Vikan


Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 13

Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 13
Næturhvíld I Nuevo Leon Klukkan var tíu á stjörnubjartri sandauðninni, þegar við ókum inn í Nuevo Leon. Eftir nokltra snúninga á þröngum götunum milli sólbakaðra múrveggjanna fundum við gistihús og námum staðar fyrir framan það. Fáir voru á ferli svona seint, og einu hljóðin sem við heyrðum var niðurinn i gosbrunninum á flötinni handan við götuna og þytur eyðimerkurvindsins i pálmalundunum. Meðan við vorum að taka föggur okkar út úr bilnum, kom hótel- eigandinn út, brosti og bugtaði sig og beygði. Hann bar töskurnar með okkur inn i forsalinn. — Það er mér mikill heiður, að þið skulið koma hingað á mitt hót.el, sagði hann og stanzaði i miðjum forsalnum til þess að hneygja sig einu sinni enn. — Mér er það sérstök ánægja að hafa ykkur sem gesti. Þetta er mikill heiður í'yrir Reforma liótel. Við brostum til hans. Það var gott að láta taka svona á móti sér. Hann snaraðist innfyrir afgreiðsluborðið og lagði fram gesta- bók. Siðan rétti hann mér penna. — Þér eigið liúsið, senor, sagði hann rausnarlegur í bragði. — Hafið þið verið lengi i Mexicó? Við vorum þreytt og óhrein og langt frá þvi að vera upplögð ttl samræðna. Förin frá ströndinni, yfir fjöllin og eyðimörkina, var þreytandi og erfið. Þótt fjarlægðin væri ekki mikil, innan við 300 mílur, vorum við frá þvi klukkan fimm um morguninn að komast til Nuevo Leon. Ég kraflaði nafnið í gestabókina, að viðbættu ,,og frú.“ í næstu línu skrifaði ég fæðingarnafn konunnar minnar fullum stöfum. Hóteleigandinn tók gestabókina og skoðaði þessar tvær linur vel og lengi. —- Hvar er senorítan? spurði hann og leit á okkur. — Við erum bara tvö, svaraði ég, — konan mín og ég. Hann grúfði sig aftur yfir gestabókina, tók upp gleraugu og setti þau á sig. Eftir stundarkorn rétti hann úr sér, tólc ofan gleraugun og hristi höfuðið ákveðinn. — Nei, senor, sagði liann, og hætti að brosa. Konan min kom við olnboga minn. — Ég skal skýra þetta fyrir yður, senor, sagði ég. — Ég skrifaði nafnið mitt og bætti við „og frú“ fyrir konuna mína. Siðan skrif- aði ég i næstu linu fæðingarnafn konu minnar, starfsnafn henn- ar. Það var til þess að liafa allt skýrt og greinilegt. —• En hvar er senorítan? spurði hann. — Ég hef ekki séð hana enn þá. Hann leit á okkur hjónin og taldi okkur á tveim fingrum. — Hvar er senoritan? — Það er engin senoríta, sagði ég. — Konan mín og senorítan eru ein og sama manneskjan. Breitt bros ljómaði andlit hóteleigandans á ný. — Það er dásamlegt, sagði hann og hneygði sig djiqjt fyrir kon- unni minni. — Hvað þá? spurði ég. — Þér og senoríta ætlið að giftast, sagði hann. -— Það er dá- samlegt! Við hjónin hölluðum okkur þreytulega að afgreiðsluborðinu. Klukkan var að verða ellefu, og við liöfðum verið á fótum frá þvi klukkan fjögur um morguninn. Allir aðrir gestir Reforma hótels voru fyrir löngu gengnir til nóða. — Leyfið mér nú að útskýra þetta, senor, byrjaði ég. — þetta er norðuramerísk siðvenja. Þegar eiginkonan liefur sjálfstætt starfs- nafn, nafn, sem hún starfar og er þekkt undir, er algengt að skrifa bæði giftingarnafn hennar og starfsnafn eins og ég hefi nú gert. Það er hugsanlegt að hún fái skeyti með báðum nöfnunum. — Nei, senor, svaraði lióteleigandinn. ■— Það er óhugsandi. —• Hvers vegna? spurði ég. — Símstöðin er lokuð. —• Jæja, allt í lagi þá, sagði ég og leit á konuna mína. Hún hvildi höfuðið þreytulega á borðinu. — Við fáum varla skeyti í nótt hvort sem er. Látið okkur bara fá herbergi, svo að við, getum farið að sofa. Hóteleigandinn kinkaði kolli, alvarlegur i bragði. —■ Þetta er allt i lagi, sagði liann. — Ég misskildi ykkur. Mér þykir það mjög leitt. É:g bið ykkur að fyrirgefa. Ég skal nú láta ykkur hafa tvö herbergi, svo þið getið þegar gengið til hvilu. Konan min reisti höfuðið frá borðinu. —- Eitt herbergi, sagði liún syfjulega. ■— Það er ómögulegt, sagði hann ákveðinn. Höfuð konu minnar leitaði aftur niður á horðið. Framh. á bls. 40 VIKAN 23. tbl. — 13 Smásaga eftir Erskine Caldwell

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.