Vikan - 13.05.1964, Síða 19
En þann dýra kóng köllum vér ís-
lenzkir hinn digra.
II.
Það var farið að skyggja þegar
við komum í sýningarsal skammt fró
Alþýðutorginu Piazza del Popolo. Mól-
arinn var ungur Bandaríkjamaður Bill
Morrow. Þetta var fyrsta sýning hans
í Róm en vegna þess að hinn þekkti
rithöfundur Elsa Morante sem þó var
gift rithöfundinum Moravia hafði beitt
sér fyrir sýningunni, þó hafði safnazt
ó þennan stað margt helzta frægðar-
fólk Rómar úr listaheiminum: mynd-
listarmenn, rithöfundar og kvikmynda-
fólk og fyllt húsakynnin, og sjólfur
Moravia hafði skrifað í sýningarskró
hins unga mólara.
Það var ekki hlaupið að því að
sjá málverkin í þrönginni, enda voru
sýningargestir önnum kafnir af því að
sýna sig og sjá aðra og þetta var
einsog mikið leikhús þar sem allir eru
að leika og athuga hvernig hinir leika.
Fjálglegur fólkshnappur færðist til í
ösinni og þegar ég fór að gá að því
þá stafaði það af því að þar var kom-
in Claudia Cardinale sem á þeirri
stundu var ein helzta diva ítalskra
kvikmynda, þokkagyðja sem hafði ver-
ið skotið upp til höfuðs Lollobrigídu
og Loren. Það blossaði allt umhverfis
hana frá myndatökumönnum og henn-
ar hlutverk var að leika frískleika æsk-
unnar til að gremja hinar eldri leik-
konur sem voru farnar að heyra klukk-
una tifa við snyrtiborðin. Hún færði
sig frá einu málverkinu að öðru og
vatt sér lipurlega í hinar tilskildu stell-
ingar sem einn tízkuskólinn tekur eftir
öðrum og miðar að því að gera allar
fegurðardísir heimsins sérkennalausar
og eins frá Bangkok til Breiðdalsvíkur,
þessi masþína, sem kýs fyrir kvenna-
blóma flugfreyjur frá Síam og Nord-
köping eftir samþykktu máli tízkuráð-
stefnunnar það og það árið og kippir
svo þessum veslings dísum inn í þá
kvörn sem malar allt og gerir að
öngu. En þá kom Anna Magnani nið-
ur stiga af efri hæðinni með lítinn
svartan hund í bandi og brá stórum
svip á þetta svið sem hún skálmaði
framhjá með miklum gusti einsog sést
í öllum hennar kvikmyndum.
Nokkru síðar kom rithöfundurinn og
málarinn Carlo Levi sem íslendingar
þekkja af hinni dýrlegu bók Kristur
nam staðar í Ebólí. Það var einsog
hann væri alveg ósnortinn af öllum
þeim listmálaref jum sem hvarvetna
lágu í loftinu og klókindunum sem voru
að tefla og kanna möguleikana í hinni
hörðu samkeppni menningarpólitíkur-
innar. En þessi maður var einsog hann
stæði alveg fyrir utan það og kannski
var hann að leita að einhverju, kannski
litlum hundi sem hann hafði týnt og
það skyldi nú ekki vera hundurinn sem
Anna Magnani var með. í svip hans
bjó framandleiki líkt og hann bæri
með sér önnur lönd með sannara llfi
og meiri tlma heldur en þetta pískr-
andi andartak samkvæmisleikhússins
með allri þess hröðu fánýtu hugkvæmni
og andriki hinnar springandi bólu
glæsilegra tilþrifa.
Eins stendur líka bók þessa
manns sem ég nefndi sér á
parti ( bókmenntum ítala á þess-
um árum frá því stríðinu lauk:
dýpri og vitrari og mennskari
heldur en flest það sem hefur
slegið sér í gegn til frægðar
á þessum árum. Bókin um líf
fólksins í hinum afskekktu ein-
angruðu héruðum Lúkaniu, fá-
tækt fólk í djúpi sögynnar.
En á efri hæðinni voru marg-
ir kvikmyndamenn og Ijóðskáld
einsog Sandro Penna sem yrkir
ákaflega sérkennileg örstutt Ijóð
með sjúklegri spennu hárfíns úr-
kynjaðs ofnæmis sem á mjög
þröngt svið en nær sérstæðum
eftirminnilegum tónum, lítill
snargreindur maður sem hreyfir
sig einsog leikbrúða líkt og sam-
kvæmt fjarstýrandi hugsun.
Og þar birtist Moravia einsog
skarplegur einmana reiknimeist-
ari sem stýrir vel skipulagðri
vél sem ræður örlögum ótal höf-
unda og listamanna, haltur mað-
ur og dulur. Hann kemur snöggv-
ast í salinn og fer um hann með
öryggi hins æfða samkvæmis-
manns en ég hugsa: Þetta er
einmana maður samt.
