Vikan - 13.05.1964, Side 5
Þannig er málið vaxið, að ég
er í sveitarstjórn og mitt sveitar-
félag þarf að standa skil á barna-
lífeyri með þrem börnum sem
hjón áttu hér, en þau skildu, og
hún er með börnin. Faðirinn hef-
ur ekkert borgað til okkar eða
sveitarfélagsins og ég er alveg
æstur í að láta hann ekki sleppa
við greiðslu. Nú er það sem ég
vil biðja þig um svar við. Ef við
komum honum á Kvíabryggju
fær þá sveitarfélagið kaup fyrir
vinnu hans þar, og hvað eru
það mörg prósent af kaupinu sem
hann fær í vasapeninga, og eru
einhver skilyrði sett svo hægt
sé að koma manni þangað.
Góða Vika mín, helzt hefði ég
viljað að þú hefðir svarað mér
bréflega, en ef það er ekki hægt,
þá bið ég þig að birta ekki bréf-
ið eða nafn mitt, nema S. J. en
svara mér fljótt, því það eru
ekki allir sammála um Kvía-
bryggjuvist, sumir segja að það
þýði ekki að senda manninn
þangað því þeir vinni þar fyrir
sáralítið kaup og það sé bara
refsing að senda þá þangað. En
ég held að það sé ekki rétt.
Vertu blessuð og svaraðu nú
fljótt og vel.
S. J.
■—- -----Þessari fyrirspurn er
fljótsvarað, S. J. — Ef maður er
sendur til Kvíabryggju, þá getur
viðkomandi sveitar- eða bæjar-
félag um Ieið vinkað sinni kveðju
til peninganna. Þeir eru að fullu
og öllu tapaðir, og krafan ekki
lengur til.
Sannleikurinn er sá, að vist
að Kvíabryggju er í rauninni
nokkurskonar vöndur á skuld-
seiga barnsfeður, — vöndur, sem
fyrir löngu er búinn að borga
sitt stofnfé með rentu og rentu-
rentum, og því færri, sem þang-
að fara, því meiri liagnað gefur
staðurinn, svipað og vöndurinn,
sem stillt er upp úti í horni til
varnaðar.
Hingað til hefur það verið svo,
að aðeins Reykjavík hefur haft
heimild til að senda menn á þenn-
an stað, en nú mun öðrum sveita-
félögum þetta heimilt — með
samþykki Dómsmálaráðuneytis-
ins. Þess vegna mundir þú þurfa
að skrifa þangað fyrst og fá þar
hcimildina, áður en þú getur
meira aðhafzt — en mundu að
þá er krafan farin fyrir bí.
Beatles...
Kæra Vika!
Þú sem ert oft svo sniðug, gat-
urðu ekki birt viðtal og helzt
myndir af The Beatles. Helzt
vildi ég fá Ringó Starr, hann er
svo agalega sætur.
Gauja.
--------Alveg sjálfsagt að
verða við þessari bón þinni,
Gauja mín. Blaðamaðurinn var
sendur í dag til Bretlands og ef
hann ekki finnur Ringó Starr þar,
þá fer hann bara til Ameríku.
Hann er viss með að rekast á
hann þar. Er það annars nokkuð
fleira, sem við getum gert fyrir
þig?
Ekki fyrr en 18 ára ...
Ung stúlka skrifar og spyr hve
gömul hún þurfi að vera til að
geta gift sig og farið að heiman
án leyfis foreldra sinna.
Hún segist hafa verið með
strák nokkuð lengi og þau vilji
giftast og flytja þaðan að heiman,
en foreldrarnir banni það.
------- -— Svarið ætti að vera á
allra vitorði, en það er að stúlk-
ur þurfa að vera orðnar 18 ára
til þess að geta tekið slíka
ákvörðun sjálfar í trássi við for-
eldra sína. Sumum finnst þetta
kannske dálítið hart, að stúlkur
geti ekki gift sig hvenær sem
þeim dettur í hug, bara ef búið
er að ferma þær. En þetta fyrir-
komulag hefur gefizt nokkuð vel
hingað til, þótt undarlegt megi
teljast, og vonandi verður því
ekki breytt í bili. Það er nefni-
lega álitið að fullorðið fólk hafi
örlítið meira vit á þessu, en
óþroskaðir unglingar, — og hafa
þar að auki reynslu að baki sér.
Ef þú ert óánægð með þetta,
þá skaltu bara athuga, að karl-
menn þurfa að vera þrem árum
eldri, eða 21 árs, áður en þeir
geta gift sig án leyfis foreldra.
Margur kann að halda að þessi
mismunur sé vegna þess að karl-
menn þroskizt síðar en kvenfólk,
en þar kemur fleira til. Þeir
verða jafnan að sjá fyrir fjöl-
skyldunni og taka á sig meiri
þjóðfélagslegar byrðar en kven-
fólkið.
Sem sagt, — þú getur ekkert
gert fyrr en þú ert 18 ára.
BÚMÐARBANKI
ÍSLANDS
AU STU RSTRÆTI 5 - SÍMI 21200
Opið kl. 10—12 og 13—16. Laugardaga kl. 10—12.
AUSTURBÆJARÚTIBÚ - LAUGAVEGI 114
Opið kl. 10-12, 13-15 og 17-18,30.
Laugardaga kl. 10—12,30.
Sparnaður
er upphaf auðs
Gefið börnum yðar hina vinsælu
SPARIBAUKA OKKAR
Búnaflarbanki íslands
REYKJAVÍK - AKUREYRI - BLÖNDUÓSI - EGILSSTÖÐUM - HELLU
MIÐBÆJARÚTIBÚ - LAUGAVEGI 3
Opið kl. 13—18,30. Laugardaga kl. 10—12,30.
VESTURBÆJARÚTIBÚ - VESTURGÖTU 52
Opið kl. 13—18,30. Laugardaga kl. 10—12,30.
VIKAN 19. tbl. — g