Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 50

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 50
Fjarlægið nagla- böndin á auðveldan hátt Hinn sjálffyllti Cutipen gefru mýkj- andi lanolínblandaðan snyrtilög, einn dropa í einu, sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur, óbrjótandi sjálfblekungur sérstaklega gerður til snyrtingar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svc að neglur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algerlega þéttur, svo að geyma má hann í handtösku. Cufáp&n fæst f tíllum snyrtivöruverzlunum. Handhægar áfyllingar. Fyrir stökkar neglur biðjið um Nutrinail, vítamínblandaðan naglaáburð, sem seldur er í pennum, jafn handhæg- um I notkun og Cutipen. in. Einhver hafði orðið til þess að koma í veg fyrir að þau skyggnd- ust dýpra inn í starfsemi hans svo að hann hafði drepið þau og eytt skýrslum þeirra. Sami vissi, eða renndi grun í að leyniþjónustan mundi rannsaka hvarf Strangways. Einhvernveginn hafði hann vitað, að Bond hafði fengið það hlutverk. Hann þurfti að fá mynd af Bond, og hann vildi vita hvar Bond mundi halda til. Hann mundi hafa auga með Bond, til þess að fylgjast með því, hvort honum tækist að komast á snoðir um eitthvað, sem að upp- lýst gæti dauða Strangways. Ef það kæmi fyrir, þyrfti einnig að fjar- lægja Bond. Sennilega yrði þá bíla- árekstur eða götuuppþot, eða eitt- hvað annað álíka sakleysislegt. Og hvernig mundi þessi persóna bregð- ast við meðferð þeirra á stúlkunni? Ef hann var eins var um sig eins og Bond bjóst við, mundi það vera nóg. Það sýndi, að Bond var á eftir einhverju. Ef til vill hafði Strang- ways gefið einhverja skýrslu til London áður en hann var drepinn. Ef til vill hafði einhver lekið. Það væri kjánalegt fyrir óvininn að hætta á nokkuð. Ef að hann væri virkilega varkár, mundi hann þeg- ar í stað afgreiða Bond og senni- lega líka Quarrel, eftir það se(n kom fyrir í gærkvöldi. Bond kveikti sér í fyrstu sígarettu dagsins og lét reykinn koma út á milli tannanna. Óvinurinn átti leik- inn. Nú, en hver var þessi óvinur? Það virtist aðeins vera einn fram- bjóðandi, og dálítið erfiður meira að segja. Dr. No, Dr. Júlíus No, þýzki Kínverjinn, sem átti Crab Key og græddi fé á fuglaskít. Um þenn- an mann hafði ekkert verið í skýrsl- unum í London og fyrirspurn hjá amerísku ríkislögreglunni hafði ekki leitt neitt í Ijós. Málið um flatnefj- ana og áreksturinn við Audubon- félagið þýddi nákvæmlega ekkert nema, eins og M hafði sagt, að hópur kerlinga hafði hleypt sér í æsingu út af nokkrum bleikum storkum. Þrátt fyrir það höfðu fjór- ir menn látið lífið vegna þessara storka, og það sem Bond hengdi helzt hattinn sinn á var það, að Quarrel var hræddur við Dr. No og eyju hans. Það var mjög undar- legt. Menn frá Caymaneyjum og ekki sízt Quarrel, urðu ekki hrædd- ir við hvað sem var. Og hvers vegna hafði Dr. No þessa brjálæðis- legu þörf fyrir næði? Hvers vegna eyddi hann svona miklu fé og fyr- irhöfn í að halda fólki burt frá gúanóeyjunni sinni. Gúanó — fugla- skítur. Hver hafði þörf fyrir slíkt? Hversu mikils virði var það. Bond átti stefnumót við landstjórann klukkan tíu. Þegar hann hefði lokið því af, ætlaði hann til nýlendustjórn- arinnar til að reyna að komast að einhverju um þetta, gúanó, um Crab Key, og, ef mögulegt reyndist, um Dr. No. Það var barið að dyrum. Bond stóð upp og opnaði. Það var Quarr- el. Vinstri kinn hans var skreytt með heftiplástri. — Daginn, kapt- einn. Þú sagðir átta þrjátíu. — Já, komdu inn Quarrel. Við höfum mikið að gera í dag. Ertu búinn að fá þér morgunmat? — Já, þakka þér fyrir kapteinn. Saltfisk og hafragraut og glas af rommi. — Almáttugur, sagði Bond. Er það nú líka matur til þess að byrja daginn með. — Þú færð ekki betra, sagði Quarrel stoltur. Þeir settust úti á svölunum. Bond bauð Quarrel sígarettu og kveikti sér sjálfur í annarri. — Jæja þá, sagði hann. — Ég býst við að eyða meiri hluta dagsins í stjórnarhúsinu og ég þarf ekki á þér að halda fyrr en i fyrramálið, en það er dálítið sem ég þarf að biðja þig að gera í bænum í dag. Er það í lagi? — Okey, kapteinn. Allt eins og þú segir. — í fyrsta lagi. Þessi bíll okkar er varasamur. Við verðum að losna við hann. Farðu niður í borgina og leigðu nýjasta og bezta bílinn, sem þú getur fengið leigðan án öku- manns og þann, sem