Vikan


Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 40
utanborðsmótorar STÆRÐIR: 3 hestöfl 18 hestöfl 5Vz - 28 - gi/2 _ 40 - VARAHLUTA- OG VIÐGERÐ- ARÞJÖNUSTA CUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. BlLAPRÚFUN VIKUNNAR Framhald af bls. 23. beinum. Aftur í er sófi, allgóður, og rúm ágætt fyrir tvo. Skran- geymslur eru í hliðunum við aft- ursætin, og skúffa fyrir aftan aftursætið í Volkswagenstæl. Mótorinn er aftan í og fer lítið fyrir honum, þar mætti í hall- æri setja dulítið af farangri. Ann- ars er farangursrúmið að framan, heldur lítið en þó ögn skárra en í VW. Ókosti hefur bíllinn að sjálf- sögðu líka, og þann helztan, að mér finnst hann töluvert of dýr, miðað við það sem hann hefur upp á að bjóða. Ef hann væri í kringum 130—135 þúsund, myndi ég — ef ég ætti peninga og væri í bílahugleiðingum — velta tals- vert vöngum yfir honum. Það eru einkum fjögur atriði, sem ég myndi setja fyrir mig við BMW: Hurðarhúnarnir eru versta ólán. Það þarf tvö handtök til að opna bílinn. Fyrst þarf að ýta á hnapp, og þá kemur handfang út úr hurðinni framar. Nú þarf að sjálfsögðu að taka í þetta hand- fang, en ef maður sleppir hnappn- um til þess að grípa handfangið, hleypur það óðar aftur inn í hurð. Ef ekilsætið er í þægilegri stöðu til þess að setjast í það, næ ég ekki fram í fótstigin. Og þá er erfitt að aka. Nú færi ég sætið svo framarlega, að fæturn- ir nái sínum stjórntækjum, en þá kemst ég ekki út aftur nema renna sætinu aftar, eða snúa mér við og skríða út á fjórum fótum. Vinnslan er heldur slöpp. Enda er vélin lítil, tveggja strokka fjórgengisvél, 32 ha. v. 500 snún- inga, og eyðir ekki miklu. Mig minnir að hún sé gefin upp fyrir að nota 5—6 1. pr. 100 km. Ég vildi heldur eyða einum líter meira og hafa meiri tögg. En hún er loftkæld, og það er óneitan- lega kostur. Og svo síðasti ókosturinn, sem ég myndi setja fyrir mig: Hjól- in eru smá og veigalítil. Ég held mig hafa sannreynt það, að það er betra á okkar landi að hafa tiltölulega stór hjól undir bílun- um. Þetta er sjálfsagt sterkur bíll og vandaður, en hann er að mín- um dómi of dýr miðað við það, sem hann hefur upp á að bjóða, en verðið er kr. 148.500,00. S. H. NÆTURHVÍLD í NUEVO LEON Framhald af bls. 13. — Af hverju er það ómögu- legt? spurði ég. — l'lg get ekki látið ykkur hafa eitt herbergi, því þér og senorita megið ekki sofa saman í Reforma hótel. Ég mun láta ykkur hafa sitt herbergið hvort, senor og senoritu. Konan mín lyfti hönd sinni og sýndi honum giftingarliring- inn. Hann horfði óviss á hann. —- Ég hef verið gift í sjö löng, löng ár, senor, sagði hún. — Ég bið yður að fyrirgefa, senora, sagði hann alvarlegur. —• Ég er, alveg hissa á hegðun ininni. Ég bið yður margfaldlega fyrirgefningar. Okkur létti stórlega, og lögð- um af stað í áttina að stiganum. Þegar við vorum komin hálfa leið, snerum við okkur við og sáum að hóteleigandinn var enn við afgreiðsluborðið. Hann grúfði sig enn yfir gestabókina, ineð gleraugun á nefinu, og rýndi i línurnar tvær, sem ég hafði skrifað. — Hér hafa orðið stórfelld mistök, sagði hann og horfði á- sakandi á okkur. -—- Senora, eiginmaður yðar er ekki enn kominn. Hvenær eigið þér von á honum? Konan min og ég litum hvort á annað og vissum ekki hvað- an á okkur stóð veðrið. — Um hvað eruð þér að tala? sagði hún og sneri aftur að af- greiðsluborðinu. — Þessi maður hérna er eiginmaður minn, senor. Hann leit einu sinni enn í gestabókina. Svo rétti hann úr sér og hristi höfuðið. — Það er ómögulegt. — Hvers vegna? spurði hún. — Eiginmaður yðar er ekki ennþá skráður i bækur Reforma hótels. Þegar hann kemur, verð- ur hann að rita nafn sitt i þessa bók, áður en hann má deila her- bergi með yður, senora. Hann liorfði á okkur, hvass- ari í bragði en nokkru sinni fyrr. — Hvað í ósköpunum eigum við að gera? spurði konan mín uppgefin og sneri sér að mér. — Ég veit það ekki, sagði ég. —- Ég veit svei mér ekki, hvað við eigum að gera. Meðan við stóðum þarna í ráðaleysi, tók hóteleigandinn tvo lykla og lagði af stað til stigans. Við fylgdum þögul eftir, því við þorðum ekki að segja aukatekið orð, ekki einu sinni í hvíslingum. Þegar við komum upp á aðra hæð, opnaði hóteleigandinn dyr og benti konunni minni að ganga inn. En þegar ég ætlaði að fylgja lienni eftir, varnaði liann mér vegarins. — Nei, senor, sagði hann og hristi höfuðið. Það er ómögu- legt. Konan mín tyllti sér á tá og horfði á mig yfir öxl hans. Hún — VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.