Vikan


Vikan - 04.06.1964, Side 17

Vikan - 04.06.1964, Side 17
SUMIR Smásaga efftir Steffán Aðalsteinsson Telkning Guðmundur flrmann Slgurjönsson fannst þeir vera að bíða eftir einhverju mikilvægara en komu togar- ans. Tveir órakaðir og illa klæddir auðnuleysingjar tvístigu í geisl- anum, og þrekinu, roskinn maður í bláum samfestingi sagði, að skip- ið væri nú að ösla inn í hafnarkjaftinn. Ef til vill voru það kvenfæturnir, sem höfðu þessi áhrif á inig. Mér datt i hug stefnumót elskhuga og unnustu, þegar togarinn lagðist að bryggjunni. Hann nuddaði kinnungnum upp við hana, en liún titr- aði undan viðkomu hans og beið eftir, að hann þrýsti sér að henni. Loks urðu þau eitt i haustmyrkrinu. Ég fann Bóbó niðri i klefanum sínum, þar sem hann stóð vinnu- klæddur bograndi yfir bjórkassa og reyrði hann snæri. Þegar við höfðum heilsast með tilhlýðanlegum gleðihrópum og látum, varð svolítil þögn. „Mikið ansi er gaman að sjá þig aftur,“ sagði ég svo. „Við erum búnir að sigla tvisvar og selja fisk í útlandinu,“ svaraði Bóbó og fór úr vinnuskyrtunni ataðri olíu. Síðan setti hann tappa í handlaugina og opnaði fyrir vatnshanann. Svolitil spræna rann treg- lega ofan á óhreinar hendur hans. Hann nuddaði þeim saman og þurrkaði sér því næst í dökkleitt handklæði, sem hékle þar á nagla á veggnuin. „Þær eru fínar í útlandinu, maður,“ sagði hann og sendi mér skakkt ibyggið bros um leið og hann stakk andlitinu á sér ofan í handlaug- ina. „Hverjar?“ „Nú, mellurnar maður.“ Hann rétti út aðra höndina og smelti með fingrunum. „Bara þrjátíu spirur og svo hefur maður það fínt alla nóttina. Ég fór i bað hjá einni. Hún kunni nú lagið á þvi, maður.“ Bóbó þurrkaði blautt andlitið á skyrtunni, sem hann var nýfarinn úr. „Langar þig i bjór, meðan þú bíður?“ Hann tók hvíta, skyrtu upp úr ferðatösku og fór í hana. Þvi næst beygði liann sig og leysti hnútinn aftur, sem hann var að binda, þegar ég kom. „Ég veit það ekki, ansaði ég.“ „Jú, blessaður fáðu þér bjór. Ég á nóg af honum. Þetta er hræ- ódýrt út úr tollinum.“ Hann rétti mér bjórinn og ég sagði honum, að ég ætlaði að geyma hann. Mér fannst endurfundirnir svolítið öðruvísi en ég hafði gert ráð fyrir. Það var eins og Bóbó væri ekki liann sjálfur, eins og hann væri cinhver annar maður, sem þó var alveg eins og hann. Ég var ekki fyllilega búinn að átta mig á því, að þetta var hann Bóbó, vinur minn, sem stóð þarna á klefagólfinu og skipti um buxur. Svona vaú það i haust, þegar Bóbó kom af sjónum. Næstu mánuði kynntist ég nýjum Bóbó, sem lét allt flakka og var allsendis óhræddur við harðar lcröfur siðferðisdómendanna. Hann sagði berorðustu klámsögur jafn eðlilega í margmenni og hann hefði sagt karlægri ömmu sinni, að þeir væru nú hættir að nota hestvagna i Reykjavik, en brúkuðu svokallaða bila. Já, við eyddum oft miklum tíma og peningum i leigubíla, liklega af þvi að við höfðum ekki efni á því að fá okkur einn sjálfir. Eða kannski liöfðum við ekki efni á þvi að fá okkur bil, vegna þess að við eyddum öllu i leigubila. Lúlli, kunningi okkar átti reyndar gamlan, átta silendra Ford, en hann kemur hér lítið við sögu, enda átti liann aldrei fyrir bensini. Annars var það sjoppan, sem var aðalsvið atliafna okkar, nokkurs konar leiksvið. Það var orðinn