Vikan


Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 39

Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 39
lítum til lofts og sjáum stjörn- ur, þá sjáum við það sem liðið er. Við sjáum stjörnurnar eins og þær voru fyrir liundruðum, þúsundum, og jafnvel milljónúm ára. Þannig verðum við sjónar- vottar að langri gamalli sögu, þó stjarnan sem við sjáum tindra, kunni að vera slokknuð fyrir ævalöngu. Eins mundi þcim fara sem lieima ættu í sólkerfi, segjum i hundruð Ijósára fjarlægð, þeir mundu sjá sól okkar eins og hún var fyrir hundrað árum. Og séu þeir einhversstaðar til, sem eiga svo sterkar stjörnusjár, að þær megni að sýna atburði hér á jörð, mundi sjónglerið sýna Trójustríð, eða Njálsbrennu, eða hina fyrri heimsstyrjöld, svo eitthvað sé nefnt. Á þessari fyrstu öld afstæðis- kenningarinnar liafa ýmsir vis- indamenn tekið sér fyrir hend- ur að rannsaka, hvort nokkur leið sé að láta tímann renna aftur á bak, í átt til fortíðar- innar, i stað þess að stefna stöð- ugt í átt til hins ókomna. Þetta dæmi hefur verið sett upp á ótal vegu, og einkum viðhafðar flókn- ar athuganir á öreindum. En öll svörin hafa verið á eina lund: tíminn fer jafnan í hina einu og sömu átt, — fram, aftur kemst hann með engu móti. Hve langt inn í framtiðina mundi manni þá vera fært að komast, og hve langan tíma mundi það taka? Brezkum eðlis- fræðingi L.R. Shephard að nafni, hefur talizt svo til, að geimfari, sem færi með 99% af hraða ljóssins, mundi kom- ast til stjörnunnar Procyon og heim, aftur sömu leið, á 21 ári. Það mundi taka ljósið 20,8 ár að fara þessa ferð. En geimfar- anum mundi þykja sem ekki hefðu liðið nema þrjú ár. Öll þau úr, sem höfð væru á ferða- laginu, mundu sýna þessa tíma- lengd. Og geimfarinn mundi hafa elzt sem þvi svarar. Þeir, sem móti þeim tækju við heim- komuna, mundu liinsvegar vera orðnir 21 ári eldri. Edwin Mc.Millan, eðlisfræð- ingur, sem starfar við háskólann í Kaliforníu, hefur reiknað aðra ferð, miklu lengri, og miklu stór- kostlegri. Hann ætlar geimförum sinum að ferðast alla leið til hinnar miklu vetrarbrautar And- tómeda, og heim aftur. Áhöfn skipsins mundi ekki eldast um meira en 55 ár, en í rauninni tæki ferðalagið 3 000 000 ára. Óliklegt er að slík langferða- lög um geiminn yrðu nokkrum manni skemmtileg þegar til lengdar léti. Sá, sem legði upp í ferð til annarar vetrarbrautar yrði að láta fjölskyldu sina og vini, þjóð og föðurland, þvi ó- líklegt er að nokkuð sem hann þekkti, yrði ennþá til að þessum tíma — þremur milljónum ára — liðnum. * mactiir dagsi KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR i VlKÁN 23. tbl. — 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.