Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 29
Króm-húsgögn
SINDRASMIÐJAN
Hverfisgötu 42 — Sími 24064
KVÖLDJAKKI
Framhald af bls. 23.
sauminn. Sé efnið fremur þykkt
eða stíft má sleppa millifóðrinu.
Brjótið barmfóðrið við miðlínu
að framan inn á röngu, og tyllið
niður í höndum. Sníðið fóðrið í
jakkann eftir sömu sniðum,
saumið saman, tyllið í jakkann og
leggið niður við í höndum allan
hringinn.
Saumið nú að lokum skinn-
ræmur til skreytingar framan á
ermar og í hálsmál.
Ef sníða þarf skinnið, er það
gert með rakvélarblaði frá röngu,
síðan eru ská- eða jaðarbönd
vörpuð við brúnir þess, rétta móti
réttu, brotið yfir á röngu, tyilt
saman og fóðrað, ef æskilegt þyk-
ir. ★
BLÚSSA
Framhald af bls. 23.
málsins, gangið frá honum að
utan, leggið hann síðan réttu mót
réttu við hálsmálið, saumið 1 sm
frá brún, brjótið inn á röngu og
tyllið niður.
Saumið renning neðan á blúss-
una á sama hátt.
Brjótið inn af ermunum og
gangið frá á sama hátt.
Festið tölur á vinstra barm á
gagnstæðan stað við hnappagöt-
in. ★
KANNSKI DANSA
SUMIR
Framhald af bls. 17.
aftur á móti vináttan vera orðin
að vana, fastur liður eins og
sjoppan. Ég sá það eiginlega
fyrst núna, hvað við höfðum ó-
líkan huga. Bóbó var ekkert
slæmur strákur. Hann lét bara
mikið á sér bera og sagði klúra
hrandara.
Einum smásteininum sparkaði
ég upp á stéttina fyrir framan
húsið heima.
Daginn eftir voru skýjabólstr-
arnir fyrir ofan Esjuna, eins og
greiðutætt hár á táningsstelpu
og ég hugsaði mikið um stúlk-
una, sem hét Gunna og átti heima
í næsta húsi við Bóbó.
Kannski mundi ég hitta liana
á dansleik í Vetrarkaffinu. Það
væri annars gaman að fá að
dansa við hana rólegan vals eða
tangó. Hún dansaði áreiðanlega
vel, vafalaust betur en þær flest-
ar . En ég ... Jæja, það var allt
í lagi að hugsa um þetta. Ég
kunni ekki að dansa, en hvað um
það. Ég skyldi samt reyna cin-
hvern tima. Bara að ég væri
töffgæi á támjóum tvistskóm.
Og vikur liðu við dagdrauma,
værð, sjálfsmeðaumkun og ein-
manaleika. Þar til á gamlársdag,
að Bóbó hringdi til mín og bauð
mér heim til sin.
„Ertu með?“ sagði hann. „Þú
ræður því auðvitað sjálfur, livort
þú kemur eða ekki, en það verð-
ur svaka fjör.“
„Hvar?“
„Nú, hérna, heima hjá mér.
Það verður nóg að drekka. Mað-
ur fer bara í vínskápinn hjá
karlinum. Allt fljótandi, maður.“
„Ertu ekki að ljúga þessu,“
spurði ég, án þess þó að efast.
„Hvað, heldurðu að það sé
fyrsti april i dag eða hvað, mað-
ur? Það er náttúrlega enginn að
neyða þig, ef þú vilt ekki
skemmta þér. Ég hélt bara, að
þú værir ekkert á móti kven-
fólki og brennivíni.“
Kvenfólk og brennivin. Hann
gat talað um þetta tvennt, eins
og um eina heild væri að ræða.
Eðlilega hafði ég áhuga á stelp-
unum, en Bóbó talaði svo óvirðu-
lega um þær.
Stúlkur eru þó fólk, alveg
eins og við strákarnir.
„Jú, ég kem, hvenær byrjar
þetta?“
„Komdu eftir klukkutima eða
svo. Ég er búinn að smala sam-
an sandi af krökkum, hóaði bók-
staflega öllum lýðnum saman,
svo að þetta verður allt í liimn-
unum.“
Bráðlát börn höfðu fengið feð-
ur sína til þess að skjóta fyrstu
flugeldunum á loft og hér og þar
mátti sjá eldrákir stiga til him-
ins, hátt i kvöldhúmið. Stöku
sinnum heyrðust skot og hvellir
og íbiiðin heima hjá Bóbó var
uppljómuð.
