Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 45
„Ég var aldrei nema nokkrar vik-
ur í farskóla; það er nú öll mín
skólamenntun. Síðan hef ég alla
ævi verið að læra. Ég hef lært
margt af fiallarefnum, sem er okk-
ur mönnum að mörgu leyti gófaðri
— hann er til dæmis ekki að eyða
þreki sínu með óþörfum og til-
gangslausum ótta; óttast ekki neitt,
nema manninn og vopn hans, það
hef ég sannreynt. En fyrst og fremst
hef ég numið af gömlu fólki, körl-
um og konum,- setið ó stokk hjá
körlum og kerlingum komnum í kör,
sem almenningur taldi ekki nema
að litlu leyti með lifendum lengur
og sinnti ekki umfram það, sem
nauðsyn krafði, og af þessu fólki
hef ég kannski lært hvað mest og
gagnlegast. Og það get ég sagt
þér, að þetta fólk hafði getað meira
en margur vissi, og gat jafnvel enn.
Það sagði mér oft þætti úr ævi-
sögu sinni, þar sem einmitt þetta
kom óvéfengjanlega fram. En um
það verð ég að þegja,- afkomend-
ur þess og þeirra, sem sögur þessar
fjalla um, eru enn á lífi, vestur
undir Jökli eða hér í borginni. A
stundum hafði meira gengið undan
fyrir kraft þessa fólks, en það bjóst
við eða jafnvel ætlaðist til, þv! að
það var sterkara en það gerði sér
grein fyrir sjálft og gætti sín því
ekki. Þetta eru merkilegar sögur".
„Rekur þig minni til þess, eða
varðstu þess vísari, að fólk vestur
þar iðkaði galdra,- færi með kukl
eða eitthvað þvílíkt vitandi vits og
f ákveðnum tilgangi?"
„Mér er nær að halda, að það
sé enn til, eða hafi að minnsta
kosti verið það til skamms tíma,
að fólk iðkaði galdra — en án þess
að gera sér það Ijóst. Og aldrei
vissi ég til þess, eða hafði sagnir
af því, að nokkur maður beinlínis
magnaði seið. Nei, það er langa-
löngu úr sögunni".
„Segðu mér eitt að lokum, Þórð-
ur. Við höfum nú rætt um ýmislegt,
sem vísindin vilja enn ekki viður-
kenna, fjarvirkni hugarorkunnar,
eðlisávísun, drauma og skyggni,
jafnvel kraftmögnun fjallanna, rétt
eins og það væru góðar og gildar
staðreyndir, ákveðnir hlutir . . ."
„Við höfum alltaf litið á slíkt
sem ákveðna hluti undir Jökli. Að
minnsta kosti hingað til".
„Já, það hef ég líka gert mér
Ijóst af þessu samtali okkar. En
heldurðu að þeir tímar komi, eða
séu jafnvel ekki langt undan, að
vísindin fari í alvöru að fást við
þessa hluti — og að aukin þekking
og rannsóknartækni leiði til þess,
að þeir verði viðurkenndir sem vís-
indalegar staðreyndir og skýrðir á
eðlisfræðilegan og líffræðilegan
hátt? Raunar hefur maður þegar
haft fregnir af því að vísindamenn
við fræga háskóla erlendis, séu
þegar farnir að rannsaka þetta
nokkuð — t.d. fjarvirkni hugarork-
unnar, drauma . .
„Ég er ekki í minnsta vafa um
að hér sé um óvéfengjanlegar stað-
reyndir að ræða, og fyrir bragðið
er ég heldur ekki f neinum vafa
Til tækifærisgjafa
UR OC KLUKKUR
Trúlofunarhringir
Skartgripir
BorSsilfur
Listmunir
EINNIG KVENTÍZKUVÖRUR í FJÖLBREYTTU ÚRVALI.
KORNELÍUS JÖNSSON, úr- og skartgripaverzl.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 - SÍMI 18588
PÁLMINN , KEFLAVÍK - SÍMI 1339
um, að þær verði vísindalega sann-
aðar fyrr eða síðar, og þó heldur
fyrr en síðar; kannski í okkar tíð.
Og þá gerast merkilegir hlutir,
merkilegri en okkur getur órað fyr-
ir. Þegar sjálf hugarorkan verður
leyst úr læðingi, þá verða áreiðan-
lega enn voldugri straumhvörf en
þegar þeim tókst að leysa kjarn-
orkuna úr sínum viðjum. Kannski
á mannkynið alla sína framtíð und-
ir því, að hugarorkan verði ekki
einungis leyst úr læðingi, heldur og
beizluð og virkjuð. Þér finnst ég
kannski kveða sterkt að orði — en
þá fara að gerast stórir hlutir, þeg-
ar vísindin hafa tekið galdramanna-
sálfræðina undan Jökli í þjónustu
sína, og hefja hana til þess
vegs og virðingar, sem hún á
skilið ..." -jfcr
NÆTURHVÍLD í
NUEVO LEON
Framhald af bls. 41.
