Vikan


Vikan - 07.05.1964, Síða 47

Vikan - 07.05.1964, Síða 47
Tízknverzliiiiin GUDRUN RAUÐARÁRSTÍG 1 „Hvort sem Rússar gera tafar- lausa árás á Bandaríkin, þegar Amoy hefur verið eydd, eða þeir bregðast ekki strax við, líða ekki nema tvær klukkustundir frá því þangað til Manilla og Taipeh hafa verið lagðar í rústir. Þá mundum við standa andspænis hræðilegri ákvörðun. Værum við þá með öllu grunlausir, mundum við álíta að þetta væri byrjunin og að Sovétríkin beittu öllum sínum vopnum, og við mundum óðara svara með því að senda öll okkar langdrægustu flugskeyti af stað, enda við því búnir allt frá árás- inni á Amoy. Þannig er dæmið reiknað, herrar mínir“. Fulltrúa kjarnorkunefndarinn- ar var bersýnilega ekki rótt. „Hvemig vitið þið þetta?“ spurði hann, ekki tortryggnislaust. „Þeirri fyrstu varpa þeir á Amoy, eina af sínum eigin borg- um, eftir að hafa endurvakið deilurnar um Quemoy og Matsu. Þeir munu láta sem þeir hyggist gera innrás á Formósu, en þó ekki gera alvöru úr því. Þeir þurfa þess ekki með“. „Næstu tveim sprengjum varpa þeir svo á Taipeh og Manilla. Það þarf ekki stærri sprengjur til að leggja þær borgir gersamlega í rúst, og Kínverjar eiga meðal- langfleygar þotur, sem nota má til að koma sprengjunum á þá staði“. Hann tók merkjaprjóna með rauðum hausum, sex alls, stakk þrem þeirra í landabréfin, á þeim stöðum, sem hann hafði þegar nefnt. Að því búnu hélt hann áfram máli sínu: „Þeim þrem sprengjum, sem þá eru eftir, verð- ur varpað á rússneskar borgir — Vladávostok og Nikolaevsk við Kyrrahafið og Khabarovsk, stærstu hernaðarbækistöð og mestu iðnaðarborg í austurhluta landsins". Og hann stakk haus- rauðu prjónunum þrem í landa- bréfið, á þeim stöðum, sem hann hafði á minnzt. Cal leit enn til þeirra við borð- ið. „Sem sagt, einn-tveir-þrír. Að- ferðin liggur ljóst fyrir, finnst ykkur það ekki?“ „Einfalt og augljóst“, varð Caudle hershöfðingja að orði. „Og um leið ólýsanlega djöful- legt“. Þeir hinir störðu allir á Cal, að yfirmanni hans undanteknum, og hann fann að nauðsynlegt mundi að skýra þetta eilítið nán- ar. „Þeir reikna með því að þetta verði til að koma af stað styrjöld á milli Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna, og báðar þjóðirnar eyði hvor annarri að mestu. Þessi aðferð er Kínverjum ekki að neinu leyti ný eða framandi, og Evrópumenn kannast líka vel við hana . . . það nægir að benda á Metternich og Machiavelli því til sönnunar. Og hún mundi ekki bregðast þeim“. „Hvernig?“ Það var Clive öld- ungadeildarþingmaður, sem hálf- hreytti þessu eina orði út úr sér. „Það mun sannast þegar við fyrstu atrennu. Rússar eru skuld- bundnir að veita Kínverjum að- stoð, ef á þá er ráðizt. Þeir munu að öllum líkindum bregða tafar- laust við, þegar sprengjunni hef- ur verið varpað á Amoy“. „Hvað mundi Kínverjum ganga til að sprengja upp eina af sín- um eigin borgum?“ „f fyrsta lagi útilokar það all- ar grunsemdir Rússa. í öðru lagi er ein borg ekki hátt verð fyrir allan heiminn. Þeir mega búast vi ðað þessar aðgferðir kosti tvö til þrjú hundruð milljónir manns- lífa, en þeir láta það ekki á sig fá ef miðstöðvar tækni'og vísinda og aðalstöðvar stjórnarinnar verða ekki fyrir neinum teljan- legum skemmdum". freistast til að þrýsta á rofann. Við yrðum að hefja árásir á alla nálæga flugvelli Kínverja með öllum þeim vopnum, sem við hefðum yfir að ráða á Formósu. Og hafi Rússar verið í einhverj- um vafa eftir árásina á Amoy, mundu þeir ekki vera í vafa lengur um að Kína hefði orðið fyrir árás og haga sér samkvæmt því“. „Og ef fyrsta og önnur atrenn- an skyldi ekki bera tilætlaðan árangur, þá yrði þriðja atrenn- an - þegar þrjár mikilvægar rússneskar borgir hefðu verið jafnaðar við jörðu — til að skera úr. Þá drægist það ekki lengur, Við höfum fylgzt með kjarn- orkusprengjunum öllum sex, frá því er þær voru fullgerðar í Lanchow. Notið þar við upplýs- ingaþjónustu flotans, og einnig hafa frændur okkar, Bretar, reynzt okkur liðtækir. Og loks eru það nokkrir vinir okkar, sem annars eru hlutlausir“. Cal varð hugsað til indonesiska kjarnorku- fræðingsins, sem numið hafði í Calthec, en nefndi hann vitan- lega ekki á nafn. „Ein sprengjan var flutt til Amoy. Ég veit elcki hvort þið trúið því, en hún var flutt þang- að í líkkistu, enda eru kjarnorku- sprengjur með þessari orku svip- TÍzMlÉ GUÐRUN býður upp á fjölbreytt úrval af kápum og kjólum frá dönskum tízkuhúsum. ★ Danskur fatnaður er mjög fallegur og vandaður og hentar vel íslenzku kvenfólki. aðar manni að stærð. Þá voru tvær fluttar til Shanghai. Um svipað leyti var tveim flutninga- skipum lagt þar í þurrkví. Það var látið í veðri vaka, að búa ætti þau kafbátasjám, en í raun- inni var sérstökum sprengjuklef- um komið fyrri um borð. Þessi skip létu bæði úr höfn fyrir fimm dögum — með sprengjurnar tvær innan borðs — og sigla nú norður á bóginn". „Hárrétt“, sagði aðmírállinn. „Þá er tveim sprengjum komið fyrir á flugvellinum í grennd við Swatow. Þær eru ætlaðar til árása á Taipeh og Manila". „En hvað um Khabarovsk?" spurði fulltrúi landhersins. „Sú borg er inni í landi. Hvernig ætla þeir að ná þangað?" „Það eru ekki nema nokkrar klukkustundir síðan ég vissi það“, svaraði Cal. „Að vísu var okkur kunnugt um að sjötta kjarnorku- sprengjan hafði verið flutt með vörubíl til Haokoang. Hún ligg- ur nú undir skinnafarmi á pramma, á leiðinni niður eftir VIKAN 19. tbl. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.