Þetta árið var rekinn áróður
fyrir því að hann fengi Nóbels-
verðlaunin. Mér finnst bækur
hans samdar af kaldri reiknilist
þótt þær eigi að fjalla um heit-
ar ástríður. Ekki hef ég trú á
því að hann fái Nóbelsverðlaun.
Frá íslandi, segir málarinn
Bill Morrow: Are you really from
lceland? How wonderful. Dýrð-
legt.
Eg stend andspænis ungum
grönnum fríðum manni með blá
augu sem verða ennþá blárri
við að heyra þessa fyndni að ég
sé frá Islandi.
Málverk hans voru ofsaleg
og skyld Van Gogh en spennan
í þessum myndum var einsog
hún væri vakin eða að minnsta
kosti örvuð af annarlegum lyfj-
um. Þó var þessi ungi maður svo
ósköp sakleysislegur og svip-
hreinn og nú vildi hann fá að
vita hvernig væri á íslandi en
hvernig í ósköpunum á maður
að fara að segja hvernig það
er á Islandi þegar maður er
staddur i Rómaborg umkringdur
kaldhæðnu menningarþreyttu
fólki sem veit allt sem það nenn-
ir að vita í heiminum svo ég
tók þann kostinn að spinna upp
furðumynd af landi okkar með
því að skrökva öngu en færa
andstæður saman meðan hin
saklausu augu blánuðu og blán-
uðu í undrandi andliti sem varð
æ yngra.
En á veggjunum fjarlægðust
málverkin hraðfara hið góða
saklausa andlit höfundarins,
brunuðu burt með sínum eitur-
vakta ofsa og ósönnu þjáningu
sem var ekki lýgi heldur áhrif
af sönnum sársauka annars
manns, Van Gogh, — svo sterk
að málarinn vissi eflaust ekki
Negrarnir eiga griðiand í
Róm. Einn blökkumanna-
rithöfundur sagSi: f Róm
eru allir svartir. Eða ef
þið viljið heldur þá eru
allir hvítir. Liturinn skipt-
ekki máli.
annað meðan hann málaði en
þetta væri hans eigin pín.
Samkvæmisheimur Rómar
skaut kampavínstöppum sínum
upp í skrautloft gamalla halla
og straumrastir hans stýrðu
dansi þessa unga manns og
þyrluðu honum síðan upp á
skýjakljúf í New York en hann
hljóp út af honum niður í ekk-
ert hálfum mánuði síðar með
sín bláu augu.
Dagblöðin i Róm sögðu frá
því að Elsa Morante hefði ver-
ið í svörtum háum stígvélum,
elegantissima. Og þar með
hófst stígvélaða tízkan í Róm.
III.
Amerigo er stór og myndar-
legur maður og sterklegur og
ber árin létt þótt hann sé far-
inn að reskjast. Hann hefur ferð-
azt um allan heiminn og horft
á veröldina með sínum kímnu
augum og orðið víðsýnn og fyr-
irlítur kynþáttafordóma. Munn-
urinn er á bak við stórt hvítt
yfirvaraskegg og broddar þess
standa fagurlega snúnir út í
loftið gulleitir í endann einsog
litaðir af framandi gufum.
Andlitið hefur svip stærri
hugsunar en hann lætur uppi i
dag þar sem hann svífur léttur
með spaugi milli gestanncf á
danskrá hans og hið háa enni
hrukkast ekki gjarnan nema ein-
hver hafi dólgshátt frammi en
þá svífur Amerigo á vettvang
með víkingsins stríðsgleði og
tekur sjálfur til hendi, kannski
er hann afkomandi norrænna
víkinga sem endur fyrir löngu
áttu ríki á Sikiley og blönduð-
ust þeim fjölskrúðugu kynþátt-
um sem sóttu þangað: Föníkar,
Hellenar, Márar, Normannar.
Þú gengur upp gulan breið-
an malarstíg milli húsa sem eru
vafin gróðri og sum þeirra eru
völundarhús með ótal vinnu-
stofum listamanna eða sérvitr-
inga hvaðanæfa úr veröldinni
og það getur verið dagsverk að
finna eina slíka vinnustofu í
svona húsi; þegar þú ert kom-
inn inn í portið liggja stigar utan
á húsinu og svalir eftir hverri
hæð og þau eru gegnum holuð
undarlegum göngum sem opnast
út í dag eða inn í nóttina í ann-
an endann en lokast af eykta-
lausu myrkri í hinn endann.
Hver veit hvert það myrkur
sökkvir þér. Það er einsog að
drekka eitthvert undarlegt vín
sem þú berð ekki kennsl á, veizt
ekki deili á því, — hvað skeður?
A einum stað í húsinu er
kannski ungverski myndhöggv-
arinn Tot að dansa kósakkadans
þegar hann hefur boðið þér
vodka eða þrumað Púskkin,
kannski spilar hann klassískt
tónverk á nokkur vatnsglös með
misjafnlega mældu vatni f glös-
unum svo þau gefa mismunandi
Framhald á bls. 41.
vikan 20. tbi. — jg