Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 34
varir yðar
undur fagrar
Yardley varalitirnir eru dásam-
lega mjúkir og kremkenndir.
Gefa vörum yðar töfrandi útlit.
í hinu fjölbreytta Yardley lita-
úrvali með nýjustu tízkulitunum,
er liturinn yðar. Með þvi að
nota Yardley varalit verður bros
yðar yndislega bjart.
YARDLEY
VARALITUR
„SKELDÝRAFÁNA ÍSLANDS 1 -
eftir INGIMAR ÓSKARSSON
er komin út í nýrri útgófu. Segir fró öllum skeljategund-
um, er fundist hafa viS ísland. 108 myndir. Fróðleg,
skemmtileg, gagnleg. — Verð kr. 147,70.
BÓKAÚTGÁFAN ASÓR - Pósthólf 84 - Reykjavík
— VIKAN 23. tbl.
tókst mér að böggla út á milli
lamaðra varanna.
„Ó, ert það þú, Bóbó. Þú varst
andstyggilegur. Þú hefðir átt að
sjá kjólinn minn í morgun.
Skárri cru það nú lætin í þér,
maður. Annars er ég löngu búin
að fyrirgefa þér, þótt ég hafi
verið i klukkutíma að strauja
hann.
„Nei ég heiti ekki Bóbó.“
Það eru rúmir tveir timar
síðan ég lagði á, en agnald öng-
uls vonbrigðanna svíður jafn
sárt. Og ég, sem ætlaði einhvern
tíma að bjóða henni á dansleik.
Regndropar vetrarins seitla
niður af upsum húsanna eins
og tár og geislar rafljósanna
heyja vonlausa baráttu um
kvöldið.
Og af þvi að þú ert dauð fiski-
fluga, sem allir hafa viðbjóð á,
tek ég í eina löppina á þér og
kasta þér út um gluggann.
Það liggja tveir ónotaðir bíó-
miðar á kringlóttu borði og vet-
urinn er ennþá allsráðandi. En
bráðum kemur vorið, og kann-
ski dansa sumir við suma í sum-
ar.
RINGÓ STARR
Framhald af bls. 15.
um í anddyri hótelsins og horf-
um á iðandi sögu næturinnar úti
fyrir. Hvort klukkan hér er tólf
eða eitt skiptir ekki máli, hún er
hvort sem er tveim tímum á und-
an þeirri, sem vakti okkur heima
í gömlu, góðu Reykjavik í morg-
un.
Það er eins og næturlífsspurn-
ingarnar hvíslist þráðlaust um
hópinn, frekar en nokkur spyrji
upphátt. Og á sama hátt svara
þær, starfsstúlkúr Flugfélags ís-
lands í London, frú Ólöf Robson
og Ragnheiður Brynjólfsdóttir,
án þess að svarið heyrist: — Það
má reyna að komast inn í THE
SADDLE ROOM, það er hérna
rétt hjá.
Þar með opnum við bókina og
byrjum að lesa.
Fyrsti kafli gerist í leigubíl,
sem geysist gegnum borgina —
eða var það bara fyrir horn? —
og bílljósin gefa skuggunum líf
um stund. Góð saga gerir langa
leið stutta, og áður en við höf-
um skynjað sæti leigubílsins
stöndum Við framan við The
Saddle Room.
Okkur var vísað upp á loft.
Þar voru klefar og básar til rabb-
setu, ljósin dauf og allt skreytt
með hestamyndum og reiðtýgj-
um. Þetta var ekki söðlastofa fyr-
ir ekki neitt. Söðlasmiðurinn,
sem gekk um beina, færði okkur
glös, og hafði góð orð um að
rýma borð fyrir okkur niðri við
dansgólfið. Og það rak að því:
Við fengum tvö borð niðri og
það var eitt borð á milli þeirra.
Við það sátu brezkir unglingar.
Borðin voru stúkuð af með
bekkjum fram á gólfið út frá
veggjunum, sín setan hvorum
megin á einu baki. Ég fékk sæti
á slíkum bekk, sem hafði sama
bak og bekkurinn við borð
brezku unglinganna.
Hljómsveit var hér engin. En
úti í horni sátu tvær dömur í
glerskáp og höfðu sinn plötuspil-
arann hvor. Þær stöfluðu plöt-
unum á fóna svo eitt lagið tók
við af öðru í órofinni síbylju.
Hér dönsuðu menn ekki tangó og
vals, heldur tvist og sjeik. Það
var ekki nema sjaldan, að pörin
hefðu „eðlilegt hald“, eins og
Heiðar Ástvaldsson segir. Það
eru meira að segja ekki alltaf
pör. Þarna til dæmis sjeikar einn
piltur við þrjár stúlkur. Það er
eins og þau séu í þrautakóng.
Ég man ekki, hvort ég var að
koma frá því að dansa, eða hvort
ég stóð upp til þess að hleypa
einhverjum inn fyrir mig. Það
skiptir heldur ekki máli. En í
sama bili verður mér litið á þann,
sem deilir með mér sætisbaki.
Er sem mér sýnist?
Jú, það gat ekki verið annar
en hann. Með þennan lubba,
þennan fýlusvip. Og síður en svo
fallegur. Ég hikaði andartak, en
svo sá ég á honum hendurnar,
með öllum þessum hringum. Það
þarf ekki frekari vitnanna við.
Ég sný mér við í sætinu og
ávarpa þennan and-bakara minn:
— Fyrirgefðu — ert þú ekki
Ringó Starr?
Hann sneri sér við og leit á
mig og varð eins og gamall Dodge
Carry-all í framan. Svo svaraði
hann, eins og ekkert væri sjálf-
sagðara:
— Jú.
— Ég er blaðamaður hjá
stærsta vikublaði fslands. Mér
þætti vænt um að fá að rabba
við þig, svo ég geti sagt lesend-
um mínum frá því, að ég hafi
hitt þig.
Hann glotti um miðjan munn-
inn og hreyfði höfuðið á þann
hátt, að ég gat ekki annað en
tekið það fyrir samþykki. Svo
spurði hann, og það vottaði fyrir
lífi í augunum:
— Seljast plöturnar okkar á
íslandi?
— Ég er hræddur um það. Eins
og heitar lummur. Og fjöldinn
allur af smástrákum hefur mynd-
að hópa og stæla ykkur.
— Gott. Gott. Hann kinkaði
kalli ákaflega, og hárlubbinn
blakti eins og þvottur á snúru.