Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 46
taugum á þann veg. Sem sagt:
aka þegar það á við og ganga,
þegar það á við. Hér þýðir ekki
ncitt að segja, að maður hafi
ekki tíma. Kransæðastíflan spyr
að minnsta kosti ekki að því,
þann dag sem hún bankar á
dyr. GS.
ALBERT
GUÐMUNDSSON
Framhald af bls. 26.
Eftir að þau fluttust heim,
bjuggu þau um skamman tíma
í Hlíðunum, en síðan á Hraun-
teig 28, þar sem þau búa nú.
Eins og sjá má af myndunum,
eru húsgögn þeirra óvenjuleg á
íslandi: Ósvikin antík frá Frakk-
landi, meira að segja í stíl Lúð-
víks 14., þess er Versali reisti
fyrstur kónga og lét hafa sig fyr-
ir hálfguð. Húsgögn sem þessi
eru í geipiverði utanlands, þar
sem til er fólk, sem gjarna vill
eiga gamla og vandaða muni í
einhverjum sígildum stíl. Hins
vegar er vafasamt, að -þau færu
á hærra verði hér en venjuleg
tekkhúsgögn frá Híbýlaprýði eða
Húsbúnaði.
Vinnudagur Alberts er langur
og að mörgu leyti einkennandi
fyrir vinnudag önnum kafinna
bísnismanna. Hann er kominn á
fætur um áttaleytið á morgnana
og fer þá og fær sér bað í sund-
höllinni. Að því búnu fer hann
beint á skrifstofuna á Smiðju-
stígnum, les yfir verzlunarbréf
og annan póst, en stór hluti vinn-
unnar við þesskonar viðskipti,
sem Albert stundar, er fólginn
í bréfaskriftum. Hann fer gjarna
niður á Hótel Borg um tíuleytið
og drekkur morgunkaffi með
öðrum kaupsýslumönnum og
ræðir við þá um landsins gagn
og nauðsynjar. Fjölmargir kaup-
sýslumenn gera þetta. Þeir
mynda hópa, sem eru dagvissir
á Borginni og sumir hafa jafnvel
drukkið morgunkaffi á Borginni
með sömu félögunum í áraraðir,
ef ekki áratugi.
Albert er að mestu á skrifstof-
unni fram að hádegi, en þá verð-
ur hann hérumbil alltaf að borða
úti með einhverjum útlendum
gestum. Albert er forseti Alliance
Francaise og það útheimtir mikla
vinnu. Félagið annast marghátt-
aða fyrirgreiðslu fyrir fslendinga
í Frakklandi, sækir um skóla-
vist eða jafnvel vinnu fyrir þá
sem æskja þess. Auk þess hefur
Alliance Francaise skemmtifundi
og fær menn til fyrirlestrahalds.
Þessu stjórnar Albert og af þeim
sökum er hann oft með útlend-
inga á sinni könnu.
Svo haldið sé áfram að rifja
upp dagskrá Alberts Guðmunds-
sonar, þá væri hreint ekki ólík-
legt, að eftir hádegið biðu hans
fundir í Félagi íslenzkra stór-
vNnuan-Hiiws
bbb
SSBS
SMITH - CaRCINA
DROTTIMING RITVÉLANNA,
TROMPIÐ Á HENDI YÐAR.
FULLKOMIN AMERÍSK RAF-
MAGNSRITVÉL Á AÐEINS
KR.12.600.oo. ÚRVAL LITA
OG LETURGERÐA.
SÍS VÉLADEILD
kaupmanna eða Tollvörugeymsl-
unni h.f., en þar er Albert stjórn-
arformaður. Þar verður oft að
halda fundi, en eins og Albert
segir: „Við erum allir önnum
kafnir og höfum ekki tíma til
málalenginga. Þess vegna komum
við beint að efninu og afgreið-
um það sem fyrir liggur á
klukkutíma eða svo“.
Þessi tollvörugeymsla er ný af
nálinni og hið mesta þjóðþrifa-
fyrirtæki. Þar geyma raunveru-
lega útlend fyrirtæki vörur, sem
þau eiga víst að selja á íslandi,
en umboðsaðilarnir geta leyst
vörurnar út eftir hendinni, án
þess að til komi langur biðtími
fyrir kaupandann.
Það er ekki neitt til hjá Al-
bert Guðmundssyni, sem heitir
tómstundaiðja heima fyrir. Tóm-
stundir eru engar. Hverri stund,
sem hann ekki er á skrifstofunni
eða önnum kafinn við eitt og
annað viðvíkjandi fyrirtæki sínu,
er varið til félagsmála. Það er
slítandi og gefur ekki tekjur í
aðra hönd. Hann viðheldur
líkamsþreki sínu með sundi og
badminton. Þeir spila saman
tvisvar í viku Finnbjörn Þor-
valdsson, fyrrum íslandsmeistari
í spretthlaupum, Þorvaldur Ás-
geirsson kunnur golf- og badmin-
tonleikari, og Albert.
Stundum er Albert á skrifstof-
unni fram á miðnætti og frú
Brynhildur segir, að raunar sé
— VIKAN 23. tbl.