fastur liður lijá okkur að koma saman í sjoppunni og tala, reykja og drekka kók. Það var einn þessara daga, þegar frostbitran smýgur inn um bréfalúguna á útidyrahurð borgarbúans, himinninn púar í skegg- ið og veturinn leikur við höfuðföt á götunni. Rauðbláir og stirðir kvenfætur ösluðu ökladjúpan snjó milli verzlananna og bísnismennirnir borguðu vixlana sína á siðasta degi með trefil um hálsinn. Þá sá ég hana fyrst. Hún var í sjoppunni, þegar við Bóbó komum. Það voru auð- vitað fleiri þar inni, en ég sá aðeins hana. Róleg, dökk, íhugandi, djúp augu horfðu beint i min, þegar við stigum innfyrir dyrnar. Ég leit undan og gekk hröðum skrefum að afgreiðsluborðinu, þar sem ég stjakaði við nokkrum smástrákum, sem lágu fram á borðið og skoðuðu sælgætið. Ég setti upp kæruleysissvip og reyndi að láta ekki á þvi bera, að ég komst allur í uppnám við augnaráð liennar. „Ég ætla að fá eina kók og eina sigarettu,“ sagði ég við afgreiðslu- konuna, sem rétti mér það áhugalaust yfir borðið. Síðan gekk ég út í hornið hjá ruslakörfunni, setti vindlinginn lieimsborgaralega milli varanna og kveikti í honum með æfðu handbragði. Stúlkan var farin að tala við vinkonu sína hreinni, tærri, örlit- ið djúpri rödd. Hún horfði ekki lengur á mig og mér fannst það ágætt. Þá þurfti ég ekki að lita undan, en gat virt hana betur fyrir mér. Hún var há og beinvaxin og dökkt hár hennar var uppsett í stóra kúlu utan um höfuðið, líkt og ofvöxtur hefði hlaupið í hvirf- ilinn. Þetta var fallegt og tilkomumikið liár. Svo fór liún að hlæja og hláturinn var hljómfagur og smitandi. Mér fannst einhver fara að leika á mandólin inni í brjóstinu á mér og mig langaði til þes að lilæja lika, en stillti mig, þar sem ég stóð cinn úti í liorninu hjá ruslakörfunni. Þegar ég uppgötvaði, að hún var að hlæja að Bóbó, varð ég svolítið gramur. Þó gat ég ekki annað en brosað. Bóbó var að segja frá útlandinu, hann var allt- af að segja sögur frá útlandinu. „Ég vissi ekki, hvað ég átti að gera, það skildi enginn útlenzkuna mína og ég var alveg að pissa i buxurnar. Svo þegar ég hrópaði loksins: „Dobbel ví sí, dobbel vi sí, þá komu þær með tvöfaldan viskí.“ „Hverjar?“ spurðu krakkarnir. „Mellurnar auðvitað,“ svaraði Bóbó. Og ég hló, af þvi að augu stúlkunnar voru svo stór og skær. Hún hét Gunna. Á leiðinni lieim fór ég að hugsa, meðan ég sparkaði smásteinum úr vegi mínum. Ég hafði komizt að þvi, að liún var nýflutt í hverfið og átti heima í næsta húsi við Bóbó. Það var annars einkennilegt, að ég hafði ekki séð hana fyrr en nú. Og Bóbó hafði aldrei minnst á hana, ekki einusinni, þegar við drukkum bjórinn um daginn. Við vorum þó ekki vanir að lialda svona málum leyndum, hvor fyrir öðrum. Hún var svakalega falleg og ég sá, að Bóbó fannst það lika, ann- ars hefði hann ekki reynt svona mikið til þess að láta hana taka eftir sér í sjoppunni áðan. Enda hafði hún ekki af honum augun, eftir að hann byrjaði að tala. Við höfðum þekkst lengi, við Bóbó, alveg frá því að við vorum pottormar í barnaskóla. Við urðum alltaf samferða út úr tíma, þegar Lina kennslukona hreinsaði til í bekknum. Þá gekk ekki hnífur- inn á milli okkar. Nú fanust mér Framhald á bls. 29. KANNSKI DANSA SUMIR VIKAN 23. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.