Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 20
Nýir lesendur geta byrjað hér:
Þegar Bond fer að grennslast
fyrir um örlög Strangways, fulltrúa
brezku leyniþjónustunnar ó Jama-
ica, kemst hann fljótt ó spor, sem
leiðir hann og aðstoðarmann hans,
Quarrel til eyjarinnar Crab Key,
þar sem hinn dularfulli dr. No ræð-
ur ríkjum og leyfir engar heimsókn-
ir. Þegar þangað kemur, finna þeir
stúlku, sem er í skeljaleit, einnig
komin fró Jamaica. Leitarmenn dr.
No, sem koma á bóti, finna hvar
þau hafa tekið land og gera skot-
hrlð að þeim, þegar þau vilja ekki
gefa sig fram.
í sömu hæð og brún gjótunnar.
Maðurinn var að lyfta hótalar-
anum. Röddin glumdi við: — Jæja
þá! Þá skulum við sýna ykkur, að
okkur er full alvara. Hann lyfti
þumalfingrinum. Byssumaðurinn
skaut hátt yfir höfuð þeirra inn (
skóginn fyrir aftan þau. Skotunum
fylgdi lágur þytur, sem Bond hafði
ekki heyrt stðan í bardaga við
Þjóðverja í Ardennafjöllunum. Svo
varð þögn. Bond horfði á svarta
skarfana lyfta sér hærra og fljúga
í hringi hátt uppi. Svo leit hann aft-
ur á bátinn. Byssumaðurinn strauk
hlaupið á byssunni sinni til þess að
»»»»-«-~ —............
Það leyndi sér ekki að mað-
urinn hafði notið einhverrar mennt-
unar. Framsögn hans var góð og
það vottaði fyrir bandarískum
hreim.
— Jæja þá, hélt röddin áfram.
— Hafið snör handtök! Við sáum
ykkur koma í land. Við sjáum bát-
inn undir rekaviðnum. Við erum
ekki asnar og við erum ekki að
leika okkur. Gerið engin axarsköft.
Komið bara fram með hendur upp.
Ykkur verður ekki gert mein. Það
varð þögn. Öldurnar gjálfruðu
mjúklega við sandinn. Bond heyrði
andardrátt stúlkunnar. Gargið í
skörfunum kom til þeirra utan af
hafinu. Hljóðið í dieselvélum báts-
ins varð þyngra, þegar öldurnar
náðu upp á útblásturspípuna.
Bond teygði sig varlega til stúlk-
unnar og tók í ermi hennar: —
Komdu nær mér, hvíslaði hann. —
Það er minna mark. Hann fann yl
hennar upp við sig. Kinn hennar
straukst við handlegg hans. Hann
hvíslaði: — Grafðu þig ofan í sand-
inn. Iðaðu þér. Hver tomma er
betri en ekki neitt. Sjálfur tók hann
að iða sér dýpra niður í lægðina,
sem þau höfðu gert í sandinn. Hann
fann hana gera það sama. Hann
skyggndist út. Augu hans voru nú
ganga úr skugga um hvort það
hefði hitnað. Mennirnir tveir skipt-
ust á orðum. Svo lyftist hátalarinn
á ný.
— Jæja piltar, sagði röddin
hörkulega. — Þetta var aðeins við-
vörun. Þetta er alvara.
Bond sá hlaupi byssunnar snúið
og því beint meira niður á við.
Þeir ætluðu að byrja á kanónum
uppi í klettunum. Bond hvíslaði að
stúlkunni: — Allt í lagi, Honey, vertu
bara róleg, liggðu alveg grafkyrr,
þetta tekur ekki langan tíma. Hann
fann hönd hennar þrýsta handlegg
sinn og hugsaði: — Veslingurinn
litli. í þessu hefur hún lent mín
vegna. Hann hallaði sér til hægri
til þess að verja höfuð hennar og
þrýsti andlitinu djúpt niður í sand-
inn. Að þessu sinni var hávaðinn
geysilegur. Kúlurnar þyrluðust um
ströndina. Flísar úr klettunum
hrundu yfir ströndina. Kúlurnar
grófu sig í sandinn og þeyttust upp
í skóginn. Alls staðar í kringum þau
glumdi skothríðin.
