Vikan


Vikan - 13.05.1964, Síða 56

Vikan - 13.05.1964, Síða 56
hliðargötuna í Nice. Þarna var dimmt um að litast, og enginn á ferli. Hvergi var bíl að sjá. Eddie hvíslaði: ■— Hvar förum við inn? — Þar sem ég kom út, sagði Julian. — Yfir vegginn og inn um opinn glugga. Ég ætla að kíkja fyrst; lyftið þið mér upp. Hann kom aftur eftir svo sem mínútu. -— Af stað með ykkur, hvíslaði hann handan við vegg- inn. — Við komum nógu snemma. Húsið virðist tómt. Þegar þeir voru komnir inn, fóru þeir Henri og Eddie að líta í kringum sig, á meðan Julian hringdi í Villa Marguerite. — Þetta gengur allt vel enn, sagði hann við Mr. Pimm og gaf honum upp símanúmerið. — Svo verðið þið að láta mig vita um leið og eitthvað gerist. — Já, en við höfum ekki hug- mynd um hvað við þurfum að bíða lengi. Þú skait þess vegna bara fara að sofa, annars verð- urðu ómögulegur maður í fyrra- málið . — Kæri vinur, ég gæti aldrei sofnað, aldrei. — Leggðu þig að minnsta kosti. Danielle eða Carlo geta setið við símann. •— Þú hefur sennilega á réttu að standa. Þið eruð fyrirtaks- piltar, allir saman. — Þú skalt slá okkur á öxlina, þegar við erum búnir að góma þorparann, segði Julian og sagði Mr. Pimm, að ef hann vildi ná í þá í síma, skyldi hann láta sím- ann hringja tvisvar, slíta síðan sambandið og hringja á ný. Hinir komu inn og Henri sagði: — Ekkert fordyri. Bara eldhús, tvö svefnherbergi, og svo er gengið beint inn í stofuna. En þú sagðir okkur ekki frá slánni á kjallarahurðinni. —- Nei, ég varð líka að brjóta hana upp. Eddie sagði: — Þú varst hepp- inn, að viðurinn var svolítið far- inn að fúna. Annars værirðu enn- þá hérna niðri. — Við skulum vona að Anna- belle verði jafn heppin. Þeir slökktu ljósin í öllum her- bergjunum og komu sér síðan fyrir í myrkrinu. Eftir drykk- langa stund heyruð þeir fótatak sem nálgaðist, en eigandi fóta- taksins hvarf inn um aðrar dyr við götuna. I fjarska heyrðist klukka slá 10, 11, 12. Það ískraði og brakaði í húsinu í kringum þá og þeir sátu og biðu steinþegj- andi, allir með hugann bundinn við Annabelle. Það var liðið talsvert á næsta dag, og snekkjan var búin að stíma í 14 klukkustundir eftir brottförina frá Ventiniglia, þeg- ar Fabio náði í Annabelle niður í káetuna. Þau höfðu léttan með- vind, hvergi var ský að sjá á himni, og allt umhverfið var bað- að í hinum sérkennilega Mið- jarðarhafsbláma. Tvöföld diesel- vélin í snekkjunni skrúfaði hana áfram með miklum krafti. Fabio lagði nokkra púða á sæti uppi á dekkinu. Hann benti á kjölfarið: — Tuttugu og fjórir hnútar signorina, sagði hann stoltur, —- hvað finnst yður um það? Stern var uppi í brúnni í hvítri peysu og strigabuxum. Hann var með kíki um hálsinn. Hann kall- aði á Fabio, bað hann að taka að sér st'jórnina, og síðan gekk hann niður til Annabelle. — Jæja, sagði hann, — og hvernig skemmtir svo litli band- inginn okkar sér? Hreimur hans kom henni til þess að hugsa um Henri. — Ég myndi njóta ferðarinnar betur, ef ég væri svolítið meira uppi á þilfarinu, sagði hún og reyndi að fremsta megni að vera ekki skjálfrödduð. — Já, því miður. En sjáið þér til, það hafa verið önnur skip allt í kringum okkur næstum því í morgun. Og mér er hálf illa við að það sjáist til yðar, jafnvel úr fjarlægð. Sígarettu? — Takk. Stern kveikti í sígarettunni fyrir hana. — Okkur lízt vel á yður. í fyrstunni vorum við dauð- hræddir um að þér mynduð sleppa yður gjörsamlega, þegar við bæðum yður að skrifa þessi bréf fyrir okkur. Þér vitið, verða móðursjúk. Annabelle sagði: — Heyrið þér mig, Stern, eða hvað þér nú heitið, þér haldið þó ekki að þér komizt upp með þetta, er það? — Ojú, það vitið þér bezt sjálf. — Ekki ef — ekki ef þér slepp- ið mér einhvern tíma. Stern brosti til hennar. — O, við sleppum yður þegar að því kemur. Kannski kyssum við yður allir í kveðjuskyni. — Hvað er langt þangað til? — Það er undir yður sjálfri komið. Hann brosti gleitt til hennar. Auðvitað verðið þér að vera góð stúlka og samvinnuþýð. Hermann kom nú upp á þil- far. Hann var klæddur í sam- festing og allur útataður í olíu. Hann leit til himins og sagði: — Hvílíkur dagur, Fraulein. Ekki sízt fyrir yður. Síðan hvarf hann aftur niður um lúguna. — Hermann er snillingur á vélarnar, sagði Stern. —■ Þær bila aldrei. Annabelle sagði: — Hvað gerðuð þér við Julian? Stern sagði að Soames væri í góðum höndum. Þeir voru hon- um þakklátir. Þegar hann hafði ekið Annabelle niður á brimgarð- inn við St. Raphael, var eins og þeir hefðu himin höndum tekið. Þeir urðu að láta hendur standa fram úr ermum, en allt hafði gengið vel. Bíll Annabelle hafði verið mesta vandamál þeirra, því að hann mátti ekki finnast, og Denzel, — hún hafði rétt kom- 56 VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.