Vikan - 07.05.1964, Page 33
sönn“, svaraði Swann.
„Eigið þér við að yfirbrytinn
fari með ósatt mál?“
„Ég á við það, að hann lítur
á þetta frá sínu sjónarmiði“.
„Það hendir okkur alla“, sagði
skipstjóri. „Hvað hafið þér við
hans sjónarmið að athuga?“
„Hann leggur mig í einelti.
Lætur mig aldrei í friði. Og það
er ekki ég einn, sem hann kem-
ur þannig fram við. Hann situr
um okkur alla“.
„Það þykir mér gott að heyra“,
svaraði skipstjóri. „Hann heldur
þá uppi aga. Það er hans starf.
Hvað annað?“
„Hann þarf ekki stöðugt að
hafa í hótunum, eða hella yfir
okkur svívirðingum", mælti
Swann stillilega. „í dag kallaði
hann mig til dæmis helvízkan
vandræðagemling".
Skipstjórinn leit á hann. „Það
getur komið fyrir okkur alla að
missa taumhald á tungunni. Eruð
þér helvízkur vandræðagemling-
ur?“
„Vitanlega ekki“.
„Þarna sjáið þér. Það hefur
ekki orðið að áhrínsorðum",
sagði skipstjóri. Svo breytti hann
allt í einu um róm. „Segið okkur
þá eitthvað af þessum mótmæla-
fundi“.
Um leið og skipstjóri breytti
þannig um málróm, kannski varð
röddin hranalegri, en hann hafði
ætlast til þá var eins og and-
rúmsloft þarna inni breyttist ger-
samlega. Swann gerðist við öllu
búinn, uppgerðar kæruleysi hans
breyttist í vökula varúð og tor-
tryggni. Jafnvel Calderstone lá-
varður, sem stóð út við kýraugað
og reykti vindil sinn, virtist
verða þess var — eins og þegar
hlutlaus áhorfandi finnur það
á sér, að nú fer eitthvað að ger-
ast, sem vert er að veita athygli.
Þegar Swann svaraði ekki þeg-
ar í stað, mælti skipstjóri og kvað
fast að: „Þér heyrðuð hvers ég
spurði. Hverju svarið þér? Þér
sátuð á fundi, þegar yfirbrytinn
kom að sækja yður“.
„Við vorum á fundi“, svaraði
Swann. „Mótmælafundi".
„Gegn hverju?"
Swann gerðist nú einnig stutt-
ur í spuna. „Ég hef rétt til að
halda mótmælafund, ef mér býð-
ur svo við að horfa. Það stend-
ur ekki stafur um það í reglu-
gerðunum . . .“
„Það er öldungis rétt“, greip
skipstjóri fram í fyrir honum.
„Þó að það sé kannski ekki sem
heppilegast að boða til slíkra
fundarhalda, þegar skipið er í
þann veginn að leggja úr höfn,
og þjónum og brytum ber að
beina allri sinni athygli að þörf-
um farþeganna. En hvað um það;
það var ekki þess vegna, að ég
spurði. Ilvað var það, sem þið
vilduð mótmæla?"
Swann yppti öxlum. „Það er
ýmislegt, sem við erum óánægð-
ir með. Og við álítum réttast að
fá það leiðrétt áður en látið væri
úr höfn“.
„Hvað er það, sem þið eruð
óánægðir með?“
Swann leit þangað, sem Bryce
stóð. „Hann, til dæmis“.
„Þér eigið við yfirbrytann“,
sagði skipstjórinn svo hátt og
hörkulega, að öllum brá.
„Já, herra skipstjóri", svaraði
Swann ósjálfrátt.
„Ég tek eftir því nú, að þér
hafið ekki ávarpað mig sem skip-
stjóra síðan þetta samtal hófst.
En fyrst þér eruð einu sinni byrj-
aður á því, skuluð þér halda því
áfram“.
„Já, herra skipstjóri".
„Og þegar þér minnizt á yfir-
brytann, skuluð þér kalla hann
herra Bryce“.
„Já, herra skipstjóri“.
„Gott. Þá skuluð þér skýra
nánar frá þeim atriðum, sem þið
eruð einkum óánægðir með“.
Swann lét ekki segja sér það
tvisvar, en tók að þylja af slíkri
mælsku, að skipstjóranum bauð
í grun, að þessi fundur mundi
ekki bera tilætlaðan árangur.
Tíminn leið, rann bókstaflega út
úr höndunum á þeim og Swann
þuldi, eins og hann væri að rifja
upp ræðu, sem hann hefði annað-
hvort haldið sjálfur, eða heyrt
annan flytja, ekki alls fyrir
löngu. Það var fyrst og fremst
Bryce yfirbryti, þeir voru allir
óánægðir með hann, vinnutíminn
of langur, aðstaða til tómstunda-
gamans bág — hart að þeir
skyldu ekki hafa óhindraðan að-
gang að sundlaugum skipsins,
þegar þeir voru ekki á vakt —
og loks sátu þeir, sem eldri voru
í starfinu, að þeim farþegunum,
sem rausnarlegastir voru á
drykkjupeninga. Og það var
margt annað. Undir lokin hækk-
aði Swann röddina: „Við krefj-
umst fullra mannréttinda; að
réttur okkar sé skýlaust viður-
kenndur, og hinn fjölmenni mót-
mælafundur, sem . . .“ En þá var
eins og hann rankaði allt í einu
við sér. „Já, sem sagt — það var
þetta, sem við vorum að ræða“,
mælti hann lægra.
„Hver elur á þessari óánægju
með ykkur?“ spurði skipstjór-
in umsvifalaust.
„Enginn", svaraði Swann.
„Þetta eru okkar kröfur, og við
stöndum allir að þeim. Að
minnsta kosti þeir yngri“.
„Hvers vegna hafið þið ekki
snúið ykkur til stéttarsamtak-
anna?“
„Við höfum gert það, en þeir
þar sýnast þurfa öðru að sinna,
svo að okkur kom saman um að
taka málið í okkar hendur“.
„Og það voru þessar kröfur,
sem þið rædduð á fundinum?"
„Sumpart, já og sumpart refsi-
aðgerðir áhafnarstjórans gagn-
vart mér“, svaraði Swann.
„En þér höfðuð brotið af yður?“
„Það er þeirra sjónarmið, hans
og yfirbrytans. En það er ekki
GOTT KRYDD, NOTAÐ A RETTAN
HATT, GERIR ALLAN MAT AÐ
HÁTÍÐAMAT. VEITIÐ YÐUR ÞA
ÁNÆGJU AÐ BORÐA ÆTIÐ
BRAGÐGÓÐAN MAT,
HVORT SEM RÉTTURINN
ER DÝR EÐA ODÝR.
NOTIÐ LILLU KRYDD ::
I ALLAN
MAT.
LILLU
KRYDD
ER ÁVALIT
BEZT
TEGUNDIR
EFNAGERD reykjavikur h.f.
VXKAJí U. tfeL- 33