Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 40
HREINLÆTISTÆKI HVÍT OG LITUÐ J. Þorláksson & NorÖmann h.í. Bankastrœti 11 — Skúlagötu 30 að segja við skipshlið. Ég get ímyndað mér að dval- argestir kjósi að eyða tímanum makindalega og láta fara vel um sig. Þeir taka stöngina sína og kasta þegar þeir eru i skapi til þess. Það geta þeir gert út um herbergisdyrnar hjá sér eða af dekki skipsins. Það verður sól- baðsdekk á skipinu og svo ætl- um við að hafa bæði róðrar- báta og báta með utanborðs- mótorum fyrir iþá sem vilja bregða sér frá eða verða sér úti um tilbreytingu. Við látum skip- ið lóna um vatnið eftir þvi sem gestirnir óska, við getuni lagt að landi hvenær sem einhver óskar þess eða komið honum i land á báti. Umhverfið er mjög skemmtilegt fyrir göngufcrðir og við búumst við því, að gestirnir vilji bregða sér í land til þess að ganga um og skoða til dæmis Gullborgarhelli, sem er þar skannnt frá. En umfram allt verður þarna friður og ró, eng- inn ærandi þys eða slítandi hraði. Vínneysla verður látin af- skiptalaus meðan hún veldur engum óþægindum. Innifalið í verðinu er morgun- verður, heitir og kaldir smárétt- ir og talsvert íblurðarmikil ikvölldmáltíð. Aðrar veitingar svo sem kaffi og brauð eða öl geta gestir keypt í skipinu ef iþeir óska þess. Ég hef hugsað mér að þessi kvöldmáltíð skipi veglegan sess í prógramminu. Stundum hef ég fundið það þegar maður kemur af veiðum eða af göngu, hvað það hefði verið notalegt að geta sezt að verulega góðri, heitri máltíð. Þannig verður það þarna. Eftir að gestirnir eru búnir að sýsla við veiðar, reiðmennsku eða göngur um daginn, þá býður þeirra um borð í skipinu marg- réttuð, heit máltið. Fyllsta öryggis verður að sjálf- sögðu gætt og skipið verður alltaf látið liggja upp við land að næturlagi. Það ristir nægilega djúpt til þess að enginn velting- ur verður enda þótt ahla sé á vatninu. Eftir miðnætti er gert ráð fyrir því að allt verði hljótt svo framarlega sem einhver ósk- ar þess, og við höfum hugsað okkur að hafa hljótt frá 1—2 eft- ir hádegið. Þá vilja sumir ef til vill leggja sig. Ég hefi trú á því, sagði Ingólfur að lokuni, að allt þetta ásamt góðu starfsfólki geti skapað notalegt andrúms- loft í þessu nýstárlega hóteli. f FULLRI ALVÖRU Framhald af bls. 2. af hinu ótrúlegasta hugviti pynd- aður þangað til hann „játaði“. Menn voru raunar brenndir hvort sem var, en mannúð kirkj- unnar birtist í því, að þeir sem játuðu voru fyrir sérstaka náð kyrktir áður en kveikt var í bál- kestinum. Enginn var öruggur á þessum timum trúvillinga- dómsins og sjálfur páfinn hrós- aði sér af því, að nú gætu börn- in ekki verið örugg fyrir for- eldrum sínum og foreldrar vissu sig ekki örugga fyrir börnum sínum. Að skrifa bækur sem gagnrýndu þetta, var að sjálf- sögðu það sama og ganga beint á bálköstinn. Að leyfa sér að hafa persónulega skoðun og koma henni á framfæri í rituðu máli var lika dauðadómur. Hinsvegar voru á þessum tima örfáir menn norður á lijara ver- aldar með fjöðurstafi og skinn. Páfinn og befalingsmenn lians vissu lítið, hvað þar fór fram, utan endimarka hins byggilega heims. Þess vegna fengu menn að vaða upjai með persónulegar skoðanir á þessu eylandi og skrifa um það sem hugurinn girntist. Ef þessir sömu menn hefðu átt heima á Spáni, Frakklandi, ftalíu eða Þýzkalandi, liefðu þeir vafalítið fengið þau örlög að missa lífið á bálköstum trú- villingadómsins og bókum þeirra hefði verið brennt með þeim. Ekki vegna þess að þeir væru að skrifa á móti páfanum og hinu hrollvekjandi kerfi hans. Ein- ungis vegna þess að þeir dirfð- ust að skrifa um það, sem hug- ur þeirra stóð til. Halldór líkti skoðanakúgun nazismans og kommúnismans (undir Stalín) við kúgun kirkju- valdsins á timum trúvillinga- dómsins, en það er önnur saga. En þctta atriði úr ræðu hans, þar sem liann ræðir samtíð höf- unda íslendingasagnanna, mætti verða til frekari hugleiðinga um það, að bæði þá og stundum síð- ar hefur ísland notið þess fremur en goldið að vera afskekkt. GS. SÉRA ÁRELÍUS Framhald af hls. 15. vitað útilokað, —- ég sá það bezt núna fyrir nokkru síðan, þegar hringt var heim til mín. Konan mín svaraði í símann, og sagði að ég væri ekki heima, sem satt var, því ég var einmitt á fundi þá um kvöldið. Ég kom heim um hálftíma síðar, en vissi ekki hver hafði hringt, svo ekkert var hægt að gera í því. Síðar um kvöldið var ég svo beðinn um að koma í heimsókn til sjúklings á sjúkra- húsi, sem ég gerði. Þá kom í ljós að þetta var sama konan, sem hringdi til mín fyrr um kvöldið. Hún hafði þá verið heima hjá sér, og reyndi að hafa samband við mig, því að hún átti í mikl- um erfiðleikum. Þegar hún náði ekki sambandi við mig, tók hún þann kostinn að taka inn ein- hverja ólyfjan, sem hefði orð- _ VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.