Svo varð þögn. Ný hleðsla, hugs-
aði Bond. Nú erum það við. Hann
fann að stúlkan þrýsti sér að hon-
um. Lfkami hennar titraði við hlið
hans. Bond rétti út handlegginn og
þrýsti henni upp að sér.
Svo byrjaði skothríðin aftur.
Kúlurnar skrúfuðu sig upp eftir
sandinum í áttina til þeirra. Hvert
skotið fylgdi öðru. Runninn fyrir
ofan þau var bókstaflega sagaður
niður. „Svipp. Svipp. Svipp". Það
var eins og og runninn hefði verið
sleginn með stálsvipu. Kvistir og
lauf hrundu niður yfir þau og huldi
þau. Bond fann að loftið varð kald-
ara, en það þýddi að það var
ekkert yfir þeim lengur. Mundu
laufin og kvistarnir hylja þau?
Skothríðin hélt áfram út eftir strönd-,
inni. Hún stóð ekki nema tæpa
mínútu.
Þögnin sem fylgdi var svo djúp
að þau heyðu hana. Stúlkan kjökr-
aði lágt. Bond sussaði á hana og
hélt henni fastar upp að sér.
Það glumdi í hátalaranum: —
Jæja, piltar, ef það eru ennþá eyru
á ykkur, þá ætlum við að segja
ykkur þetta: Við komum rétt strax
aftur, til þess að sækja bátana.
Og við komum með hunda. Bless
í bili.
Vélahljóðið varð háværara. Það
fjarlægðist og gegnum fallin lauf-
blöð sá Bond hvar báturinn stefndi
á fullri ferð til vesturs. Á örfáum
andartökum var hann horfinn.
Bond lyfti höfðinu varlega. Fló-
inn var kyrr og á ströndinni var
ekkert að sjá. Allt var sem áður,
nema þar sem kúlurnar höfðu rót-
að upp sandinum og tré, flísar, lauf
og steinar hrunið niður. Bond dró
stúlkuna á fætur. Það voru tára-
taumar niður kinnar hennar. Hún
horfði á hann með skelfingu. Hún
sagði hátíðlega: — Þetta var hræði-
legt. Hvers vegna gerðu þeir þetta?
Þeir gætu hafa drepið okkur.
Bond flaug í hug, að stúlkan
hefði að vísu þurft á þvi að halda,
að vernda sig sjálf, en aðeins gegn
náttúrunni. Hún þekkti heim dýr-
anna, skordýranna og fiskanna. En
það var aðeins lítill heimur sem
takmarkaðist af sólinni, tunglinu
og árstíðunum. Hún þekkti ekki
stóra heiminn með reykfullum her-
bergjum, skrifborðsmenningu, göng-
um og biðstofum og opinberum
stöðum, þaðan af síður laumufundi
á skemmtigarðsbekkjum og hún
vissi ekki um baráttuna eftir auði
og völdum. Hún gerði sér ekki grein
fyrir þv(, að hún hafði verið hrak-
in úr sínum lygna polli út á ólgandi
úthaf.
Hann sagði: — Það er allt í lagi
Honey. Þetta eru bara slæmir menn,
sem eru að reyna að hræða okkur.
Við skulum sjá við þeim. Hann tók
um axlir hennar: — Og þú varst
dásamleg. Stóðst þig eins og hetja.
Komdu, nú skulum við leita að
Quarrel og gera einhverjar áætlan-
ir. Og það er svo sem kominn tími
til þess að fá sér eitthvað ( svang-
inn. Hvað ertu annars vön að éta
á svona leiðangursferðum?