Klukkan var hálf sjö.
Út um opinn stofugluggann
ómaði fjörugt tvist-lag og ég
þurfti ekki að hafa fyrir því
að hringja dyrabjöllunni, því
að dyrnar stóðu opnar og nokkr-
ir krakkar voru i ganginum að
tala við Bóbó.
Hann hélt á glasi í hendinni
og bauð okkúr öllum inn. Það
mættu okkur áköf og dynjandi
hróp frá fólkinu, sem fyrir var
og Bóhó sýndi okkur, hvar við
gátum látið yfirliafnir okkar.
Þegar við komum inn í stof-
una, var búið að hella vini i glös
handa okknr öllum. Stelpurnar
muldruðu einhver mótmæli, en
Bóbó sló þær út af laginu.
,,Það er allt leyfilegt á gamlárs-
lcvöld,“ sagði hann hrosandi.
Þegar hann brosti svona, varð
maður viss um, að allt sem hann
sagði væri satt og rétt.
Við lyftum glösum okkar og
skáluðum. Ég fékk mér sæti úti
við gluggann og ein stelpan sett-
ist við pianóið og hamraði á
þrjár nótur.
„Spilaðu heldur hitt lagið,“
sagði Bóbó og krakkarnir hlógu,
en stúlkan fór að leika æfinga-
kafla fyrir byrjendur.
„Hækkið þið útvarpið,“ kall-
ar einhver. Stúlkan fór lit af
laginu og hætti.
„Við skulum dansa,“ sagði hún
og reis upp af stólnum. Svo hóf
hún að dansa tvist og einn strák-
urinn lagði frá sér glasið og byrj-
aði líka að dansa.
Ég dreypti af og til á víninu
og velti þvi fyrir mér, hvort
Gunna færi ekki að koma. Ég
var viss um að lmn kæmi. Það
var komið fullt af fólki i ibúðina.
Sumir dönsuðu, en aðrir sátu eða
ráfuðu um. Það var hlegið, skrikt
og hamast og ég fékk glasið aft-
ur barmafullt. Einn pilturinn
stakk upp á þvi, að við færum
i leiki, en rödd hans með tillög-
unni drukknaði í hávaðanum.
Bóbó gekk fram á mitt gólfið,
ruggaði pínulítið og hrópaði:
„Kallinn og kellingin eru ekki
heima og við getum hagað okkur
eins og okkur lystir. Og upp
með fjörið.“
„Skál fyrir því!“
„Skál í botn!“ hrópaði ein-
hver. Ég skálaði lika i botn.
„Það er fint, að þau eru ekki
heima.“
„Tina ber, tína ber, skessan er
ekki heima.“ sagði ein daman
og tók ögrandi utan um hálsinn
á vini sinum.
„Hvað, þú heldur þér ekkert
að þessu maður.“ Ég leit upp og
Bóbó fyllti glasið mitt á nýjan
leik. Ég fékk mér vænan sopa.
Mikið helvíti væri gaman að
kunna að dansa. Ég horfði á
dansinn, iðandi kös, sem tramp-
UN*GFRÚ YNDISFRÍÐ
býður yður hið landsþeltkta
konfekt frá.NÓA.
HYAR ER ÖRKIN HANS NOA?
JÞa» cr alltaf saml lelkurlnn I hénnl Ynd-
isfriff oktkar. Hún hcfur fallS tirktna hans
Hia elnhvers staSar I WaSInu 'og heitlr
giSnm verSIannum handa þelm, sem getur
funúIS Brklna. TcrSIaunln. eru’ stír kon-
fektkassl, futlnr af hczta konfektl, og
framloiSanúlnn er auSvltaS BaslgœtisgorS-
Jn Nií.
Nafn
HcImlU
Örkln e’r & Vbu >
SiSast cr ðregiS var hlaufc verSIaunln:
Þorsteinn Barðason,
Kjartansgötu 8, Rvík
Vinninganna má vitja á skrifstofu
Vikuimar. 23. tbl.
VIKAN 23. tbl. — 29