Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 7
an innprentar þeim að hlýða mér
í einu og öllu. Þar er alltaf sagt:
„Já, já!“
Og þetta fer í taugarnar á mér.
Ég er enginn harðstjóri, og vil
ekki vera það. Mér finnst að allir
eigi rétt á að láta skoðanir sínar
í ljós, og oft er nauðsynlegt að
svo sé. Auðvitað er þetta að
sumu leyti þsegilegt, en mér
finnst of mikið af svo góðu, og
þetta er alveg dautt líf, að geta
aldrei rifist við konuna eða börn-
in.
Hvað á ég að gera til að fá
konuna til að segja sína mein-
ingu? Þórður S. J.
--------Aumingja Þórður minn,
ég vorkenni þér sannarlega. Um
ástæðuna fyrir þessu veit ég ekki,
ef þú ert ekki einstakur harð-
stjóri, þrátt fyrir hvað þú segir.
Þó gæti verið að þetta séu leifar
að heiman frá konunni þinni, ef
pabbi hennar hefur verið ein-
ræðisherra þar.
Reyndu að leiða henni þetta
fyrir sjónir. Láttu hana eina um
að taka ýmsar smávægilegar
ákvarðanir án þess að leita til
þín. Neitaðu að segja þitt álit.
Segðu bömunum að spyrja
mömmu sína um ýmsa hluti, og
kenndu henni þannig að taka
ákvarðanir sjálfa. Þetta er vafa-
laust hægt að laga, sannaðu til.
Mjög auðvelt, — en gættu þín að
ganga ekki of langt.
HvaS er „Gömul kona?“
Kæri Póstur!
Þakka þér fyrir allt gamalt og
gott, Vika mín, þú hefur veitt
mér margar ánægjustundir.
Nú iangar mig að biðja þig
um ráðleggingar.
Þannig er mál með vexti, að
ein kunningjakona mín, sem er
orðin 23 ára, er sýnilega orðin
hrædd um að vera orðin of
gömul, og gerir allt til að sýnast
yngri en hún er. Hún klæðir sig
eins og smástelpa, stretsbuxur,
þröngar peysur og svoleiðis, japl-
ar kúlutyggjó og þykist vera 18
ára. Þetta er orðið hlægilegt í
mínum og annarra augum, og ég
vil reyna að hjálpa henni til að
skilja það, að hún verður að taka
aldrinum eins og hverju öðru
hundsbiti. Ég er töluvert yngri
en hún — 17 ára — og leiðist
að hún skuli haga sér svona. Ég
hef talað um þetta við hana, en
hún verður bara vond.
Hvernig á ég að leiða henni
þetta fyrir sjóinr? Sigríður J.
--------Þetta er ljótt að heyra.
Það er aldeilis ófært að svona
gömul kerling skuli vera í strets-
buxum. Að hún skuli ekki
skammast sín. Auðvitað á hún að
vera í peysufötum!
Reyndu nú að koma henni í
skilning um það.
Ef það dugar ekki, þá skaltu
bara láta hana í friði með sitt
kúlutyggjó, þröngar peysur o. s.
frv. og vittu hvort þetta lagast
ekki á fimmtugsaldrinum. Á með-
an þú bíður máttu gjarnan senda
mér símanúmerið hennar.
Hver á hvað?
Kæri Póstur!
Viltu nú gjöra svo vel að fræða
mig um hlut, sem mér liggur
mikið á að vita.
Maðurinn minn vinnur hjá
stóru fyrirtæki, og kemur sér vel,
enda hefur hann verið hækkaður
nokkrum sinnum í stöðu. Nú er
svo komið að við höfum áform-
að að bjóða eiganda fyrirtækisins
í kvöldverð — ásamt konu hans
auðvitað — en við erum ekki
alveg sammála um það, hvernig
við eigum að sitja til borðs.
Á maðurinn minn að sitja til
borðs með konu eigandans, og ég
sitja með eigandanum, eða eig-
um við hjónin að sitja saman,
eða eigum við að skipta því ein-
hvernveginn öðruvsíi? Það verð-
ur fleira fólk í samkvæminu, og
auðvitað er hægt að raða sætun-
um niður á marga vegu. Svaraðu
mér nú fljótt, kæri Póstur, og
þakka þér svo fyrir allt gamalt
og gott.
