Vikan


Vikan - 13.05.1964, Page 39

Vikan - 13.05.1964, Page 39
VIRÐULEGASTA HÖTEL f HEIMI Framhald af bls. 9. ílót, kallað „tronc" og síðan skipt ó ó milli allra, var slíkt ekkert einka- mál. Það er sérstakur matreiðslumað- ur fyrir þjónustufólkið og meira að segja fáliðað þjónustulið í litlu, dimmu herbergi hátt fyrir ofan bjart grillið á efri hæð. Þegar ég vann þar, var mat- urinn sem ég fékk svo vondur, að við komum á skiptiverzlun með leifar. Mitt starf var að skera mel- ónur, og þegar eitthvað var af ósnertum ávöxtum frá hádegisverð- inum í grillsalnum, skipti ég á þeim og brauðkollu frá þeim, sem sá um þær, eða við kjúklingamanninn á leifum af kjúklingi. En melónur voru ekki góð skiptivara. Ég borð- aði svo mikið af þeim sjálfur, að enn verður mér hálfflökurt við til- hugsunina um melónur. Kaupið er lágt. Ég hafði ekki nema 5 £ á viku, og meira að segja afgreiðslumaður þar með góða tungumálaþekkingu hafði ekki meira en svo sem 25 £ á viku. En margir hótelmenn vilja gjarnan vinna á Claridge's fyrir ekkert, bara til að hafa þau meðmæli, að hafa unnið þar. A sama hátt og þjónustufólkið verður að standast vissar kröfur, verða gestirnir að uppfylla þau skilyrði sem hótelið setur. „Við veljum gestina af mikilli vand- virkni", segir Van 'Thuyne. „Fyrsta krafan er, að vita hverjir þeir eru og hvaðan þeir koma. Þess vegna seljum við aðeins drykk í setustofunni. Við getum ekki átt á hættu, að laða einhverja að, sem haga sér illa". Eitt ráð er næstum óbrigðult til að komast inn hjá Claridge's, en það er að hafa nógu góðan titil. Synir hefðarfólks í Bretlandi hafa verið skráðir hjá Claridge's við fæðingu, á sama hátt og þeir eru innritaðir við Eton og Harrow. „A þann hátt", segir Van Thuyne ( fullri alvöru, „verða þeir í engum vandræðum að fá inni, þegar þeir þurfa síðar á ævinni". Soldánar, indverskir furstar og evrópsk stór- menni eru auðvitað boðin velkom- in á Claridge's. Tuttugu og sjö ára gamall liðsforingi í brezka hern- um reyndi í margar vikur að fá aðgang að hátíðahöldunum þar á gamlárskvöld, en honum var sagt, að ekkert sæti væri laust. Loks gerði hann það að gamni s(nu að hringja að panta aðgang fyrir Maharajarinn af Peshawar (en það var titill, sem hann hafði sjálfur búið til). Það var samstundis tek- inn frá fyrir hann aðgöngumiði. Hann klæddi móður sína f fjólu- bláan silki sari. Sjálfur fór hann f gráan og gylltan brókadejakka, setti á sig kollhúfu úr gömlum filt- hatti, sem móðir hans átti og gerði sér túrban úr rúmteppi úr silki. Eftir að hafa dekkt andlit sín með við- arlit, áttu þau ánægjulegt kvöld við konunglega aðbúð á Claridge's. Staðreyndin er samt sú, að það eru ekki margar konunglegar fjöl- skyldur, sem hafa efni á að borga það sem upp er sett fyrir hóteldvöl þar, en það er frá 9 £ upp í 54 £ á dag og eru máltíðir ekki þar innifaldar. Þess vegna kemur það fyrir, að slegið er af verðinu fyrir þá, sem bera réttan titil og eru au- fúsugestir. Hótelið gerir sér far um, að hafa rétt hlutfall milli þeirra, sem geta borgað og fína fólksins, sem er orðið vant því að búa á Claridge's, en hefur ekki lengur efni á slíku. Hver gestur, sem talinn er fasta- gestur, getur reiknað með hollustu og greiðvikni Claridge's-fólksins. Edwin Knopf, rithöfundur og kvik- myndastjórnandi frá Hollywood, var vanur að gista á Claridge's með foreldrum sínum, þegar hann var drengur. Nokkrum árum seinna, þegar hann var farinn að sjá fyr- ir sér sjálfur og bjó á litlu Lundún- arhóteli fyrir ekki 1 £ á dag, kom hann inn á Claridge's og kom framkvæmdastjórinn auga á hann og spurði hvar hann byggi. Knopf sagði honum það og bætti við, að hann hefði ekki lengur efni á að búa á Claridge's. Framkvæmda- stjórinn gekk frá, en kom strax aftur og sagði: „Við erum að senda eftir farangri yðar, Mr. Knopf, og það mun kosta yður það sama að búa hér og þar sem þér búið núna, — tæpt pund á dag". Einkennisbúnir þjónar í fullum skrúða