Vikan - 04.06.1964, Side 36
Viðlegu- og ferðaútbúnaður
er góð tækifærisgjöf
Munið að úrvalið til
tækifærisgjafa er í
Kjörgarði - Laugavegí 59
PÓSTSENDUM
TJÖLD
HVÍT OG MISLIT MARGAR
GERÐIR.
SÖLSKÝLI
TÖSKUR
M/MATARÍLÁTUM (PICNIC).
SVEFNPOKAR
VINDSÆNGUR
BAKPOKAR
SÓLSTÓLAR
MARGAR GERÐIR.
GASSUÐUTÆKI
MARGSKONAR.
FERÐAFATNAÐUR
ALLSKONAR.
GEYSIR H/Fv TEPPA OG DREGLADEILDIN
Svo hélt hann áfram:
— Hverrar þjóðar ert þú?
— Ég? Auðvitað íslenzkur.
— En þú ert ekki Eskimói?
— Nei. Það er enginn Eskimói
á íslandi. Við erum alveg eins
og Bretar. Það voru Norðmenn
og írar, sem fundu ísland og
byggðu það.
— En þú býrð þó í snjóhúsi?
—■ Nei. Á íslandi búa menn í
betri húsum en hér í Bretlandi.
— Auðvitað, já. Það er svo
kalt þar.
-— í morgun var miklu hlýrra
þar en hér, og hefur verið svo
í vetur.
— Einmitt? Hann vildi ekki
lýsa mig lygara, en svipurinn
sagði: Blaðamenn á íslandi eru
sem sagt engu minni lygalaupar
en hér á Bretlandi.
Hann vætti neðri vörina og
tók sér drjúgan tíma til þess.
Svo spurði hann:
— Hvenær urðum við frægir
á íslandi?
Ég renndi huganum aftur á bak
til þess að rifja upp, hvenær ég
hefði fyrst heyrt um þá. Svo
mundi ég það: Það var síðast
í nóvember, sama daginn og Sig-
urður Benediktsson hélt uppboð-
ið á Kjarvalsmyndunum.
—■ Það hefur verið svona í
nóvember eða desember.
— Þá vorum við búnir að vera
frægir lengi.
— Hvenær urðuð þið frægir
hér heima?
— f janúar í fyrra.
Hvernig atvikaðist það?
— Hvernig?
— Já, ég meina — byrjuðuð
þið þá að spila og syngja eins
og þið hafið gert síðan, eða kom-
uð þið þá fram í sjónvarpi eða
hvað?
— Nei. Það varð bara svona.
Við spiluðum á plötu, og þá urð-
um við frægir.
— Voruð þið þá að byrja?
— Nei. Við vorum búnir að
spila saman um tíma.
— Hvar?
— Hér og þar. Bara á litlum
stöðum.
— Hafið þið alltaf spilað og
sungið í þessum sama stíl?
Hann glennti upp skjáina og
glápti á mig, eins og það væri ég,
en ekki hann, sem var furðuverk-
ið. Svo kinkaði hann ákaflega
kolli, svo við lá, að ég fengi
hnerra. — Já, auðvitað, sagði
hann svo.
— Hefur ykkur aldrei dottið í
hug að breyta til?
— Hvers vegna? Hvað er vin-
sælla?
— Hafið þið alltaf verið sam-
an, þessir sömu menn?
— Nei. Fyrst voru Paul og
John og tveir aðrir strákar, en
svo hættu þeir, og við Georg
komum í staðinn.
-— Þeir sem hættu, sjá þeir
ekki eftir því núna?
— Svo sannarlega, sagði Ringó
„vinur minn“ af þunga.
— Græðið þið ekki mikið á
þessu?
— Ekki neita ég því.
— Hvað mikið?
■—■ Það er misjafnt.
— Eru peningarnir eina drif-
fjöður ykkar?
—■ Peningar eru góðir. Við gef-
um mikið til mannúðarmála.
— Af hverju?
— Af því að það er ekki rétt
að hjálpa ekki öðrum, þegar mað-
ur getur það.
— Er þetta ekki kommúnismi?
—■ Ég þekki ekki pólitík.
— Ertu ekki með mynd af
ykkur, sem ég gæti fengið?
— Nei, ég á frí í kvöld. En þú
getur keypt hana hvar sem 'er.
Þetta samtal hafði gengið trufl-
unarlítið. Að vísu höfðu fleiri
blaðamenn áhuga fyrir að tala
við Ringó, en þjónalið hússins
gætti þess vel, að hann væri ekki
ónáðaður. Og líklega hefði ég
átt að greiða aðstöðugjald fyrir
að geta talað við hann um öxl,
en þar að auki hafði ég fengið
leyfi. Og nú virtist það koma
aftur upp í huga hans, því hann
spurði:
- Biðja blaðamenn á íslandi
um leyfi, áður en þeir ráðast að
einhverjum með spurningar?
—- Alltaf.
— Það er gott. Það gera blaða-
menn hérna ekki. Og ekki heldur
í Ameríku.
-—■ Hvernig var ykkur tekið í
Ameríku.
— Vel. Vel.
— Hvað hafið þið ferðast
meira?
— Til Svíþjóðar, Frakklands
og Þýzkalands.
— Og viðtökurnar?
— Alls staðar mjög góðar.
— Líka í Þýzkalandi?
— Já.
— Samt er þeirra dægurmúsík
allt öðru vísi en ykkar.
■— Já, allt öðru vísi. En þeir
tóku okkur vel samt. Og mér
er sagt, að þeir séu að byrja í
okkar stíl.
Það var orðið töluverð ókyrrð
við borð bítilsins. Sjálfsagt var
það ekki vel liðið, að ég héldi
honum svona uppi á snakki. Það
var komið fararsnið á mannskap-
inn. Ringó bítill hafði eiginlega
snúið baki við mér. Ég reyndi að
ná athygli hans á nýjan leik og
spurði:
Heldurðu ekki, að Beatles-
æðið fari að minnka?
Iívers vegna það (why
should it)?
— Ganga ekki allir svona
faraldrar yfir?
— Hver veit fyrirfram, hvað
lifir og hvað deyr?
Þar með stóð Ringó „vinur
minn“upp til að fara. Látbragðið
gaf greinilega til kvnna, að við-
talinu væri lokið. Ég flýtti mér
að koma með lokaspurninguna:
— Ætlið þið ekki að koma til
íslands?
Hann leit niður á mig, þar sem
gg — VIKAN 23. tbl.