Vikan


Vikan - 13.05.1964, Page 12

Vikan - 13.05.1964, Page 12
Það sem áður er komið: James Bond, leynilögreglumaður frá London, er sendur til Jamaica vegna hvarfs fulltrúa leyniþjónust- unnar á staðnum, Strangways, og einkaritara hans, Trueblood. Al- mennt er álitið, að þau hafi stungið af saman, en James Bond er ekki á sama máli. Hann fær sér til að- stoðar Quarrel, svertingja frá Cay- maneyjum og hefst svo handa með eftirgrennslanir sínar á Jamaica. Hann hefur talað við landstjórann, sem helzt vill svæfa málið, en fer síðan að heimsækja nýlendustjór- ann, Pleydeli-Smith. Bond settist í stól andspænis landstjóranum. Hann svaraði: — Góðan daginn sir, og beið. Vinur hans ( nýlenduráðinu hafði sagt honum að það yrði ekki tekið á móti honum með neinum sérstök- um ákafa. — Hann er í þann veg- inn að komast á eftirlaun. Þetta er aðeins tímabundin skipun. Við urð- um að finna einhvern landstjóra til þess að taka Jamaica að sér í stuttan tíma þegar sir Hugh Foot var hækkaður í stöðu. Foot var úr- valsmaður. Þessi maður reynir ekki einu sinni að keppa við það. Hann veit, að hann hefur þetta starf að- eins fáeina mánuði, meðan við er- um að finna einhvern sem getur komið í staðinn fyrir Foot. Þessi maður var áður í Ródesíu. Nú hugs- ar hann ekki um neitt, nema að komast á eftirlaun og fá einhverja létta stöðu í borginni. Sízt af öllu vill hann, að eitthvert stórmál komi upp á Jamaica. Hann hefur verið að reyna að stinga Strangwaysmál- inu undir stól. Hann verður ekki hrifinn af þegar þú ferð að hnýs- ast í það. Landstjórinn ræskti sig. Hann fann að Bond var ekki einn af þess- um venjulegu. — Þurftuð þér að hitta mig? — Það er aðeins formsatriði, sir, sagði Bond látlaust. — Ég er hér til þess að vinna í Strangwaysmál- inu. Ég býst við að þér hafið feng- ið boð frá utanríkismálaráðuneyt- inu. Þetta var til þess að minna landstjórann á að yfirmenn Bonds voru áhrifamikið fólk. Bond var ekki hrifinn af því þegar einhver reyndi að lítillækka hann eða störf hans. — Ég man eftir þessum boðum. Og hvað get ég gert fyrir yður? Eða eftir því sem við bezt vitum hér, er þessu máli lokið. — Lokið, á hvaða hátt, sir? Landstjórinn svaraði hastur í máli: — Það liggur í augum uppi, að Strangways stakk af með stúlk- unni. Þetta var æsingagjarn ná- ungi. Talsverður kvennamaður. Sumir — hér — starfsbræður yðar virðast ekki getað látið kvenfólk í friði. Það var augljóst að land- stjórinn gerði enga undantekningu með Bond. — Ég hef iðulega þurft að hjálpa þessum náungum út úr ýmsum hneykslismálum áður. Hann gerði nýlendunni ekkert gott, herra — hér — Bond. Ég vona að yfir- menn yðar muni senda okkur betri mann í hans stað. Það er að segja, bætti hann kuldalega við, — ef raunverulega þarf umdæmisstjóra hér um slóðir. Persónulega ber ég mjög mikið traust til lögreglunnar. Bond brosti samúðarbrosi: — Ég skal túlka sjónarmið yðar, sir. Ég býst við því að yfirmaður minn muni vilja ræða þau við varnar- málaráðherrann og utanríkisráðu- neytið. Auðvitað ef þér munduð vilja taka á yður svolítið meira starf, þá mundi það hafa í för með sér sparnað á vinnuafli. Og ég er viss um að Jamaicalögreglan er mjög sterk. Landstjórinn leit grunsemdaraug- um á Bond. Ef til vill þurfti hann að meðhöndla þennan mann með ör lítið meiri gætni. — Þetta eru óform- legar viðræður, herra Bond. Þegar ég hef ákveðið sjónarmið mín, skal ég sjálfur koma þeim á framfæri við utanríkisráðuneytið. Meðal ann- arra orða, munduð þér vilja hafa samvinnu við einhvern af starfs- liði mínu? — Mig mundi langa til að ræða örlítið við nýlendustjórann, sir. — Einmitt það? Og hvers vegna, ef ég mætti spyrja? — Það hefur eitthvað gengið á þarna á Crab Key. Eitthvað um fuglanýlendu. Nýlendumálaráðu- neytið afhenti okkur málið fyrir nokkru. Yfirmaður minn bað mig um að rannsaka það l/tillega, úr því að ég er hér hvort sem er. Landstjórinn leit út eins og þungu fargi hefði verið af honum velt. — Auðvitað, auðvitað. Ég skal sjá til þess að herra Pleydell-Smith geti tekið á móti yður nú þegar. Svo að þér eruð sammála því að við getum látið Strangways málið eiga sig? Þau koma áreiðanlega fram fyrr eða síðar. Það er óþarfi að hafa áhyggjur af því. Hann rétti út handlegginn og hringdi bjöllu. Fulltrúinn kom inn. — Þessi herra- maður hefur áhuga fyrir því að hitta nýlendustjórann, fulltrúi. Viljið þér vísa honum þangað? Ég skal hringja á Pleydell-Smith sjálfur og biðja hann um að vera til reiðu. Hann reis á fætur og gekk um- hverfis borðið. Hann rétti út hönd- ina. — Verið þér sælir, herra Bond, og mér þykir vænt um að við skul- um hafa hitzt. Crab Key? Ég hef aldrei verið þar sjálfur, en ég er viss um, að það gæti verið gaman að skreppa þangað. Þeir tókust í hendur. — Það var einmitt það, sem ég var að velta Framhalds sagan sem verið hefur metsölubók um allan heim. 5. hlutí Sagan hefur verið kvikmynduð og kvik- myndin verður sýnd í Tónabíói að lok- inni birtingu. 12 VXKAN 20. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.