Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 5
I menntaskólanum ffyrir 40 árum
Stundum kemur það fyrir, að óvenjulega mikið af velgefnu fólki lendir saman í einum bekk í skóla og verður síðar á ævinni þjóðkunnugt
fyrir ýmiskonar störf eða afrek. Þannig hefur það orðið hér. Þetta er ósköp venjulegur unglingahópur á að sjá og sker sig ekki frá
gagnfræðaskólaunglingum í dag, enda þótt myndin sé 40 ára gömul. Þetta er í Menntaskólanum í Reykjavík, líklega 3. bekkur, og
kennarinn er Bogi Ólafsson. Stúlkurnar talið frá vinstri: Jórunn Norðmann, píanóleikari, Fríða Proppé, lyfsali á Akranesi, Jóhanna
Sigurðardóttir frú, María Thoroddsen frú, Guðrún Guðmundsdóttir læknisfrú á Eskifirði, Kristín Sæmundsson píanókennari, dóttir
Bjarna heitins Sæmundssonar, og Guðrún Þórarinsdóttir, Þorlákssonar listmálara, prófastsfrú í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. _ Pilt-
arnir, talið frá vinstri: Gísli Johnsen, Vestmannaeyjum, Huxley Ólafsson, útgerðarmaður í Keflavik, Matthías Matthíasson, Einarssonar
læknis, Jónas Karlsson, Einarssonar bæjarfógeta í Vestmannaeyjum, Bjarni Benediktsson, núverandi forsætisráðherra, Eyþór Gunnarsson,
læknir, Eiríkur Einarsson, arkitekt, sonur Einars Helgasonar í Gróðrarsöðinni og bak við hann: Ragnar Ólafsson, lögfræðingur, Jó-
hann Sæmundsson, prófessor, nú látinn og Jón Sigurðsson, borgarlæknir. (Sendandi Fríða Sæmundsdóttir).
GflMLflR MYNDIR
Þegar þessir fimmmenningar komu saman, hétu þeir einu
nafninafni Fjárhagsráð. Þetta var eins og menn muna, eftir-
stríðsárafyrirbrigði, og allir eru guðsfegnir, að Fjárhagsráð
skuli vera úr sögunni. Þessi mynd mun tekin á dögum „Ný-
sköpunarstjórnarinnar“, 1945, þegar ráðið var nýtt af nálinni.
Talið frá vinstri: Bragi Kristjánsson, skrifstofustjóri Fjárhags-
ráðs, nú Landssimanum, Óskar Jónsson í Hafnarfirði (fyrir
Alþýðuflokkinn), Jóhann Þ. Jósefsson formaður (fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn), Einar Olgeirsson (fyrir Sósialistaflokkinn)
og Sigurður Þórðarson, fyrrum kaupfélagsstjóri á Sauðár-
króki (fyrir FramsóknarfIokkinn). Á Fjárhagsráðsárunum var
naumast hægt að reka nagla í spýtu án þess að til þyrfti
að koma Ieyfi ráðsins. Þá var fjárfestingarleyfi einn allra örðug-
asti hjallinn, þegar menn vildu byggja. Fjárfestingarleyfi og
bílaleyfi urðu svartamarkaðsvara og grundvöllur fyrir margs-
konar svindl og brask eins og skömmtun er altlaf. (>
Sendið VIKUNNI gamlar
myndir til birtingar
Flugfreyja Norðurlanda
Þessi mynd er raunar í það yngsta til að hægt sé að kalla hana
gamla. Hún er 14 ára, tekip einhverntíma á árinu 1950. Stúlk-
an á myndinni er engan veginn venjuleg flugfreyja í auglýs-
ingamynd fyrir Loftleiðir, sem hafa verið aðeins 6 ára á þessu
ári (urðu 20 ára nú í sumar). Það var haldin einhverskonar
samkeppni fyrir flugfreyjur frá öllum Norðurlöndum, hæfnis-
próf eða eitthvað þvíumlíkt og Margrét Guðmundsdóttir frá
Reykjavík og flugfreyja hjá Loftleiðum, var kjörin „Flugfreyja
ársins“ á Norðurlöndum. Stuttu síðar giftist Margrét Hans
Malmberg, sænskum ljósmyndara, sem hafði dvalið allmikið
hér á landi og tekið myndir; m.r*. gaf hann út myndabók um
ísland. Eftir því sem við be? jm, búa þau í Svíþjóð. 0
' :
mmrnm
'■ . y-:Í: