Vikan


Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 41

Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 41
ALMENNAR TRYGGINGAR hf var orSlaus. Ég lét farangurinn frá mór og byrjaði einu sinni enn: — Ég skal skýra málið einu sinni enn, senor, sagði ég og reyndi að vera þolinmóSur. — ViS erum hjón. Konan mín ber giftingarhringinn sinn. Oklcur langar að ganga til hvilu og láta líða úr okkur eftir erfiðan dag. Hann sneri sér við og leit á konuna mína. Hún horfði bœn- araugum á móti. Eftir nokkur andartök yppti hann öxlum og hneygði sig djúpt. — Ég verð að biðja ykkur að afsaka skilningsleysi mitt, sagði hann. — Ég á stundum erfitt með að skilja þessar norðuram- eríkanavenjur. Mér þykir það mjög leitt. Hann bukkaði sig út eftir gang- inum, þar til hann kom að stig- anum. Ég flýtti mér inn í her- bergið og lokaði þvi vandlega, áður en fleira gæti gerzt. ViS lágum á hleri við dyrnar, þar til við vorum þess fullviss, að hann liefði farið niður aftur. En ekki leið á löngu, áður en upphófst slikur liávaði, að við dauðhrukkum við. ÞaS var barið harkalega á dyrnar. Við biðum, og héldum niðri i okkur andan- um. Aftur var barið. —■ Hver er það? kallaði ég. — Ég er hóteleigandinn, sen- or, svaraði hann. — GeriS svo vel að opna dyrnar undir eins. — GerSu það ekki, sagði kon- an min. — ViS fáum ekkert að sofa, en við förum að þrátta við hann aftur. — En hann brýtur hurðina, sagSi ég. — Látum hann þá brjóta hana, sagSi konan min. — Hann á liana. Enn var barið, svo húsið lék á reiðiskjálfi. Og að þessu sinni var ekkert lát á, heldur lamið linnulaust áfram. Framhald á bls. 45. ÖTTINN ER Framhald ORKUSÓUN afbls 12 ef svo ber undir, þá er þetta al- menna tærandi og grimmúðlega hatur, sem örbirgðin og hungrið og niðurlægingin kynti, sem betur fer ekki lengur fyrir hendi. Og það get ég sagt þér, að svo sterkt gat það hatur orðið, að menn þurftu ekki alltaf að deyja og verða að draugum, til þess að vega að kúg- urum slnum, með því eina vopni, sem þeim var tiltækt, hugsuninni. Ég held að mér sé óhætt að seg|a þér sögu af konu einni, þessu til sönnunar, þó að ekki sé svo ýkja- VIKAN 23. tbl. — 4^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.