Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 15
Hver
veit
hvað
lifir
og hvað
deyr
Texti
Sigurður
Hreiðar
A vera staddur í stórborg um
nótt setur mann í eins konar reyf-
arastemmningu. Fólkið, sem lifir og
hrærist á staðnum og maður sér
skjótast framhjá, undir regnhlífum
og inni í bílum, er ekki lengur ein-
staklingar með einkalíf, heldur sögu-
persónur í bók, sem maður á eftir
að lesa. En kápan er lokkandi og
höfundurinn sagður spennandi, svo
bráðum segir einhver í hópnum: —
Eigum við ekki að reyna að kom-
ast inn á næturklúbb? Eða: — Eig-
um við að fara að sofa strax? Eig-
um við ekki að reyna að sjá svo-
lítið meira af borginni?
Það þarf ekki meira til. Allir vita
þó undir niðri, að dansandi fólk
hér á Bretlandi, er ekkert frábrugð-
ið dansandi fólki á íslandi, a.m.k.
ekki í aðalatriðum. Það kannski
bærir fæturna eitthvað öðruvísi og
hefur aðrar aðferðir við að hjóða
upp, en þar með er líka sagan sögð.
Og þó: Næturklúbbur hlýtur að
vera eitthvað meira en t.d. Borgin,
að minnsta kosti er ímyndunaraflið
svo vakandi, að mýflugan verður
auðveldlega að úlfalda.
Við erum í boði Flugfélags ís-
lands, hópur íslenzkra blaðamanna
í London. Kvöldverðurinn í Hilton-
hótelinu er að baki með öllum sín-
um ágætu bröndurum og við stönd-
Framhald á bls. 34.