Vikan


Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 51

Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 51
— Einskis nýti, viðurstyggi- legi, ósvífni þorpari, sagði Mr. Pimm. — Það ert þú, og þú líka, Henri. Þið eruð það báðir. í síðasta sinn, sagði Julian, — þá segi ég þér, að ég vil ekki eyri af þessum peningum. Mr. Pimm sagði: — Hvað þá? — Þessi ávísun, ég vil ekki cyri af henni. - Af hverju sagðirðu það þá ekki strax? sagði Mr. Pimm. Julian sagði þolinmóður: — Mr. Pimm, eigum við ekki að setjast og tala saman rólega svo- litla stund? — Ég vil ekki að þú segir mér svona fyrir verkum, sagði Mr. Pimm. — Eddie, Danielle, gerið þið eitthvað. Danielle sagði: -—• En hvað? Bara eitthvað, sagði Mr. Pimm. Ég heimta að fá að tala við Matildu Mehaffey, það verð- ur að koma henni í skilning um, að þegar ég bjarga fólki undan glæpamönnum í Tangier, þá vil ég ekki þiggja borgun fyrir. Julian sagði: — Okkur er orð- ið það vel Ijóst, en það kemur ekki til greina að þú farir að öskra þetta allt saman í símann strax. Hún er ennþá í svo miklu uppnámi. — Það er ég líka, sagði Mr. Pimm. — Líttu bara á mig. Það cr hræðilegt að sjá mig. Hvað heldur hún að ég sá? Vikapiltur? Heldur hún bara að ég þiggi þjórfé, eins og fyrir að bera fyrir hana tösku eða eitthvað svo- leiðis? Er það það sem hún held- ur? Henri sagði: — Ég mundi nú varla kalla 50 þúsund dollara þjórfé. — Þetta er nú einu sinni frá Annabelle, og hana munar víst ekkert um það. En sú hugmynd — að kona eins og Matilda Me- haffey geti látið sér detta í hug að ég mundi þiggja af henni eyri. Þetta er svívirða! Julian sagði: - Ef ég á að vera sanngjarn, Mr. Pimm, þá hélt ég að þú mundir gína við þessu. — Hvernig dirfistu að sagja þetta? — Ja, það er bezt að fá þetta strsx á hreint. — Fá hvað á hreint? sagði Mr. Pimm. — Þetta hlýtur að vera á hreinu, nema þú sért alger fá- viti. — Viltu hlusta á mig andar- tak? Mr. Pimm, við reyndum að tæ1a Annabelle inn í hjónaband, þú verður að viðurkenna það. — Við kynntum hana bara fyr- ir Henri. — Og ef allt hefðl blessast, þá hefðum við grætt á því, er það ekki? — No, örfáa dollara kannski, sagði Mr. Pimm, eins og hann vildi ekki heyra á þetta minnst, — svona rétt fyrir helztu nauð- synjum. -—■ Ef þetta hefði tekizt, átti það að koma upp úr kafinu, að Henri var skuldum hlaðinn. -— Allir ungir menn eru skuld- um vafnir. Julian sagði: — Og Henri skuldaði einmitt eitthvað um 50 þúsund dollara, svo að hver er munurinn? Svo að ef það er af- sakanlegt að tæla hana út í hjóna- bandið, hvers vegna geturðu þá ekki þegið af henni sömu upp- hæð, þegar hún býðst til þess sjálfviljug? Mr. Pimm rétti úr sér. — Juli- an, sagði hann, —- það er ein- mitt þess vegna. — Hvað er þess vegna? — Ég er þér sammála. •—- En ég sagði ekki neitt. —- Þú hittir naglann á höfuðið, sagði Mr. Pimm. — Þú ert búinn að segja þetta allt í hnotskurn. — Heyrðu mig nú, sagði Juli- an og leit til hinna, — hvað gengur eiginlega á? — Þú sagðir það sjálfur, sagði Mr. Pimm. — Við gætum alls ekki tekið við peningum af Anna- belle. Julian hrópaði: •—- En hvers vegna? Það er það sem ég vil vita, hvers vegna ekki? Hrærir það einhvern veginn réttlætistil- finningu þína, eða hvað? — Við erum einfaldlega ekki þannig gerð, að við þiggjum pen- inga fyrir að bjarga ungum stúlk- um í Tangier. ■—■ En við erum þannig gerð, að við getum tælt ungar stúlk- ur út í hjónaband, er það ekki? Mr. Pimm sagði: — Julian, það eru ósköp að heyra til þín. Það er allt annað. Við sáum að- eins um, að Annabelle lenti ekki í krumlunum á einhverjum svik- urum, við tryggðum henni ham- ingju og öryggi, og auðvitað var ekkert að því að þiggja eitthvað að launum, ef Henri sýndist svo. En að bjarga henni frá glæpa- mönnum, það er allt annað mál. Hún var undir verndarvæng okk- ar. Okkur þykir öllum mjög vænt um hana. Hvernig gætum við þá þegið peninga fyrir að hegða okk- ur eins og við gerðum? Julian fórnaði höndum til him- ins. — Henri? Hvað segir þú um þetta? Henri sagði: — Það vottar að- eins fyrir skynsemi í þessu öðru hverju. En það er erfitt að átta sig á þessu. Frh. í næsta blaði. EINANGRIÐ^ GEGN HITA OG KULDA Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en háifkalt (illa einangrað). STEINULL H.F. Lœkjargötn — Hafnarfirði — Simi 50975. 1 VIKAN 23. tbl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.