að segja. Matilda frænka sagði: — Ég get ekki fyrirgefið Annabelle að vera svona undirförul. Ég skil hana ekki; þetta er svo ólíkt henni. Og hvað Soames snertir, að hann skuli dirfast . . . — Já, þvílíkur endemis þorp- araskapur. Ég veit varla hvernig ég á að horfast í augu við yður. Það var ég sem mælti með hon- um, ef þér munið það. ViS létum öll líl'ekkjast. — Ég lét sannarlega blekkjast. Og þér sem gerðuð allt sem í yðar valdi stóð til þess að hleypa ekki neinum þorpurum inn fyr- ir þessar dyr, og svo reyndist hann einmitt versti þorparinn. — Og hvað Henri snertir, þá vissi ég hreint ekki hvað ég átti að segja við hann. •—- Ég vona að hann hafi ekki aukið áhyggjur yðar. •— Hann kom mjög vel fram, sagði Matilda frænka og lagði frá sér bréfið frá Annabelle. — NOGHR.PIMM hrópaði Mr. Pimm, — og við sem höfðum verið hreinskilnir og sannir í öllum okkar gerðum. En sá þorparaskapur. — Ég skal sýna honum hvað þorparaskapur er, sagði Henri. — Hann hlýtur að hafa dáleitt hana. — Ó, veslings Annabelle. — Hvers vegna var hún þá að eltast við mig, sagði Henri, ef hún ætlaði sér alltaf að hlaup- azt á brott með þessum bölvuð- um þorpara? — Greinilega til þess að blekkja okkur. Já, ég sé það allt fyrir mér. Hún var kúguð af þessum svikara, og hann hefur sagt henni að daðra við þig, svo að okkur myndi ekki gruna neitt. En sú óskammfeilni, Henri, þetta er allt saman rotið. Og allir pen- ingarnir, hann fær þá alla. Ó, veslings Annabelle. — Bölvuð svikarottan! hreytti Henri út úr sér. — Hann lét jafn- vel í það skína, að hann væri skotinn í Peggy Browning. ákveðinn. — Þú áttir að fara til Villa Florentina í dag, er það ekki? —• Jú, en ég get ekki hugsað mér að standa frammi fyrir Miss Matilda, ekki eftir þetta. — Þú verður, kæri vinur, þú verður. Ég þarf að heimsækja hana í dag; hún bað mig fyrir alla muni að bregðast sér ekki. Og ef ég get gert það, Henri, þá getur þú það. Þú ert auðvitað þrumu lostinn yfir fréttunum. — En hvað svo? — Ja, ég held það væri rétt að það sé hlé í svo sem eina eða tvær vikur. Það er víst bezt að ég þurfi að fara til Parísar. Ég er að hugsa um að fara kannski ann- að kvöld. Hann gaut augunum til Henri. — Ég hefi haft augastað á frú Bettina Bosworth, kæri vinur. Ég hefi áhyggjur af henni, hún er í mjög slæmum félags- skap, og ég held að tími sé íil Kæra Matilda frænka! Ég vona að þú sért húin að fá skeytið frá mér, svo að þú hafir ekki áhyggjur af mér. Ég býst við að þetta hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, en við Julian ætlum að láta gifta okkur í lítilli kirkju uppi á hæðunum í fyrramálið. Þú verður að fyr- irgefa hvað þetta kom allt í einu, og mér finnst þetta leiðin- legt með Henri, ég veit að þú verður fyrir vonbrigðum. Ég skrifa þér lengra bréf bráðum, og þá skal ég segja þér allt af létta. Ég sé ykkur aftur innan skamms, ég er miður mín af ham- ingju. Ástarkveðjur, Annabelle. Mr. Pimm lagði frá sér bréfið. — Kæra Miss Matilda, sagði Hann sagðist ekki geta gert ann- að en að yppta öxlum og reyna að koma ekki fram eins og kjáni. Hann var aðeins hérna í eina mínútu eða svo. Þegar ég bað hann um að vera, talaði hann um einhvern bar, og ég get ekki sagt að ég lái honum það. Mr. Pimm kinkaði kolli alvar- legur í bragði og sagði nei, það væri sannarlega ekki hægt að lá aumingja piltinum það, og um leið vonaði hann að Henri kæmi ekki til Villa Marguerite öskr- andi af bræði, eins og hans var von og vísa. Stuttu síðar fóru þau út og settust undir sólhlífun- um úti á grasflötinni, og Mr. Framhald á bls. 50. VIKAN 19. tW. — 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.