Vikan


Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 22

Vikan - 11.06.1964, Blaðsíða 22
Framhalds sagan 16. hlutl efftir Lindsay Hardy ERKIHERTOGINN OG HR.PIMM —- Aulabárðar, báðir tveir, sagði Mr. Pimm, — það er alveg eins gott að tala við vegginn og ykkur. Ég þoli þetta ekki, þetta er svívirðing. Eddie burt með þig, hvar er síminn? Julian sagði: ■— Nú er aftur komið að okkur. Pimm, þú seg- ir ekki orð við Matildu frænku. — Til fjandans með þig, þrjót- urinn þinn. Jæja þá, hvað á ég að gera. — Þú átt að setjast niður og skrifa blítt og kurteist bréf, þar sem þú neitar að taka við þess- um 50 þúsund dollurum. -— Það skal aldrei verða. — Svona nú, að skrifborðinu með þig. Gerðu nú einu sinni eins og þér er sagt. Þeir s<?ttu hann beinlínis við skrifborðið, tóku hettuna af pennanum hans og réttu honum pappírsörk. — En hvernig á ég að orða það? sagði Mr. Pimm. — Hvað í ósköpunum get ég sagt? Julian sagði: — Þér hlýtur að detta eitthvað í hug: Segjum: — Aaaa — Kæra Miss Matilda. Ég met mjög þetta örlæti Annabelle. En þar sem búið er að fletta ofan af okkur, þá . . . — Vitleysa, sagði Mr. Pimm, — svona á alls ekki að segja það. Hann vöðlaði saman pappírsörk- inni, sem þeir höfðu gefið hon- um og tók fram aðra, til þess að sýna þeim, að hann skyldi sjálfur semja bréfið. Hann sat hugsi stundarkorn, síðan tók hann að skrifa. Bréfið var borið út næsta morgun, en það hljóðaði þannig: Kæra Miss Matilda! Þótt ég sé mjög hrærður og þakklátur fyrir þennan vin- semdarvott Annabelle, þá veiztu nú, að við erum alls ekki verðugir þess að þiggja þetta. Og jafnvel þótt við vær- um það, þá álít ég — og ég veit að Henri og Julian þykir jafn vænt um Annabelle og mér — að við gætum á engan hátt þegið umbun fyrir að bjarga Annabelle í Tangier, því að björgunin er minnst okkur að þakka. Með beztu kveðjum. Þinn iðrandi aðdáandi, Timothy Pimm. Matilda las bréfið aftur og aft- ur, þar til hún kunni það utan að. Hún lagði það frá sér og stóð hugsi með veikt bros á vör og leit í áttina til Villa Marguerite. Næstu dagana tók Annabelle upp á því að koma og fara hve- nær sólarhringsins sem henni sýndist, án þess að segja nokkr- um, hvað hún væri að gera eða með hverjum hún væri, og hún forðaðist að svara nokkrum spumingum varðandi fjarveru sína. Peggy var loks komin á þá skoðun, að hún væri búin að fá nóg af Suður-Frakklandi. Hún varð að komast í burtu áður en það varð um seinan, á meðan hún var enn nægilega sterk til þess að taka ákvörðunina. Hún varð strax að flýta sér heim til Pasadena, ef ekki átti að fara illa. Augustus Green vissi ekki hvað hann átti að hugsa, hann var alveg orðinn ringlaður. Hvers vegna þurfti þessi bannsettur Mr. Pimm að hafna þessum 50 þús- und dollurum? Hvers vegna gat hann ekki verið heiðarlegur og ósvikinn þorpari, svo að maður vissi, hvar maður hefði hann? Hvers konar menn voru þetta eiginlega? Þeir komu manni gjör- samlega úr jafnvægi. Og Matilda frænka tók ailaf öðm hverju fram bréfið frá Mr. Pimm. Og hún komst að því gegnum króka- leiðir, að Annabelle var nú í mjög vafasömum félagsskap, og hún var jafnvel farin að óska, að aldrei hefði verið flett ofan af Julian. Henri og Mr. Pimm. Einkum þó Mr. Pimm. Og þegar komið var að yfirheyrslunum i Nice, ákvað hún að láta til skar- ar skríða. 16. KAFLI. Það var heldur hvasst þennan dag. Mr. Pimm gekk fram og aftur um ganginn heima hjá sér klæddur í slopp, barði á hurð- irnar og hrópaði að tími væri til þess kominn að Henri og Julian færu á fætur, eða ætluðu þeir að liggja í rúminu allan liðlang- an daginn? Þá heyrðist rödd Juli- ans neðan úr stofu, hvað var eiginlega að honum? Þeir höfðu verið á fótum í marga klukku- tíma. . Mr. Pimm varð bálvond- ur. Þegar þeir voru Joks ferðbúnir, sagði Henri: — Það er eitt sem við höfum ekki hugsað út í, og það er tími til þess kominn að við gerum það. — Hvað er það? sagði Mr. Pimm. — Hún hlýtur að verða þarna, og hvernig eigum við að horfast í augu við hana? Hvað eigum við að segja við Matildu frænku? — Aulabárðurinn þinn, sagði Mr. Pimm. — Ég hefi ekki hugs- að um annað í marga daga. Heima í Villa Florentina sagði Matilda frænka Peggy og Anna- belle að flýta sér, síðan gekk hún upp á loft. Hún kallaði nið- ur: — Augustus, þú ert tilbúinn, er það ekki? Green sagði: — Matilda, ég er búinn að standa hérna í 12 mínút- ur og 35 sekúndur . — Jæja þá, á meðan Anna- belle er að laga á sér hattinn, viltu þá ekki láta Louis koma með bílinn? — Matilda, Louis er búinn að bíða fyrir utan svo lengi, að mót- orinn er sennilega orðinn kaldur aftur. — Nújá, ég vildi bara ekki þurfa að bíða. Annabelle og Peggy komu nú niður stigann. Peggy sagði: — Það vill víst enginn minnast á það, en það er eitt, sem við þurf- um að hugsa um. Matilda frænka sagði: — Hvað er það? — Auðvitað vitum við, að þeir verða þarna. Og hvað eigum við svo að segja, þegar við stöndum auglitis til auglitis við Julian, Henri og Mr. Pimm? Matilda frænka sagði: — Þú þurftir svo sem ekki að minna mig á það, stúlka mín. Ég hefi ekki hugsað um annað í marga daga. Þegar Mr. Pimm gekk upp tröppurnar á Palais de Justice í Nice, þyrptust að honum ljós- myndarar. — Aha, sagði hann. — Þarna er þessi Malraux. Malraux stóð ásamt fleiri mönnum þarna skammt frá. Hann kom til þeirra og bauð þeim góðan dag. Hann sagði, að ef allt gengi vel, þá þyrfti yfir- heyrslan ekki að taka nema einn dag. Auðvitað yrði þeim ekki leyft að fara inn í réttarsalinn 22 — VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.