Þau gengu upp ströndina, upp
að skóginum. Eftir stundarkorn
sagði hún og röddin var róleg: —
Það er alls staðar fullt af mat. Til
dæmis í skeljunum. Og það vaxa
hér villtir bananar og þessháttar.
Ég át og svaf í tvo daga áður
en ég kom hingað. Ég þarf ekk-
ert.
Bond hélt henni fastar að sér.
Hann sleppti henni, þegar Quarrel
kom í Ijós. Quarrel klifraði niður
klettana. Hann stanzaði og leit nið-
ur. Þau komu upp til hans. Kanó
stúlkunnar var næstum sagað’ur í
tvennt eftir skothríðina. Stúlkan rak
upp óp. Hún horfði örvæntingarfull
á Bond: — Báturinn minn! Hvernig
kemst ég til baka?
— Hafðu ekki áhyggjur af þv(
stúlka mín. Quarrel skildi þýðingu
bátsskaðans betur en Bond. Hann
gat sér til að báturinn væri nær
aleiga stúlkunnar. — Kapteinninn er
vís með að gefa þér annan. Og þú
kemur til baka með okkur. Við eig-
um fínan bát inni í skóginum. Það
hefur ekkert komið fyrir hann. Ég
er búinn að gá að því. Quarrel
leit á Bond. Það var áhyggjusvipur
á andliti hans: — En kapteinn, nú
sérðu hvað ég var að fara um
þessa menn. Þeir eru töff, og þeim
er alvara. Þessir hundar, sem þeir
eru að tala um. Það eru lögreglu-
hundar — Pinschers — eru þeir kall-
aðir. Stórar og Ijótar skepnur. Vin-
ur minn sagði mér, að þeir væru
tuttugu eða fleiri. Við verðum að
ákveða okkur í hvelli — og skyn-
samlega.
— Allt í lagi Quarrel. En fyrst
verðum við að fá eitthvað að éta.
Og andskotakornið, að ég láti
hrekja mig héðan, fyrr en ég er
búinn að svipast um. Við skulum
taka Honey með okkur. Hann sneri
sér að stúlkunni — Er það ekki í
lagi, Honey? Þú ert óhult með
okkur. Svo siglum við heim saman.
Stúlkan leit á hann efasemdar-
augum: — Ég býst ekki við að ég
eigi neinna kosta völ. Það er að
segja — það væri gaman að vera
með ykkur ef ég er ekki fyrir. Og
ég þarf ekkert að borða. Það er
alveg satt. En viljið þið ekki hjálpa
mér heim eins fljótt og þið getið?
Mig langar ekki að sjá meira af
þessum mönnum. Hvað lengi ætl-
arðu að vera að horfa á þessa
fugla?
— Það verður ekki lengi, sagði
Bond kæruleysislega. — Ég verð að
komast að því hvað kom fyrir þá
og hvers vegna. Og svo förum við.
Hann leit á úrið sift. — Klukkan er
tólf núna. Þú skalt bíða hér. Farðu
í bað eða gerðu hvað sem þú vilt.
En passaðu þig að skilja ekki eftir
fótaför. Komdu Quarrel, við skul-
um fela bátinn betur.
Klukkan var eitt áður en þau
voru tilbúin. Bond og Quarrel
fylltu kanóinn með steinum og
sandi og sökktu honum f tjörn inni
í fenajskóginum. Þeir þurrkuðu yfir
fótaförin. Skothríðin hafði sagað
svo mikið niður af trjágróðrinum
ofan við sandinn, að þeir gátu
gengið nær eingöngu á kvistum
og laufum. Þau átu hluta af mat-
arskammtinum — karlmennirnir
gráðugir, stúlkan hikandi — klifr-
uðu svo yfir klettana og ösluðu af
stað yfir skógarfenin í áttina að ár-
2Q — VIKAN 23. tbl.