Fín frú.
--------Það, sem skiptir aðal-
máli í þessu tilfelli, er að eig-
andinn fái heiðurssætið, og að
þú, kæra fína frú, sitjir hjá hon-
um. Hvernig hinu er skipt, er
ekki eins mikið atriði, enda ekki
gott að segja til um það. Ef að-
eins eitt annað par verður í sam-
kvæminu, verður kona hans að
sitja hjá þeim herra, og kona
hans hjá þínum manni. Ef tvö
pör verða að auki, má víxla þeim
saman, svo að eiginmaður þinn
geti setið hjá konu eigandans.
Ég vona að þetta nægi og að
selskapurinn verði nógu fínn.
- G R I LL -
Grillsteikt kjöt er ljúffengt. Þegar steikt er í grillofni, myndast þegar í
upphafi þunn — og ljúffeng — skorpa, sem síðan hindrar þornun kjötsins
við steikinguna. Kjötið heldur þannig safa sínum og bragði óskertu — og
húsmæðurnar losna við hvimleiða steikarbræluna. Infra-rauðu geislarnir
fara gegnum kjötið, sem verður sérstaklega mjúkt og bragðgott.
Við steikinguna bráðnar fitan á kjötinu og drýpur af. Hana má svo nota
með kjötinu, ef yiil, því að hún er einnig bragðmikil og ljúffeng, en sós-
ur þarf ekki að búa til, nema þeirra sé sérstaklega óskað, enda verður
þeirra vart saknað, þar sem grillsteikt kjöt er svo safaríkt og bragðgott.
Hvað er hægt að grillsteikja? Flest kjötmeti er bezt grillsteikt, bæði hrygg-
ur, læri og aðrir stórir bitar, þykkar og þunnar sneiðar, kótelettur, smá-
bitar, pylsur o.s.frv. Grillsteiktir fuglar, svo sem kjúklingar, endur o.fl.
eru kræsingar. Fiskur er góður grillsteiktur. Enfremur alls konar smárétt-
ir úr kjöti, fiski, grænmeti, ávöxtum, brauði, ostum o. fl.
Grillofninn býður marga kosti: Grillsteiktur matur er hollari, þar sem hann
er fituminni og léttari. Langflestum finnst grillsteiktur matur mun ljúf-
fengari. Grillofn er auðveldur og hreinlegur í notkun. Húsmæður losna við
steikarbræluna og þurfa lítið sem ekkert að fylgjast með steikingunni,
því að í flestum tilfellum er steikt á teini, sem innbyggður mótor snýr með
jöfnum hraða, svo að engin hætta er á, að inaturinn brenni við. Mörg
hjálpartæki fylgja, þannig að hægt er að steikja mæði stór, smá, þunn og
þykk stykki á teinum eða sérstökum grindum. GRILLFIX grillofnarnir eru
opnanlegir að ofan. Þar er laus panna, sem hægt er að steikja á eða nota
sem hitaplötu til þess að halda mat heitum. GRILLFIX grillofnarnir eru
ennfremur búnir þrískiptum hitarofa, sjálfvirkum klukkurofa, innbyggðu
ljósi og öryggislampa. Allt þetta miðar að því að gera húsmóðurinni steik-
inguna sem þægilegasta. Og ekki má gleyma því, að grillofn þarf ekki
nauðsynlega að vera ætíð staðsettur í eldhúsinu. Hann er léttur og brælu-
laus, svo að tilvalið og skemmtilegt getur verið að nota hann í borðstofunni
eða jafnvel úti á svölum eða í garðinum, þegar það hentar og húsmóðirin
vill gjarna vera í návist heimilisfólksins eða gestanna.
O. KORHLERU P-HAMSEl F
SlMI 12606 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVIK
Sendið undirrit. nánari upplýsingar (mynd, vcrð, greiðsluskilmála)
Nafn .................................................................
Heimili .............................................................
Tii FÖNIX s.f., Suðurgötu 10, Reykjavík.