minnst hefur verið ekið. Fólksbíl. Taktu hann á leigu í mánuð. Er það meðtekið? Farðu svo niður að höfninni og finndu tvo menn, sem eru eins lík- ir okkur eins og mögulegt er. Ann- ar verður að geta ekið bíl. Kauptu þeim báðum föt, að minnsta kosti að ofanverðu, sem eru svipuð fötunum sem við göngum í. Og einhverskon- ar hatta. Segðu að við þurfum að láta aka bílnum til Montego í fyrra- málið, — gegnum spönsku borgina eftir Osmo Rios veginum. Og það á að skilja bílinn eftir við bíla- geymslu Levís. Hringdu í Leví og segðu honum að búast við honum og geyma hann fyrir okkur. Er þetta klárt? Quarrel glotti: — Ætlarðu að snúa á einhvern? — Það er rétt. Þeir munu fá tíu pund hvor. Segðu, að ég sé ríkur, brjálaður Ameríkani, og vilji fá tvo áreiðanlega menn til þess að aka bílnum mínum til Montegobay í fyrramálið. Undirstrikaðu, að ég sé ekki með öllum mjalla. Þeir verða að vera komnir hingað klukkan sex í fyrramálið. Þá verður þú hérna með bílinn. Gakktu úr skugga um að þeir líti út eins og vera ber og láttu þá svo fara á Sunbeam- bílnum með toppinn niðri. Er það klárt? — Okey, kapteinn. — Hvað kom fyrir húsið, sem við höfðum þarna á norðurströndinni síðast — Beau Desert við Morguns- höfnina? Veiztu hvort það er til leigu núna? — Ég skal ekki segja, kapteinn. Það er dálítið langt frá aðalferða- mannastöðunum og þeir krefjast ekki hárrar leigu fyrir það. — Nú, farðu þá til fasteignamiðl- arans og athugaðu, hvort þú getur ekki fengið það leigt í mánuð, eða eitthvert annað hús þar nálægt. Mér er sama, hvað þú borgar. Segðu að það sé fyrir ríkan, brjálaðan Ameríkana, herra James. Fáðu lykl- ana og borgaðu leiguna og segðu að ég skuli skrifa og staðfesta samn- inginn. Ég skal hringja í þá, ef þeir vilja fá einhverjar frekari upp- lýsingar. Bond stakk hendinni í buxnavasann og kom upp með þykkan vöndul af peningaseðlum. Hann réfti Quarrel helminginn af honum. — Hér eru tvö hundruð pund, það ætti að duga. Settu þig í samband við mig ef þú þarft meira. Þú veizt hvar ég verð. — Þakka þér fyrir, kapteinn, sagði Quarrel þrumu lostinn yfir þessari miklu upphæð. Hann stakk peningunum - inn í bláu skyrtuna sína og hneppti hana vandlega upp í háls. — Eitthvað fleira? — Nei, en gættu þess vel að þér sé ekki veitt eftirför. Skildu bílinn eftir einhversstaðar niðri í borginni og farðu svo gangandi. Og vertu sérstaklega á verði gagnvart öll- um Kínverjum sem þú kannt að sjá nálægt þér. Bond stóð á fætur og þeir fóru til dyranna. — Þá sé ég þig í fyrramálið klukkan korter gengin í sjö og við förum yfir á norðurströndina. Eftir því sem ég bezt fæ séð, verður það okkar staður fyrst um sinn. Quarrel kinkaði kolli. Hann var dularfulur á svipinn. Hann sagði: — Okey, kapteinn, og hvarf síðan fram eftir ganginum. Um háfltíma síðar fór Bond niður og tók sér leigubíl til stjórnarhúss- ins. Hann skrifaði ekki nafnið sitt í gestabók landstjórans í svölu and- dyrinu. Hann var látinn bíða í bið- stofunni um stundarf jórðung, tii þess að skilja, að hann var ekki áhrifamikil persóna. Svo kom full- trúinn að sækja hann og vísaði hon- um veginn til skrifstofu landstjór- ans upp á fyrstu hæð. Þetta var stórt, svalt herbergi fullt af vindlareyk. Settur landstjóri sat við stórt mahogniborð, en á því var ekkert nema eintak af The Daily Gleaner, Times og skál með Hib- iscusrósum. Hann hvíldi hendurnar á borðinu fyrir framan sig. Hann var á sextugsaldri með rautt, feit- lagið andlit og skörp, skærblá augu. Hann brosti hvorki né reis á fætur. Hann sagði: — Góðan daginn herra — hér Bond. Gjörið svo vel og fáið yður sæti. Framhald í næsta blaði. ERKIHERTOGINN OG HR. PIMM Framhald af bls. 23. Pimm sagði, að honum þætti það mjög leitt, en hann yrði víst að segja Miss Matildu það strax. Því mðiur þyrfti hann að hverfa frá um tíma, hann þyrfti að skreppa til Parísar til þess að sinna mikilvægu máli. En auð- vitað myndu þau ekki kveðjast fyrr en daginn eftir. Eftir kvöldverð þetta kvöld, sagði Augustus Green: — Jæja, þá er þessi dagur á enda, það er nú svo. Og þú segir að Timothy Pimm sé á leiðinni til Parísar, Matilda. — Annað kvöld. — Annabelle gift, og um leið hverfur öll hirðin. ----------------— Klippið hér ATKVÆÐASEÐILL | Ég greiði atkvæði mitt ungfrú sem ,,Ungfrú ísland 1964". gQ — VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.