—- Það er bezt fyrir okkur
að komast að því, hvað hann
vill, sagði ég. -— Við getum hvort
sein er ekki sofið, ef hann held-
ur svona áfram.
— Farðu samt ekki að þrátta
við hann aftur, sagði konan
mín. — Segðu honum að það sé
orðið of framorðið til þess að
standa í rökræðum, en við skul-
um þrátta við hann strax eftir
morgunmat i fyrramálið.
— Hvað viljið þér, senor?
spurði ég hann að síðustu.
— Þér verðið að opna dyrn-
ar undir eins, kallaði liann án
þess að liætta að berja.
Ég reis á fætur og opnaði
dyrnar. Hóteleigandinn stóð á
þrepskildinum.
— Þetta er ómögulegt, sagði
hann æstur.
— Hvað er ómögulegt? spurði
éff-
—- Þér megið ekki sofa hjá
senorítunni, kallaði hann upp
yfir sig.
— Drottinn minn, hrópaði
konan mín. —• Hann er byrjaður
aftur.
Ég heyrði dyr opnaðar um
allan gang. Allir i hótelinu höfðu
vaknað við hávaðann.
— Sjáið þér nú til, sagði ég
reiðilega. — Ég er ekki að sofa
hjá neinni áenorítu. Þetta er
konnn min.
-— Það er ómögulegt, sagði
hann og hrýndi raustina.
— Hvers vegna er það ómögu-
legt? hrópaði ég á móti.
— Þér verðið að vera i öðru
lierbergi, senor, sagði liann.
— Á morgun getið þér kvænst
senoritunni, ef hún vill þá eiga
yður. En i nótt verðið þér að
sofa annars staðar.
Ég leit uppgefinn á konuna
mina.
— Hvað eigum við að gera?
spurði ég.
— Það má guð vita, sagði liún.
— Það er ómögulegt að koma
vitinu fyrir hann.
Ég sneri mér að hóteleigand-
anum aftur og ætlaði að fara að
ávarpa hann. En ég komst ekki
að.
— Það er ekki liægt, senor,
sagði liann og stjakaði mér fram
á ganginn. Ég fann liann ýta mér
fram að stiganum, fram hjá
fjölda fólks, sem stóð hálfsofandi
í dyragáttunum. Svo opnaði
hóleleigandinn dyr og kveikti
Ijósið.
■— Ég hið yður margfaldlega
að fyrirgefa mér, senor, sagði
hann og hneygði sig djúpt. Mér
þykir afskaplega fyrir þessu. í
sama bili stjakaði hann mér inn
fvrir, lokaði dyrunum og flýtti
sér að snúa lyklinum að utan.
Eftir að hann hafði tekið lykil-
inn úr skránni, heyrði ég hann
skálma hraðstigan fram eftir
ganginum. *
f FULIRI ALVÖRU
Framliald af bls. 2.
fullvist er, að ein meginástæðan
sé sú, að menn reyna allt of litið
á sig; taka sjaldan á, mæðast
aldrei og þá fer fyrir hjartanu
eins og öðrum vöðvum líkamans,
sem ekki fá æfingu. Það slapp-
ast og menn missa þrek. Auk
þess mun vera meiri liætta á
þvi að kransæðakerfi hjartans
stíflist, þegar hlóðið kemst
aldrei á verulega hreyfingu.
Nú hefur verið stofnað hjarta-
og æðasjúkdómavarnafélag í
Reykjavík og annað á Akureyri.
Ýmsir knnnir og mætir menn
eru meðal stofnenda, sumt af
því menn sem liafa orðið fyrir
barðinu á þessum áleitna sjúk-
dómi: kransæðastíflunni. Nú
hefur það komizt á dagskrá i
sambandi við stofnun þessara
félaga, að menn ganga allt of
lílið. Gangur er einhver bezta
æfing, sem völ er á til þess að
byggja upp heilsu og likams-
þrek.
Eins og menn muna ef til vill,
þá gekkst vikan fyrir því að
menn úr ýmsum stéttum og á
ýmsum aldri voru þrekprófaðir
undir eftirliti Benedikts Jakobs-
sonar. Þar kom í Ijós, að ungir
menn höfðu þrek, sem samsvar-
aði sextugsaldri og annað eftir
þvi. Benedikt lét svo um mælt
við blaðið, að gangur og ef til
vill litilsháttar hlaup væri frá-
bærlega góð æfing, en minnast
skyldu menn þess, að öll þrek-
æfing væri til einskis ef menn
mæddust ekki. „Það ættu allir
að mæða sig duglega einu sinni
á dag,“ sagði Benedikt.
Flestir munu halda áfram að
nota bilana vegna þess tíma-
sparnaðar sem það er á anna-
sömum vinnudegi. Enda i alla
staði betra að taka sérstakan
tíma til þess að ganga og fara
þá til þess búinn. Þá nýtur mað-
ur göngunnar og æfingarinnar
að mun betur og aulc þess auð-
veldara að slappa af spenntum
VIKAN 23. tW. — 45