Vikan


Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 32

Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 32
ZANUSSI Algjörlega sjálfvirk þvottavél með suðu. Tekur 5 kíló af þurrum þvotti. hoivijmm rj 3 og 4 hellna elda- vélar með sérlega góðum ofni. Góðir greiðsluskilmálar. * II 4 Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ©HrútsmerkiS (21. marz — 20. apríl): Þér líður einstaklega vel og margt skemmtilegt ber á góma. Þú verður beðinn um að taka að þér verkefni í sambandi við félagsskemmtun. Var- astu að gera nokkurskonar viðskipti sem bein- línis varða fjármál. Heillatala er 3. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú lendir í smáboði, sem leiðir af sér kynningu fólks, sem þú átt eftir að umgangast mjög mikið síðar. Þú verður að leita eftir smáhjálp til ætt- ingja þíns. Líkur eru á að þú farir á mjög fjöl- menna skemmtun í smabandi við ferðalag. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú færð geysilegan áhuga á ræktun og átt eftir að eiga marga ánægjustund við hana. Nokkrir vinir þínir koma með skemmtilega uppástungu og skaltu ekki hika við að taka þátt í henni, jafn- vel þó þið sjáið ekki enn fyrir endann á hugmyndinni. Krabbamerkiö (22. júní — 23. júlí): Einn yfirmanna þinna gerir þig að þátttakanda í máli, sem síðar á eftir að hafa mjög góðar afleið- ingar fyrir þig. Þú ættir að taka að þér kunningja þinn, sem um þessar mundir er mjög niðurdreg- inn. Þú kynnist mörgu nýju fólki. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): ©Þú dvelst á ókunnum stað um stundarsakir og kannt í alla staði mjög vel við þig. Vinur þinn færir þér óvænta gjöf. Einhver biður þig að að- stoða við viðgerð eða lagfæringu, sennilega á vél- knúnu tæki. Þú ‘skemmtir þér yfirleitt mjög vel. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): ©Kunningjafólk þitt, mjög hvimleitt, hefur sam- band við þig. Þú skalt í þetta sinn gera bón þess, það er farsælast. Sennilega færðu nokkurt tæki- færi til að starfa utandyra og þú munt njóta þess alveg sérstaklega. Tefldu ekki á tvær hættur. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú tekur á móti skemmtilegri gjöf til einhvers innan fjölskyldu þinnar. Þér býðst gott tækifæri til að verzla, ef þú verður hygginn, þá getur hagn- aðurinn orðið margfaldur .Skemmtu þér eins mikið og þú færð tækifæri til. Drckamerkið (24. október — 22. nóvcmbcr): Mjög liklegt er að þú takir þátt í all fjölmennu ferðalagi, sem tekur nokkra daga. Einhver mis- klíö rís innan fjölskyldunnar út af sameiginlegri eign, þú virðist hafa góða aðstöðu til að taka af skarið. Þú verður heppinn í lukkuspili. m Bogamannsmerkið (23. nóvembcr — 21. desember): Þú ert fremur fúll í skapi vegna verkefna þinna. mtrjk 3 Ef þú mögulega getur skaltu breyta til, jafnvel þó að fyrir bragðið verðirðu önnum kafinn. Kunn- ingi þinn sækir til þín góða hugmynd og endur- bætir hana báðum til hagsbóta. Stcingcitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú færð smá orðsendingu, sem kemur þér til að hugsa um mál sem þú hefur aldrei hugleitt áður. Þú færð boð um verkefni, sem veitir þér sæmi- legan vasapening, þú ættir eindregið að taka því þar sem líkur eru á að meira fylgi á eftir. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar); Það er tímabært fyrir þig að athuga helztu út- gjaldaliði þina, sennilega kemur þú auga á ýmis- legt, sem ekki er „bráðnauðsynlegt ‘. Þú hittir kunningja, sem þú hefur ekki séð í langan tíma. Þú skalt leggja þig fram á vinnustað. ©Fiskamerkið (20. fcbrúar — 20. marz): Þú færð freistandi tilboð, sem glepur talsvert fyr- ir þér. Þér berst tilboð um skemmtiferð, sem þú skalt óhikað þiggja. Smá erfiðleikar verða í sam- bandi við fjármálin að líkindum vegna hlutar, sem tilheyrir fjölskyldu þinni. Snorrabraut 44 Sími 16242. 22 — VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.