Vikan


Vikan - 13.05.1964, Side 11

Vikan - 13.05.1964, Side 11
anum dýrir, en livað er það hjá því að verða að splæsa í sportbíl til þess að fá iit- rás fyrir listsköpunarþörf- ina. Ameríkaninn heitir Scha- winsky og málar sínar myridir sem sagt á þann liátt, að fyrst breiðir Iiann úr flæmi af lérefti á stein- steyptan flöt og síðan smyr hann nokkrum hreinum og sterkum litum með málningarrúllum hingað og þangað. Þá er lcomið að bílnum. Hann smyr lit á dekkin eftir þvi sem bezl á við og siðan ekur hann fram og aftur yfir léreftið, beygir, sveigir og hring- snýst og bakkar — alltaf á fullu. Að lokum bindur liann stórar korkflögur á fætur sér og dansar á myndfletinum eftir því sem „inspírasjónin“ býður honum. Scliawinsky er fæddur í Sviss en fluttisl vestur um haf og gekk eitt- livað ekki sem bezt á lista- mannsbrautinni þar til hann greip til róttækra aðgerða. Hann afneitar penslum algerlega, telur þá úrelt verkfæri i hstsköp- un. Evrópiskir sportbílar eru beztir af því þeir hafa persónuleika, aftur á móti er ekki hægt að mála neitt af viti með amerískum bil. Scliawinsky hefur lialdið sýningar á risastórum mál- verkum og hæsta verð, sem hann hefur fengið fyrir málverk hingað til, er 344 þús. ísl. króna. Heyrst hef- ur, að Fransmenn láti þetta ekki bafa nein áhrif á gang þessara mála þar i landi og lialdi sig að beru kvenfólki eftir sem áður. Þeir flýja til vesturs, yfir eyði- leg fjallaskörð, vaða ár og klífa óþekkta vegu utan í bröttum hlíðum fjallanna. Straumurinn er óslitinn af fólki, sem annað- hvort kemur í stórum flokkum eða fámennum fjölskylduhópum, og hefur með sér búpeninginn, sem það lifir á. Að nóttu læðist Nú flýjai þeir frá Kína til Rússlands X, ...... '' ' I >*»*>*»**#< ■ -;*j «N : hópurinn yfir landamæri, sem er ógerningur er að gæta nógu vel, vegna þess að þau liggja um næstum óyfirstíganleg öræfi. Fólkið hugsar aðeins um eitt: að komast burtu úr landi sínu, •— eitthvað annað, þar sem það fær að lifa frjálsara. í sjálfu sér er þetta ekkert emkennilegt, því ávallt hefur fólk flúið til frelsins, og eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefur þessi flótti verið meiri en nokkru sinni áður. iHð furðulega við þennan flótta, sem hér er talað um, er að áfangastaður flóttafólksins er Sovétríkin. Undanfarin tuttugu ár hafa þúsundir manna flúið frá komm- únistaríkjunum, til þess hluta heimsins ,sem við köllum „hinn frjólsa heim“. Af þessari ástæðu hafa verið settar upp flóknar gaddavírsgirðingar, grafnar nið- ur jarðsprengjur, varðturnar hyggðir og hár steinveggur reist- ur þvert í gegnum miðja Berlín- arborg. Það á að reyna að koma í veg fyrir það með öllum ráð- um, að borgarar austurlandanna komist til vesturs. Þess vegna er það einkenni- legt að á síðustu árum, hefur verið sívaxandi straumur flótta- fólks til Ráðstjórnarríkjanna. Flóttafólkið er Kínverjar frá landssvæðinu Sinkiang, sem reyn- ir að höndla frelsið í Rússlandi. Þeir nefnast Kazakkar, og um 60 þúsund hafa hingað til komizt yfir landamærin. Tímarnir breytast. Maður hefur séð hvernig menn hafa beitt öllum hugsanlegum ráðum til að flýja frá kommúnistalöndunum á hverjum einasta degi, en svo búa Kazakkar í Sinkiang, sem trúa því að í Rússlandi bíði þeirra friður og frelsi. Kazakkarnir eru kúgaðir í Kína, þar sem þeir eru í miklum minnihluta sem þjóðflokkur, en það lítur öðruvísi út í Sovétríkjunum, þar sem til er sjálfstjórnarlýðveldið Kazakstan, þar sem Framhald á bls. 44. VIKAN 20. tbl. 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.