Vikan - 04.06.1964, Blaðsíða 25
Matilda frænka sagði: — Því
þá? Og Peggy sagði: — Hann á
það bara skilið.
— Annabelle mín, þú verður
að taka á þig rögg, sagði Green,
— þú verður að hætta að hugsa
um þennan Soames. Þú hlýtur
að sjá hvers konar fólk þetta
er.
Matilda frænka sagði: — Þeir
eru og verða þorparar. Þú segir,
að þeim þyki öllum vænt um
þig ,jafnvel þessum Eddie Bell.
Og þú segir að þeir hafi farið
til Tangier af eintómri umhyggju
fyrir þér. En ef þeir hefðu nú
í hyggju að tæla þig til þess að
giftast þessum þorpara, hvernig
getur þér dottið í hug að þeir
búi yfir nokkurri góðmennsku?
— Þeim er orðið alveg sama
um peningana mína, sagði Anna-
belle.
Matilda frænka sagði: — Þetta
er allt svo flókið. Ýmist hata ég
þá af öllu hjarta, eða þá ég veit
ekki hvað ég á að hugsa. Þetta
er nóg til þess að gera mann
brjálaðan. Við trúðum þeim í
hvert skipti sem þeir opnuðu
munninn. Hvers vegna ættum við
þá að hlusta á þá núna?
Green sagði: — Ég ætla sann-
arlega ekki að hlusta á þá, Mat-
ilda.
Annabelle sagði: — Þetta er
allt öðru vísi núna, og ég held,
að þeir hafi alls ekki haft neitt
illt í huga, þegar þeir eltu þenn-
an Stern uppi.
— En það held ég, sagði
Green, — og ég skal alltaf halda
það, þangað til einhver sannar
hið gagnstæða. Sjáðu nú til. Þú
ert að reyna að segja sjálfri þér,
að Griinewald og Soames séu
mestu sómamenn. Þú ert að
reyna að segja, að það sé alls
ekki svo slæmt að láta þá blekkja
sig, vegna þess að þetta eru beztu
skinn.
— Og það eru þeir.
— Þetta er allt peningunum
að kenna, sagði Green, — ef þú
tækir allt í einu upp á því að
spandera dálaglegri fúlgu, þá
myndirðu svo sannarlega komast
að því hvernig menn þetta eru.
Ég held, að þeir hafi farið til
Tangier til þess að fá þennan
Stern á sitt band, en hann hefur
þrjózkast við. Svo að Timothy
Pimm sá sitt óvænna. Nú ætlast
hann til þess, að þú bjargir sér
úr klípunni — og um leið mundu
þeir fá sínu framgengt, og þú
mundir giftast Grunewald.
Hvernig væri að þú sendir Pimm
ávísun upp á, segjum 25 þúsund
dollara? Þú veizt hvort eð er
ekki hvað þú átt að gera við pen-
ingana. Og þetta er tiltölulega
ódýrt. Þú skalt segja þeim, að
þetta sé fyrir veitta þjónustu, og
þá skulum við sjá, hvað þeir
gera.
Matilda frænka sagði: — Auð-
vitað þiggja þeir það.
— Auðvitað gera þeir það,
sagði Peggy, og Green sagði: —
Þeir sleppa sér alveg, þegar þeir
fá ávísunina.
Annabelle sagði: — Nú, er það
ekki ósköp eðlilegt?
— Ef þeir hefðu einhvern
snefil af sómatilfinningu, mundu
þeir ekki þiggja eyri, þú veizt
það vel sjálf. Jæja þá, við skul-
um leggja 25 þúsund undir og
sjá, hvað gerist.
Annabelle sagði: — Segjum
það. Og ég ætla að hafa það
50 þúsund.
— Þú ert aldeilis ekki smeyk.
— Það er ekki nema tuttugasti
hluti af því, sem Stern ætlaði að
fá.
— Náðu nú í pennann þinn,
vina mín; við póstleggjum ávís-
unina strax. Og ef þeir þiggja
þetta, þá er það ágætt, þá erum
við laus við þá. Þá erum við ekki
skuldbundin þeim fyrir neitt.
Matilda frænka sagði tortrygg-
in: — Sennilega er þetta bezta
lausnin. Að minnsta kosti getum
við þg gleymt þeim.
Þau heyrðu bíl nálgast, og
Annabelle sagði: — Er þetta
Julian?
Green leit út og sagði: — f
bílnum hans Pimms. Kannski
þurfum við ekki að póstleggja
ávísunina. Eigum við ekki að
láta Soames fara með hana sjálf-
an.
Peggy gekk til dyra. — Ef
vkkur er sama. þá lanaar mig að
draea mig í hlé þangað til hann
er farinn. Ég vil ekki þurfa að
horfast í augu við hann. Hún
gekk burt þóttafull. Þegar hún
var á leiðinni upp stigann heyrði
hún Julian ganga upp að dyrun-
um. Hún gekk upp í herbergið
sitt, sneri síðan aftur og gægðist
niður.
Julian tók á sig rögg og hringdi
dyrabjöllunni. Honum hafði ekki
liðið svona illa síðan hann stóð
frammi fyrir Georg frænda síð-
ast. Þetta tók mjög á taugarnar.
