Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 33
að hann bíður aðeins eftir hent-
ugu tækifæri til þess að þrýsta
hendur okkar að skilnaði.
Það er vetur og ég stend við
gluggann i herberginu mínu og
styð olnbogunum við gluggakist-
una. Mér er samt ekkert kalt,
ég er bara svolitið sár af þvi
að ég er seytján ára og kemst
þó ekki hjá þvi að hugsa. Það er
tilgangslítið að hugsa. Ef maður
vill hafa tilgang, þá á maður að
tala, tala, sem mest um sem
minnst.
Ég söng i dag, meðan ég tók
til í herberginu minu. Ég man
ekki, hvaða lag það var, en ég
hlýt að hafa verið i mjög góðu
skapi, i svo góðu skapi, að það
hvarflaði ekki að mér, hvað það
gæti verið niðurlægjandi, ef ein-
hver sæi mig vera að paufast
með ruslafötu bak við hús og
reyna að taka hlemminn af ösku-
tunnunni með annarri hendinni.
Maður á aldrei að vera í góðu
skapi, svo aðrir sjái. Og þegar
ég hafði þvegið gólfið og þurrk-
að rykið af húsgögnunum, sett-
ist ég og fór að hugsa um það,
hvort hún vildi koma með mér
heim eftir bíó. Kannski, kannski
ekki, en samt setti ég kerti i
stjakann á kringlótta borðinu
minu og datt snöggvast í liug
að fá blóm lika.
Þær grillur þaggaði ég sam-
stundis niður. Það er jafn fárán-
legt og að beygja sig eftir fimm-
eyringi, sem annar hefur fleygt.
Það ber vott um viðkvæmni og
viðkvæmur maður er glataður
maður. Ég er karlmaður. Þess
vegna kveikti ég strax á kert-
inu og lét það brenna niður til
hálfs. Þetta mátti ekki sýnast
fyrirfram ákveðið eða bera keim
af undirbúningi neins konar.
Ég ætlaði að halda í höndina
á henni í bió, kaupa handa henni
kók i hléinu og vera kurteis og
nærgætinn. Svo myndum við tala
saman á heimleiðinni, það var
svo margt, sem mig langaði til
að segja henni. Kannski færum
við áður niður á rúnt eða inn á
skálann. Ég mundi fara, hvert
sem hún vildi.
Nú heyri ég fótatak í gangin-
um, stutt, létt og mjúkt hljóð
í inniskónum hennar mömmu.
Gluggatjöldin kippast til, þegar
hún opnar dyrnar og það hrikt-
ir i hálfopnum glugganum.
„Hvað, ert þú heima? Ég hélt,
að þú hefðir farið í bió.“
Ég svara ekki og held áfram að
horfa út í kvöldið.
„Viltu mjólk?“
Hún heldur, að ég sé smá-
strákur ennþá. „Nei takk.“
„Jæja, vinur, þú ætlar bara að
vera góði drengurinn í kvöld,“
og fótatakið fjarlægist, en hún
misskilur mig.
Góði drengurinn. Ég kæri mig
ekkert um að vera góður og vera
vorkennt, viðkvæmur og hafður
fyrir skotmark. Það er enginn
góður, sem hugsar.
CATARINA
- TEYGJUBELTI
MEB UNDRATEYGIUNNI
,FRAGAMA‘
2gagnstæðir
eiginleikar
• HELDUR AÐ
• ÓTRÚLEGA MJÚKT
Þær konur, sem notað hafa CATARINA-
teygjubeltið munu staðfesta ágæti þeirra.
Utan um sokkaböndin er smekklega kom-
ið fyrir borðum og ÞVÍ er CATARINA-
teygjubeltið NAUÐSYN fyrir konur, sem
þola ekki járn- eða plastsokkabönd næst
sér.
ÞETTA ER VARA, SEM MÆLIR BEZT MEÐ
SÉR SJÁLF.
FÆST í SÉRVERZLUNUM UM LAND ALLT.
HEILDSÖLUBIRGÐIR: HeÍldverZÍUn G. BERGMANN LAUFÁSVEGI 16 - SÍMI 18970
Ég strýk lófanum eftir rakri
rúðunni og þurrka burt alla
punktana og strikin. Það borgar
sig ekki að vera góður, ennþá
síður að hugsa. Á meðan ég
keypti miðana i dag, var ég að
liugsa. Ég var að hugsa um hvað
það væri gaman að fá að kyssa
hana, kyssa hana mikið og lengi
og...
Nei, ég er ekki góður.
Og svo, þegar ég mætti spyrj-
andi augnaráði afgreiðslustúlk-
unnar í miðasölunni, sagði ég:
„Fá tvo klukkan niu.“
„Uppi eða niðri?“
„Fá tvo aftarlega niðri,“ sagði
ég eftir andartaks umhugsun.
Ég vissi ekki, hvort ég átti að
labba á undan eða eftir stúlku
upp stiga og vildi ekki hætta á
að verða mér til minnkunar.
Þegar ég fer að hyggja að þvi
eftirá, kemst ég að raun um,
að ég lief verið dálitið óstyrkur,
er ég valdi símanúmerið liennar.
Ég var búinn að greiða mér
vandlega og hafði burstað i mér
tennurnar. Mér fannst samt ég
ekki vera maður fyrir því, sem
ég hafði færzt í fang, eins og ég
liefði álpast upp á stóra brettið
i sundhöllinni og allir biðu eftir
þvi, að ég stykki útí, til þess að
sú næsti gæti stungið sér.
Ég stökk og samtalið situr enn
fast i lieilabúi minu, eins og
gapandi fiskur á öngli. Hauskúp-
an bergmálar ennþá hljómfagra
rödd hennar og þó eru rúmir
tveir tímar siðan.
Hendur mínar titruðu og hjart-
að, tók svolítinn kipp, þegar ég
heyrði simann hringja hjá henni.
Þetta er svipuð tilfinning og
maður verður var við i bíl, sem
þýtur yfir litla hæð á veginum,
þessi fiðringur undir bringspöl-
unum. Og um leið og hún svar-
aði varð ég tómur, tómur eins
og bensíntankurinn í bílnum
hans Lúlla.
„Halló,“ sagði hún.
„Halló,“ barkinn stóð fastur
i kokinu á mér.
„Hver er þetta?“
Ég hafði ekki hugmynd um,
hvað ég átti að segja ... „Þekk-
irðu mig ekki?“
„Er þetta Lúlli?“
„Nei.“
„Gunni?“
Barkinn seig enn lengra of-
an i kokið á mér. Ég reyndi að
kingja lionum en allt kom fyrir
ekki. „Nei,“ sagði einhver ann-
arleg útgáfa af málrómi mínum.
„Hver er þetta þá?“
Ég get ekki skilið, hvers vegna
en einhvern veginn datt mér í
hug að spyrja um svolítið. „Hvað
varstu að gera í gærkvöldi?“
VXKAN 23. tbl. — gg