Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 3

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 3
Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: GLsli SÍ£urSsson (ábm.). Auglýsingastjóri: Gunnar Steindórsson. Blaðamenn: Guðmunclur Karlsson og Sigurður Hreiffar. Útlitsteikping:: Sno.rri Friffriksson. Ritstjórn og auglýsingar^ Skipholt 3S, *Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. •Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi .133, sími 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 25. Áskriftarverð er 300 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun Hilmir h.f. Mynda- mót: Rafgraf h.f. í NÆSTA BLAÐ! DÆMDIR TIL DAUÐA. Menn vissu, að sam- kvæmt statistik mundu þrír menn farast við virkjunarframkvæmdirnar við írafoss og það kom á daginn að þrjú alvarleg slys áttu sér stað. En í öllum tilfellunum sluppu menn- irnir lifandi og lítið meiddir án þess að nokk- ur hafi getað gefið á því skýringar. ★ ANGELIQUE. Nú byrjar hún loksins i næsta blaði þessi frábæra saga, sem trónar efst á metsölulistunum um alla Evrópu. ★ FRÁ MÍNUM BÆJARDYRUM SÉÐ. Skemmti- leg húmorsaga. ★ LÆKNIRINN SAT INNI FYRIR MORÐ, EN BJARGAÐI MANNSLÍFUM í FANGELSINU. Grein um merkilegt fangelsismál. ★ 14 MÁNUÐIR OG 31,8% HÆKKUN. Vikan gerði rannsókn á verði á húsum og íbúðum í apríl 1963 og nú, 14 mánuðum síðar, kemur í ljós, að verðið hefur hækkað um 31,8%. ★ HERRATÍZKA: Léttír sportjakkar fyrir öku- ferðir og göngutúra. ★ VIKAN HEIMSÆKIR GUÐMUND GUÐJÓNS- SON, SÖNGVARA. I ÞESSARI VIKU: Húsbóndinn á heimili drottningarinnar í þessum mánuði er von á Filippusi hertoga af Edin- borg, eiginmanni Elízabetar Bretadrottningar, hingað til lands. í tilefni þess birtum við grcin um manninn á bak við titlana, manninn, sem talinn er misskildastur allra Breta, sómakæran hús- bónda á sínu heimili, sem sífellt verður fyrir barðinu á slúðursagnahöfundum. Kraftar í kögglum mældir og vegnir Allir vita, að fslendingar eru hérumhil eins sterkir cins og þcir eru gáfaðir og þá er mikið sagt. Nú licfur Vikan nýlega vcrið með gáfnapróf á fcrð- inni svo það er ekki ncma sanngjarnt, að prófa líkamsburði þjóðarinnar um leið. Vikan lét smíða kraftamæli og fór með hann út um hvipp- inn og hvappinn. Árangurinn cr í blaðinu. Úgifta stúlkan og karlmennirnir Þetta er kafli eða úrdráttur úr frægri bandarískri metsölubók. Hann fjallar um þann vanda, sem það er að vera ógift stúlka og sigla á far- sælan hátt milli skers og báru í heimi karlmanna, sem láta ekkert bragð ónotað til að ná settu marki (markmiðið er mjög göfugt). Það eru líka taldar upp helztu gerðir karla, sem stúlkan gæti haft vonir með að ná í gildrur sínar til lengri eða skemmri tíma. Þau hafa náð til 40 millj. lesenda Þau heita Scrge og Anne Golon, frönsk hjón, sem hafa samið söguna um Angcliquc, metsölubók, sem selzt hefur í ótrúlegum upplögum um alla Evrópu. Angeliquc var uppi á tíma Lúðvíks 14., heillandi fögur og oröin ekkja innan við tvítugt. Þá voru frjálsar ástir mjög í metum hafðar og Angelique sctti markið hátt í þeim efnum. Þau Serge og Anne Golon hafa blaðað gegnum ógrynni af bréfum og skjölum f Versölum til þess að finna sögunni stað. í ffl D C III A M riosi Ólafsson, leikari, tekur ekki aðeins á meff hönd- ■ U 110 119 n Bl unum, heldur og hverjum vöffva, sem fyirrfinnst í andlitinu. Meff sameinuðu átaki og góðri innlifun í hlutverkiff tókst honum aff draga mælinn upp í 6 cm, sem samsvarar 42 kg átaki. Það er ögn betra en meffaltal þeirra lögregluþjóna, sem tóku á mælinum. Þaff er meira um kraftamælingar inni í blaðinu. VIKAN 24. tbl. 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.