Vikan


Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 16

Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 16
ég segi þessa sögu, þá er ekki þar með sagt, að þú sért fær um að hlýða á hana. Ég segi þér hana ein- göngu af þvi að ég veit, að þú skilur hana ekki, misskilur liana ekki og hlustar ekki einu sinni á hana.Þú gagnrýnir mig ekki fyrir meintar yfirsjónir, sökum þess, að þú ert ekki haldin kreddu- kenndum, hefðbundnum siðferðismeinlokum, eins og allir hinir. Þú ert það eina, sem ég treysti, vegna þess að þú ert dauð og og hefur engan áhuga lengur, engan kraft, enga orku, ekkert, nema lífvana fiskiflugulíkama sem liggur á bakinu og teygir upp nokkra skanka í gluggakistunni á herberginu mínu. Því trúi ég þér fyrir þessu. Ég sé það núna, að ég hef gleymt að þurrka úr gluggakistunni i dag, en það skiptir ekki máli lengur. En þótt þú sért dauð, þá talar þú máli þínu og við tvö eigum það samciginlegt að túlka það, sem aðrir kunna að kalla smámuni, á andköldu máli vetrarins, ég í þessari sögu, þú í aflvana vængj- um og stirðnuðum limum. Flugur lifna þótt fluga deyi, maður kemur í manns stað, en sjoppan og sigaretturnar í staðinn fyrir Bóbó, sem einu sinni var bezti vinur minn og sem var á sjónum í allt sumar og kom ekki til Reykjavíkur fyrr en í haust. Þegar seglar tveggja sálna fjarlægjast og hætta að hafa stund- ræn áhrif hvor á annan, verða eftir lægðir í sálunum, sem önnur utanaðkomandi áhrif leitast við að fylla upp. Við höfðum báðir orðið fyrir utanaðkomandi áhrifum þessa fjóra mánuði, sem við vorum aðskildir. Áhrifum, sem aðskildu okkur enn meira, eftir að við hittumst á ný, og sem að mestu skapa undiröldu þessa sögukorns. Já, einu sinni vorum við mjög miklir vinir. Einu sinni þurftum við ekki að tala. Þá skildum við bara. En einu sinni er ekki núna. Ég man í haust, þegar Bóbó kom af sjónum. Þá fór ég niður á bryggju og beið eftir togaranum, sem lá á ytri höfninni i tollskoðun. Ég var haldinn eftirvæntingu og hlakkaði til þess að sjá hezta vin minn aftur eftir fjögurra mánaða fjarveru. Ég man, hvernig geislar kvöldsólarinnar ruðu og léku við úlfgrátt skegg himinsins, sem andaði lífi i liafflötinn og löngun i hrjóstið á mér, þar sem ég stóð sautján ára á bryggjunni og góndi móti kom- andi vini og framtíðinni. Það var margt manna á þessum veðruðu tréfjölum, sem biðu eins og ég. Rökkrið var að færast yfir og svartur skrokkur togarans var ei- litið svartari en þegar ég kom. í rótinu við einn bryggjustólpann léku bárurnar sér að tómri hrennivinsflösku, sem teygði glcrhálsinn upp úr gruggugum sjónum, eins og i angist, en ærslafengnar öldurnar lyftu henni upp á bakið á sér eða köstuðu henni á milli sín. Að lík- indum urðu endalok hennar að brotna í mél við bryggjustólpana, eftir veigamikla þáttöku í daglegu lifi borgarbúans. Því inundi fram- tiðin ráða, framtíðin sem ég heið nú eftir og sem allir híða eftir, en alltaf er jafn langt undan, hvernig sem menn hamast við að drepa tímann. Hún kemur aldrei. Kannske var ég líka eins og þessi tóma flaska, háður straumum og öldum, ósjálfhjarga í rótinu. Ég rak fótinn í tóma oliudós, svo hún valt og sendi skarpt tóma- hljóð út i kvöldið. Surnir litu við, en aðrir héldu áfram að horfa út á ytri höfnina. „Nú koma þeir loksins,“ sagði einhver. títi á sundinu höfðu þeir kveikt Ijós og þau voru tekin að hreyfast hægt í áttina til okkar, sem biðum á hryggjunni. Nokkrir bílar lýstu á fætur fjöldans og nælonklæddir kvenfætur aftast i þrönginni end- urvörpuðu skýrt birtu hílljósanna og orkuðu þannig á mig, að mér Jg — VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.