Vikan


Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 49

Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 49
Allur ungbarnafatnaður Glæsilegt úrval sængurgjafa LAUGAVEGI 59 3y&gfi*A vúi ur að búðunum. Við skulum halda okkur við vinstri bakkann til þess að lóta hæðina skýla okkur. Við getum ómögulega vitað, nema þeir fylgist með ánni í siónaukum. Bond rétti Quarrel byssuna sína og sá síðarnefndi tróð henni í rennblaut- an bakpokann. Þau héldu af stað með Quarrel í fararbroddi, en Bond og stúlkan gengu á eftir. Þau nutu skuggans frá bambus- viði og kjarri á vesturbakkanum en urðu nú að ganga á móti brenn- heitum og fúlum vindinum. Þau gusuðu vatni yfir handleggi sína og andlit til þess að draga úr hit- anum. Augu Bonds voru blóðhlaup- in af endurgeisluninni og hann fann mikið til ( handleggnum þar sem riffillinn hafði hitt hann. Og hann hlakkaði ekki til þess að fá næsta málsverð, sem mundi vera rennblautt brauð, ostur og saltað svínakjöt. Hversu lengi mundu þau geta sofið? Hann hafði ekki sofið mikið síðustu nótt. Það leit út fyrir að það yrði svipað^' nótt. Og hvað um stúlkuna? Hun hafði ekkert nærzt. Hann og Quarrel yrðu að skiptast á um að halda vörð. Og svo á morgun. Þau yrðu aftur að fara út ( fenin og ösla sína leið niður að kanónum yfir austurhluta eyjarinnar. Og sigla heim þar næstu nótt. Bond datt ( hug sá möguleiki að ryðja sér leið fimm mílur gegn- um þéttan fenjaskóg. Hann ók sér þegar hann hugsaði um það, sem M hafði sagt um hvíldarleyfi ( sól- skininu. Hann vildi gefa talsvert til þess að M væri í hans sporum nú. Ain mjókkaði þangað til hún var aðeins mjór lækur milli bambus- runnanna. Svo víkkaði hún og varð að fenjamýri, en hinum megin við mýrina sást í stöðuvatnið, sem var um fimm fermílur. Lengra glytti á flugbraut og við enda hennar flug- skýli. Stúlkan sagði þeim að stefna meira í austur og þau ruddu sér hægt braut gegnum fenin og bamb- usviðinn. Allt í einu nam Quarrel staðar og andlit hans stefndi til jarðar svipað og trýni á sporhundi, sem hefur komizt á slóð. Fyrir framan hann á jörðinni voru tvö djúp jafnhliða spor í aurinn og eitt grunnt á milli þeirra. Þetta voru spor einhvers, sem hafði komið niður frá hæðinni, og farið yfir fenin ( áttina að vatn- inu. Stúlkan sagði svipbrigðalaust: — Þetta eru sporin eftir drekann. Quarrel leit á hana og það sást ekkert nema hvítan í augunum á honum. Bond gekk hægt eftir spor- unum. Hliðar þeirra voru sléttar og sveigðust inn niður að miðjunni. Þau gátu verið eftir hjól, en þau voru alltof stór, að minnsta kosti tvö fet í þvermál. Á milli aðalspor- anna var þriðja sporið miklu mjórra, aðeins um þrjár tommur í þvermál og það gat hugsazt að það væri eftir hjólbarða á vélknúnu farar- tæki. Sporin voru mjög ný. Þau lágu áfram í beinni línu og runn- arnir, sem þau lágu yfir voru flat- ir og niðurbrotnir, eins og eftir skriðdreka. Bond gat ekki ímyndað sér hvers- konar farartæki, ef þetta var þá farartæki, hafði gert þau. Þegar stúlkan kom við hann og hv(slaði herská: — Ég var búin að segja þér þetta, gat hann aðeins svarað hugsi: — Ja, ef þetta er ekki eftir dreka, þá er það eftir eitthvað annað, sem ég hefi aldrei séð áður. Þau héldu áfram þangað til stúlkan tók aftur áköf í handlegg Bonds: — Sjáðu, hvíslaði hún. Hún benti áfram