Vikan


Vikan - 13.05.1964, Side 47

Vikan - 13.05.1964, Side 47
i aftursætið i bílnum, og síðan fylgdist hún áhyggjufull mcð, þegar hílstjórinn skipti aftur á bak, og afturhjólin grófu sig niður í lausan jarðveginn. „Þetta þýðir ekkert,“ hrópaði hún gegnum hávaðann frá bíln- um. „Hafið þið ekki öxi?“ Hermaðurinn hristi höfuðið og brosti ofurlítið. Þá gekk kon- an og sótti steinhnullung og renndi honum niður í grófina aftan við annað hjólið. „Hafið þið ekki vökvalyftu?" spurði hún liðsforingjann. „Ef við bara getum lyft honum, þá komum við steinum undir lijól- in og getum bakkað upp á veg- inn.“ „Takið barnið úr bílnum og hypjið yður burt,“ sagði hann. „Við verðum ef til vill að sitja hér, þar til við höfum náð í kranabíl. Ég skal láta taka yður fasta.“ Hún leit varla á hann, en tók saman svuntufaldinn með ann- arri hendi og tíndi í ákafa smá- steina i svuntuna. Ungi hermaðurinn hafði stig- ið út úr bílnum aftur og stóð teinréttur í baki við dyrnar. Liðsforinginn leit á undir- mann sinn, og rödd hans var liá og skræk, eins og í reiðum kven- manni: „Hatcher, þú ert ekki uppstilltur á liersýningu. Náðu i vökvalyftuna!“ Honum var greinilega óljiift að verða að taka upp tillögu kon- unnar. „Já flýttu þér nú, góði mað- ur,“ bað konan og nam ekki stað- ar eitt augnablik að tína i svunt- una, en liafði þó ekki auga af barninu í aftursætinu á bíln- um. Það hafði fálmað með hönd- unum og vikið til ábreiðunni, svo að í ljós kom dökkleitt hár og gulhvítt andlit, afmyndað af áreynslu, eins og það væri að reyna að hljóða eða tala -— eða öllu heldur að kafna. Konan flýtti sér að afturhjól- unum, steypti úr svuntu sinni og hélt siðan áfram að tína smá- steinana meðfram brúninni. Ungi hermaðurinn náði í bíl- lyftuna og setti hana á sandbakk- ann undir aftur-stuðaranum. „Nei, þetta er þýðingarlaust,“ sagði konan, þegar hún kom með meiri steina. Hún hélt annarri hendi um svuntufaldinn, en tók lyftuna burt með hinni og lagði hellustein ofan á sandinn. Að því búnu setti liún lyftuna á hell- una og virti snögglega fyrir sér þennan umbúnað með rannsak- andi augnaráði. „Nú heldur það,“ sagði hún, um leið og hún sleppti steinun- um úr svuntunni bak við annað afturhjólið. Síðan leit hún kvíða- full undir bilinn að framan, þar Sem furuhríslurnar höfðu þving- azt í pressu undir bilnum. Liðsforinginn stóð þegjandi á malbikinu á vegarbrúninni. Við og við leit hann á armhands- mactur dagsi KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.