taka á móti erlendum gest- um á skipsbryggjunni, hugsa um farangur þeirra og fylgja þeim að fráteknum sætum ( bátunum til lands. Þegar í land er komið koma aðrir einkennisklæddir þjónar til móts við þá og fylgja þeim í bíla, sem bíða eftir gestunum. „Við reynum að láta hverjum ferðamanni finnast, að hann sé dáður gestur á einkaheimili", segir Miss Eileen Kirby, yfirráðskona á hótelinu. Miss Kirby nær þeim áhrif- um með framkomu sinni og smekk- legum fatnaði, að hún sjálf sé eins konar gestur þarna líka og sé að rétta eigandanum, þá helzt ríkum enskum aðalsmanni á stóru óðali, hjálparhönd. Hún á litla rauða leðurvasabók, þar sem hún hefur skrifað hjá sér óskir og sérvizku hvers gests, og kemur það í góðar þarfir við síð- ari kynni. „Það er furðulega, hvað fólk getur beðið um", segir Miss Kirby. Hún vildi ekki gefa neitt upp um innihald bókarinnar, en af reynslu Mrs. Kathleen Hugett, sem kenndi Miss Kirby til að taka við starfinu, eftir að hún sjálf dró sig til baka fyrir þrettán árum, má geta sér nokkuð til um efnið. Til dæmis má nefna, að þegar Krúsjeff kom á Claridge's í opin- berri heimsókn, heimtaði hann spýtubakka — en það var húsgagn, sem ekki var til á Claridge's. Mrs. Huggett fékk smið hótelsins til þess að koma venjulegu næturgagni fyr- ir ( viðarkassa, og sætti Krúsjeff sig við þá lausn, þegar hann hafði látið yfirmann öryggisliðs síns ganga úr skugga um, að ( því væru ekki falin leynileg upptökutæki. Leikarinn Charlton Heston var ekki ánægður með hótelíbúðina, sem tekin hafði verið frá fyrir hann. „Algjörlega í stíl frá 1930", sagði hann háðslega. „Það getur gengið fyrir Noel Coward, en ekki fyrir mig. Ég vil fá eitthvað ekta enskt". Hótelstjórinn reyndi að geta sér til, hvernig Hollywood-útgáfan af „ekta ensku" væri, sýndi honum svo herbergiasamstæðu búna hús- gögnum í jápönskum stfl, svartlökk- uðum. Heston varð stórhrifinn og smekkur hans komst á blað litlu rauðu bókarinnar. Að beiðni Peter Kruger le Roux, landbúnaðarráð- herra Suður-Afríku, sauð kokkur- inn á Claridge's tveggja punda strútsegg frá búgarði Roux, þótt það tæki eina og hálfa klukku- stund að sjóða það svo það sam- svaraði hænueggi soðnu í fjórar mínútur. Hótelið neyddist til að neita krónprinsinum af Yemen um að láta þjóna sína slátra kindum í eldhúsinu, en kom samt að nokkru til móts við óskir hans — þjónn hans fékk að skera kjúkling á háls með sverði sínu. Einhver takmörk verður auðvit- að að setja. Orson Welles var víttur fyrir það, að leyfa að aug- lýsingamyndir væru teknar af hon- um inni í hótelinu, og Bing Crosby var álasað fyrir að reyna að spila golf. „Einn morguninn var úrhellis- rigning", rifjar Crosby upp, „og þar sem ég gat ekki farið út að spila, fór ég upp í forstofu á annarri hæð með kúlupoka og fimm kylfur. Ég var að slá kúlur upp ( bréfakörf- ur, þegar mér var sagt, að stjórn hótelsins gæti ekki sætt sig við svona framferði". Þegar Crosby reyndi að panta herbergi síðar á ferð sinni til London, var honum sagt að ekkert pláss væri laust. „Það var leiðinlegt", sagði hann, „því að ég var stórhrifinn af bað- kerunum þeirra — þau eru þau lengstu, sem ég hef séð í nokkru hóteli". Annar gestur gekk líka heldur langt, en það var ríka, miðaldra konan, sem sendi eftir Mrs. Hugg- ett og læsti dyrunum þegar hún var kominn inn í herbergið. „Mér leið- ist", tilkynnti hún henni. „Ég hef gert allt, reynt allt — nema hvernig það er, að kyrkja einhvern". Svo færði hún sig nær Mrs. Huggett og neri saman höndunum. í þetta eina skipti var Mrs. Huggett ekki til þjón- ustu, stóð ekki einu sinni kyrr og beið. Hún hljóp að dyrunum, opnaði þær með varalyklinum, sem hún bar á sér, og lét svo flytja gést- inn burt í spennitreyju. En flestir gestir bera of mikla lotningu fyrir hinu hátíðlega and- rúmslofti í Claridge's til að láta sér detta nokkur strákapör í hug. VIKAN ?0. tbl. — oq

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.