á stóran runna við hliðian á sporunum. Runninn var lauflaus og sviðinn. í miðju hans sáust leifarnar af fuglahreiðrum. — Hann hefur andað á þau, sagði hún áköf. Bond sneri sér að runnunum og rannsakaði þá: — Hann hefur gert eitthvað svoleiðis, sagði hann. Hvers vegna hafði einmitt þessi runni verið brenndur. Það var mjög undarlegt. Framhald í næsta blaði. ERKIHERTOGINN OG HR. PIMM Framhald af bls. 25. Engu að síður . . . Þó vonaði hún, að þeir myndu ekki taka við peningunum. Julian gekk út í bílskúrinn. Það var raunarlegt að sjá íbúð- ina svona tóma. Hann tók þrjár af töskunum sínum og henti þeim aftur í bílinn og fór síðan inn aftur til að ná í þá fjórðu. Hon- um var ekkert að vanbúnaði, en þó átti hann erfitt með að hverfa á brott. Hann settist niður og kveikti sér í sígarettu. Stuttu síðar heyrði hann geng- ið upp stigann. Það var barið að dyrum, og Peggy opnaði. Julian sagði: — Nú, það, ert þú. — Já. Rödd hennar var bæði undirgefin og ögrandi. — Og ég veit sannarlega ekki hvað ég er að gera hingað. Hún var í síð- buxum og stuttri skyrtu, sem hún hafði bundið um mittið. — Ég hélt að þú hefðir komði hingað bara til þess að ná í dótið þitt. — Það er alveg rétt. — Hvers vegna siturðu þá þarna? — Ég er að hugsa um það, hvað það var í rauninni gaman að vera bílstjórinn hennar Anna- belle Mehaffey. Peggy sagði: — Julian, þú skalt ekki halda að ég hafi kom- ið hingað vegna þess að mig hafi sérstaklega langað til þess. Það er bara — ja, mig langar bara til þess að fá að vita, hvað vakir fyirr þér. ■— Eftir fyrstu vikuna, sagði hann ólundarlega, — held ég að ég hafi komið mjög kurteislega fram við Annabelle. — Og þetta var mjög tillits- laust og ljótt af þér. — Það getur verið, en nú er það búið. Peggy leit undan. Hún fitlaði við hórið á sér, síðan við tölu á skyrtunni sinni, eins og hún vissi ekki hvað hún ætti að gera við hendurnar á sér. Síðan leit hún á hann á ný. — Julian, ég varð að koma hingað, vegna þess — ja — bara fyrir nokkrum mínútum sagði Annabelle mér um kvöldið niðri á bryggjunni hjá St. Raphael. Hvers vegna hljópstu ekki á brott með henni, þegar tækifærið gafst? — Þú hefur sagt það sjálf, að mig þyrsti í peninga. Og 20 millj. dollarar er svo sem ekki neitt, ekki nú á dögum, svo að ég hugs- aði sem svo, að ég skyldi bíða þangað til ég fyndi stúlku, sem ætti einhverja peninga. — Mér er meinilla við þig, þegar þú reynir að bregða fyrir þig svona fyndni. Mig langar bara til þess að tala um þetta við þig skynsamlega. — Þetta er ósköp einfalt. Ég hljópst ekki á brott með Anna- belle vegna þess, að ég er ekki ástfanginn í henni, og ég er alveg handviss um að hún er ekki ást- fangin í mér. BEOTE.ES ; og nýjustu BEATLES I danslagatextarnir TVÖ NÝ HEFTI Þriðja heftið af Nýjum danslagatextum var að koma út. í heftinu eru aðeins íslenzkir textar við öll nýjustu lögin. Beatles — mynda- og danslagatexta- heftið er fyrir nokkru komið út í því eru 23 textar við Beatleslög og 23 myndir af þessari heimsfrægu hljóm- sveit. Sendið kr. 25,00 fyrir hvoru hefti og þið fáið það sent um hæl burðargjalds- frítt. NÝIR DANSLAGATEXTAR PÓSTHÓLF 1208 — RVÍK. Nýir danslagatextar Fyrsla dansldgalexiahellið, Súa scm hefur innl að halda islcn/ka letla cingöngu VIKAN 23. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.