Hann heyrði fótatak nálgast.
— Ah, Charles. Góðan dag-
inn.
— Þú ert beðinn að bíða hérna
í fordyrinu.
Nokkrar mínútur liðu. Hvað
gekk eiginlega á þarna inni?
Sennilega voru þau að tala um
þetta falsaða meðmælabréf hans,
hugsaði hann, sennilega var það
það. Hann hefði aldrei átt að
koma nálægt þessu húsi; senni-
lega mundi honum verða stung-
ið í steininn, og þar þyrfti hann
að dúsa í tólf mánuði ef ekki
meira. Og þessar sögur, sem hann
hafði heyrt um frönsk fangelsi.
Þetta var víst hræðilegt. Eða var
maður sendur til Djöflaeyjar?
Almáttugur. Já, alveg rétt.
Kannski hann ætti að hlaupa út
í bílskúrinn, ná í sitt hafurtask
og hlaupast á brott í skyndi. Þá
þyrfti hann ekki að horfast í
augu við þau. —
Dyrnar á setustofunni opnuð-
ust og Matilda frænka kallaði:
— Ungi maður! Standið ekki
þarna, inn með yður.
Hann hrasaði við, þegar hann
var á leiðinni inn, og Matilda
frænka sagði: — Viljið þér ekki
slétta úr teppinu þarna fyrir aft-
an yður.
— Ég — ég biðst afsökunar,
tuldraði hann. Annabelle og
Green stóðu við gluggann. Peggy
var að minnsta kosti ekki þama,
hugsaði hann; það var þó bót
í máli.
Annabelle brosti tvíræðu brosi
og sagði: — Jæja, þú hafðir það
af.
— Halló, Annabelle.
Matilda frænka sagði: —
Svona nú, Annabelle, leyfðu mér.
Jæja? Hvað getið þér nú sagt
yður til málsbótar?
— Það — eee —• gleður mig,
að við gátum, ja, gert, það sem
við gátum, sagði Julian vand-
ræðalega, — og ég ætlaði bara
að ná í dótið mitt og hafa mig
á brott.
— Nújá! Svo þér haldið það?
Julian virti fyrir sér mynztrið
á gólfteppinu.
— Ég geri ráð fyrir að þið
Timothy Pimm hafði verið að
velta því fyrir ykkur, hvernig nú
væri hægt að krækja í Annabelle.
Julian tautaði: — Það er allt
Malraux að kenna að við erum
ekki þegar farnir.
Þorið ekki að horfast í augu
við okkur, geri ég ráð fyrir.
— Miss Matilda, ef ég má, þá
þætti mér vænt um að fá að
taka saman dótið mitt og fara.
— Jæja þá, Julian, eftir and-
artak. Augustus, hún sneri sér
að Green, — ég sé ekki neina
ástæðu til þess að þið Annabelle
verðið hér lengur.
— Því ekki það? Hann leit á
Matildu frænku og kinkaði síðan
kolli. — Jæja þá, eins og þú
vilt.
Þegar þau voru farin, sagði
Matilda frænka við Julian: —
Óttalegur kjáni hafið þér verið.
Okkur þótti öllum svo vænt um
yður, og Mr. Green líka. Það
var sönn ánægja að hafa yður í
húsinu — hvernig gátuð þér
flækzt í þetta?
— Þvi miður, sagði hann
bljúgur. — Þá verður ekki aftur
snúið.
— Þér hljótið að hafa vitað,
hvað þér voruð að gera? Þetta
hefði getað riðið Annabelle að
fullu, skiljið þér það?
— Mér var farið að skiljast
það.
— Hvers vegna gerðuð þér þá
ekki neitt?
— Það var orðið um seinan.
Matilda frænka tók upp inn-
siglað umslag, sem lá á borðinu.
— Jæja, Annaeblle trúir ennþá
á yður, þótt ég geri það ekki.
Hún rétti honum umslagið. —
Þess vegna langar mig til þess,
að þér takið þetta til Mr. Pimms.
Það er þegar búið að taka sam-
an föggur yðar, og mér þykir
leitt að við þurfum að skilja
svona. Þér skuluð bera Mr. Pimm
kveðju mína og segja honum . . .
Nú jæja, það skiptir ekki máli.
Julian sagði: — En ég get ekki
bara strunsað burt. —
Matilda frænka sagði: — Gerið
það fyrir mig að fara, Julian.
Hann komst að dyrunum, síð-
an sneri hann sér við og gekk
til hennar. — Bara til þess að
þér munið eftir mér, sagði hann,
og kyssti hana á kinnina.
Dyrnar lokuðust og Matilda
frænka bar höndina að vanga sér.
Skrýtið, að Julian skyldi gera
þetta, hugsaði hún. En hún
ætlaði ekki að láta blekkjast aft-
ur, hún ætlaði sannarlega ekki
að láta þetta á sig fá.
Framhald á bls. 49.
ERKIHERTOGINN 0G HR.PIMM
AÐ KOMA NALÆGT ÞESSU HÚSI. SENNILEGA YRÐI HONUM STUNGIÐ f STEININN-------
VXKAN 23. tbl.
25